Færsluflokkur: Bloggar
13.7.2008 | 16:11
Þar talar sá er valdsvitið hefur.
Það er með ólíkindum hvað gott er að heyra þá tjá sig um stóra sem smáa hluti, þ.e.a.s., þá sem hafa verksvit, en mest af öllu valdsvit og eru helst valdsvanir einnig.
Dæmisaga; Fyrir mörgum árum síðan þurfti ég að greiða víxil sem var kominn að gjalddögum og ég átti ekki peninga fyrir upphæðinni. Ég fór í bankann og talaði við deildarstjóra víxladeildarinnar og tjáði honum vandræði mín; Ég þyrfti, ef hægt væri, að fá víxlinum framlengt og borga inná hann smá peningalús sem ég átti. Deildarstjórinn hélt nú ekki, "Þú skalt greiða þennan víxil upp í topp, ellegar fer hann í innheimtu með miklum tilkostnaði fyrir þig." Ég sagði honum að það gæti ég ekki, ég ætti ekki fyrir upphæðinni. "Þá er það þitt mál. Þú færð enga framlengingu!" Þar talaði sá sem réð. ["Parkinsonslögmálið" hljómar svo: >Því minna sem valdið er, því meiri ástæða er að beita því og sýna það<] (Sbr., sundlauga- og stöðumælaverðir).
Í vandræðum mínum, ákvað ég að tala við bankastjórann, þennan sem hafði veitt mér þá góðu fyrirgreiðslu að kaupa af mér þennan víxil og útskýra fyrir honum að ég gæti ekki greitt víxilinn og biðja hann afsökunar á að bregðast þar með trausti hans. Þegar hann hafði heyrt erindi mitt, þá sagði bankastjórinn, þessi valdsvani: "En af hverju borgar þú bara ekki inná víxilinn eins og þú getur og framlengir restinni?"
Stundum borgar sig ekki að tala við undirtyllurnar sem ofmetnast af því að naga blýanta.
Ég hlakka til að sjá Ólaf Jóhann Jónsson í starfi stjórnarformanns Geysis Green.
Kær kveðja, Björn bóndi.
Ólafur Jóhann: Tími gífuryrða liðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2008 | 14:43
Strengjabrúðan G.W.Bush.
´
Ég hef sagt það fyrr og ég segi það nú, að það eru ekki bandarískur almúginn sem þarna talar.
Breski rithöfundurinn sem ritaði bókina "1984" (um "Big Brother") Georg Orwell, lýsir almúganum í bók sinni "Animal Farm" (Dýragarðurinn) sem hugunar- og skoðanalausu sauðfénu sem jarmaði í sífellri endurtekningu orð ráðandi svínanna (ríkisstjórnarinnar) "tvo legs bad, four legs good" o.s.frv.
Georg W. Bush er einfaldlega strengjabrúða ráðandi afla innan Bandaríkjanna sem eru Gyðingar af herskáu tegundinni "Zíonistar". Þeir ráða yfir óhemju fjármagni og komu G.W.Bush í embætti á sínum tíma og svo aftur í annað sinn og sauðféð (almúginn) kaus hann. Þeir og engir aðrir stjórna GWBush í þessar einstrengingslegu ákvörðun, sem hann ber svo enga ábyrgð á þegar upp er staðið í vetur, þegar hann hefur látið af embætti sem forseti BNA.
Vill einhver talnaglöggur upplýsa mig um eftirfarandi: "Hve mörg atkvæði kosningabærra Bandaríkjamanna hlaut Georg W Bush í fyrri og seinni forsetakosningunum í BNA (þá meina ég allra kosningabærra). Þá skal ég segja ykkur hversu mikið "lýðræði" er í Bandaríkjum Norður Ameríku. Mig grunar að hann hafi um 20% atkvæði kosningabærra BNA manna. Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér.
En það er ekki hann einn sem ber ábyrgð á því ef heimsstyrjöld hlýst af þessu brölti GWBush, heldur og taglhýninga hans, misvitrum ríkisstjórnum ýmissa landa (s.s. Íslands) sem studdu hann með ráðum og dáð í innrásinni í Írak.
Ég er farinn að draga í efa illsku Íslamista miðað við hinn sjálfsréttlætingarfulla KROSSFARANN GWBush hinn kristna (að eigin sögn). Þjóðarmorð og hryðjuverk í nafni kristinnar trúar eru ekki góð pólitík.
Með kaldri kveðju,
Björn bóndi.
´
Bush gefur gult ljós á árás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
...........þá finnst mér rétt að aðfluttir múslimar frá BÚRKA- og SLÆÐU-þjóðum fái að ganga í þessu á götum í borgum vestrænna landa. Flytjum menninguna á báða vegu, eða alls ekki.
Annars taki þeir upp okkar siði í okkar löndum og við þeirra siði í þeirra löndum.
"UMBURÐARLYNDI" er ekki nafn á einstefnuakstursgötu einhversstaðar á Akranesi.
Kær kveðja, Björn bóndi.
Undirgefni samræmist ekki frönskum gildum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.7.2008 | 13:20
Hvernig dirfist þú Einar Þorvaldur að gagnrýna Neytendasamtökin!!!!!
Þessi heilaga kýr sem leggur flestalla þjónustuaðila svo sem verslanir, íþróttafélög, heildsala, sjoppur, iðnaðarmenn o.s.frv., o.s.frv., í einelti með óbrigðulum (að eigin mati) útreikningum sínum á spillingu í röðum annarra. Ég sá eitt sinn á forsíðu "24 stundir" fréttablaðsins sem borið er út á öll heimili og víðar, frétt frá Neytendasamtökunum að verðmunur á sítrónudropum í pínulitlu glösunum væri um 65% milli sumra verslana!!! Allstaðar kostuðu þessi glös vel undir 100 krónum, svo verðmunurinn voru nokkrar krónur. Þvílíkt og annað eins þjóðþrifamál. Þetta hefur sko komið við pyngju neytandans. Að minnsta kosti í % prósentum. Eða þannig sko.
Kveðja,
Björn bóndi.
´
Segir útreikning Neytendasamtakanna rangan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.7.2008 | 20:06
Takmarkalaust hatur í garð Baugsmanna - Hugleiðingar mínar.
Mér finnst rétt að koma með hugleiðingar mínar vegna takmarklauss haturs á mönnum sem eru fyrrverandi viðskiptavinir mínir, og sem ég ber ákaflega mikla virðingu fyrir vegna dugnaðar, ósérhlífni, útsjónasemi, flotts frama sem er (á jákvæðan hátt) öfundsverður, en hafa orðið fyrir takmarkalausum árásum og þá frá ýmsum sem síst skyldi. Þetta er komment mitt við færslu Heimis L Hjaltested frá 6. júlí 2008, kl. 21:46 og ég ráðlegg hverjum sem hefur áhuga á málinu að skoða þær færslur. Kær kveðja, Björn bóndi.
Færsla Heimis L Hjaltested frá 6.7.2008 | 21:46Jóhannes oft kenndur við Hagkaup stóryrtur í garð nafngreindra manna. Athugasemd mín (Björn bóndi) nr. 9.:"..........ég tala sem fyrrverandi formaður Félags matvöruverzlana en ekki af pólitískum metnaði! [Tilvitnun úr athugasemd þinni Heimir, nr. 8, hér að ofan] Nú skil ég þig betur Heimir. Þegar ég var unglingur og vann sem sölumaður hjá heildverslun sem flutti inn, dreifði og seldi bæði matvörur og aðra hluti sem bæði sér-matvöruverslanir eins og fiskbúðir, kjötverslanir, svo og nýlenduvöruverslanir sem seldu bland af allskonar matvörum, sem hafði samnenfi og var kallað: "Kaupmaðurinn á horninu". Einnig seldi ég vörur í allskonar aðrar verslanir svo sem fataverslanir, hannyrðaverslanir o.fl., o.fl. Þá tók ég eftir ýmsu: Þegar Hagkaup hóf rekstur í gamla fjósinu við Miklatorg og var þá með allskonar vörur mikið ódýrari, og þótti ekki "fín" verslun. Húsmæðurnar gengu þá nánast með hauspoka þegar þær gengu þar inn og út og þóttust ekki versla þar. Kaupmenn í almennum verslunum sáu ofsjónum yfir þessu strax í byrjun. Síðan stækkaði Hagkaup og fleiri stórmarkaðir fóru af stað, flestir hættir í dag. Þá fóru "Kaupmönnunum á Horninu" að fækka, þeir sem veittu mjög góða þjóustu til nágranna í hverfinu, sem ekki áttu bíla og höfðu ekki tök á að komast til stórverslana. Hatrið á Pálma í Hagkaup varð nánast takmarkalaust. Hann jók kaupmátt almennings meir og lagaði kjör almennings, almennt, meir en Verkalýðsfélögin höfðu nokkurtíma getað gert til þess tíma, þó verkalýðsfélögin eigi heiður skilið fyrir ýmis góð verk eins og vökulögin o.f.l, o.fl., sem aldrei verður frá þeim tekið. Ég er bara að benda á sögulegar staðreyndir.[Til að gera langa sögu stutta, sleppi ég nokkrum árum......] Síðan byrjaði Jóhannes og litli guttinn sem enginn þekkti, þessi Jón Ásgeir, með Bónus, eina smáverslun í iðnaðarhverfi við Skútuvoginn. Það þekkja allir þá sögu. Bónus og Hagkaup áttu í stríði saman, en sameinuðust síðar undir nafninu BAUGUR. - Ennþá bötnuðu kjör almennings og kaupmáttur, án þess að Verkalýðsfélögin né Neytendasamtökin kæmu neinstaðar nálægt. Hefðbundin matvöruverslun; "Kaupmaðurinn á Horninu" lagðist nánast algjörlega af, þeir gátu ekki barist við lágu útsöluverðin.Hatur fyrrverandi verslanaeigenda sem gáfust upp fyrir Hagkaup/Bónus sem var orðið stórveldi, sem með útsjónasemi, dugnaði, áræði, atorku og hugrekki eigendanna tókst jafnvel að græða peninga á öllu saman, sem hvorki vitleysingjunum í Neytendasamtökunum eða ýmsum Verslanasamtökum, hvað þá íslenskum stjórnvöldum með Davíð Oddson í fararbroddi og hans kónum, gátu skilið. "Það hlaut að vera einhver maðkur í mysunni" sögðu menn sem ekki skyldu málið. "Við skulum bara finna maðkinn, þótt við dettum niður dauðir við það!" Og nú eru uppi KROSSRIDDARAR á borð við þig Heimir, fyrrverandi formaður Félags matvöruverslana sem farin eru á hausinn eða lokuðu bara, sumir eigendur og rekendur annarra verslana sem líkt er komið fyrir, Davíð Oddson fyrrverandi forsætisráðherra, Ríkislögreglustjóraembættið, Neytendasamtökin, Ríkissaksóknaraembættið og ýmsa ónafngreindra sjálfboðaliða sem skipta tugum ef ekki hundruðum sem í ólýsanlegu hatri og öfund reyna að sanna að það sem Baugsmenn eru að gera; geti ekki verið hægt að gera. KROSSRIDDARARNIR eru hér til að sanna það!!Annars hef ég ekkert vit á þessu. Mér datt þetta bara svona í hug þegar ég las pistlana þína og síðustu athugasemd nr. 8.Með elskulegri kveðju,Björn bóndi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 12:23
Það þvælist ekki fyrir samkiptum ESB og Breta að þeir myrða múslima...!?
Að hlusta á þennan þvætting í Náttúruverndarsinnum að reyna sífellt að koma í veg fyrir eðlilega þróun í atvinnulífi Íslendinga svo sem virkjanir, svo og t.d., hvalveiðum sem er hluti af menningu okkar Íslendinga að nýta sjávarafurðir á sem eðlilegastan hátt.
Kkv, Björn bóndi.
ESB: Hvalveiðar þvælast fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.7.2008 | 14:16
Mannskemmandi hræðsluáróður.
"Tófú tengt við elliglöp." Svona hræðslufréttir hafa dunið yfir sauðsvartan almúgann frá því ég fyrst fór að lesa dagblöðin fyrir mörgum árum síðan (u.þ.b. 50 árum). Heimsendaspár á framsíðum dagblaðanna, mjólk væri hættuleg fyrir hjartað og kransæðarnar, rjómi dauðans matur og allar mjólkurafurðir stórhættulegar - til nokkurra ára. Þá, þegar íslenskir vísindamenn fundu það út að mjólk og mjólkurafurðir væri hinn besti mannamatur fyrir fólk á öllum aldri. Háir hælar orsökuðu hryggskekkju. Húla-hopp hringir orsökuðu hryggvöðvaskemmdir. Sólböð voru góð, og sóllampar keyptir í barnaskóla til að nota á börnin. Nú er sólin stórhættuleg og banna á unglingum að fara í sóllampa nema í fylgd með fullorðnum. Hafa blaðamenn ekkert betra að gera?
Það eina sem Donald Rumsfeld, fyrrum stríðsmálaráðherra BNA og fjöldamorðingi, hefur sagt af viti, var: "Hættum að lesa dagblöðin, (þá fréttum við ekkert af pyntingum á stríðsföngum)."
Kær kveðja,
Björn bóndi.
Tófú tengt við elliglöp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Bros barns örvar ánægjustöð heila móður þess, svo taugaboðefnið dópamín losnar úr læðingi."
Þessi frétt er í rauninni stórfrétt, bara ef fólk gæti notfært sér hana. Það vantar meiri tilsögn í mannlegum samskiptum. Bros, kurteisisleg framkoma, tillitssemi o.s.frv., eru atriði sem geta örvað framleiðslu líkamans á dópamíni og endorfíni, sem kemur viðkomandi til að líða mun betur, viss róandi ánægjutilfinning hjá náunganum og svo hjá manni sjálfum.
Sérstaklega beini ég orðum mínum til fullorðinna, því börnin læra það sem haft er fyrir þeim. Það er vel þekkt hjá þeim sem hafa reynt það, að t.d., skokk, íþróttaiðkanir, sundlaugaferðir, heit böð, góðar gönguferðir, (líka að gera do-do (hittþúveist)), hlý atlot og að sýna væntumþykju, framkalla þessa sérstöku slakandi ánægjutilfinningu.
Ég veit ekki hvort hægt sé að ætlast til þess að þetta sé kennt í skólum, því ég er á þeim aldri að kennarar brostu ekki þegar ég gekk í skóla og framkoma þá var mest valdshroki (ég vona að þetta hafi breyttst). Veit einhver hvort "mannleg samskipti" séu kennslugrein í einhverjum skólum nú til dags? (Auðvitað þarf að kenna algebru, bragfræði og setningarfræði fyrst, það þarf að hafa forgangsröðunina rétta - eða þannig sko).
"Ef þú smælar framan í heiminn, smælar heimurinn framan í þig" (Megas).
Kær kveðja,
Björn bóndi.
Barnsbros er vímugjafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 12:09
Mannréttindi að fá að deyja með reysn.
Ef fólk er orðið þreytt á lífinu, búið að skila lífsverki sínu, telur sig ekki eiga neina framtíð, jafnvel (sem er ekki í þessu umrædda tilviki) er helsjúkt af sjúkdómi sem þýðir e.t.v., miklar þjáningar og angist allt til dauðadags; hvers vegna má það fólk ekki deyja að eigin ósk með hjálp vinar, ættingja, maka eða t.d., læknis, til að forða því að fara út í e.t.v., sóðalegt sjálfsvíg, með byssu, hnífi, hengingaról eða drekkingu, svo eitthvað sé nefnt.
Sumir þeir sjúklingar sem ég tel að eigi rétt á að fá að deyja að eigin ósk eru svo illa karlægir að þeir geta ekki komist út í apótek til að kaupa sér hráefni í lyfjakokkteilinn góða sem minnst er á í fréttinni til að blanda kokktelinn sjálf. Hví má ekki veita aðstoð? Þetta er leyft í a.m.k., Hollandi og ég held fleiri löndum. Þar verður þetta að vera "uppi á borðinu" svo ekki sé misneyting til að koma einhverjum fyrir kattarnef, sem ekki vill deyja. Þar er þetta yfirleitt framkvæmt á sjúkrahúsi undir eftirliti, til að tryggt sé að allt sé með felldu.
Með kveðju,
Björn bóndi.
Lögum breytt vegna aðstoðar við sjálfsvíg? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2008 | 19:46
Nostradamus að reynast sannspár???
Ef Bandaríkjamenn í slagtogi við Zíonista Ísraels fara að taka uppá því brjálæði að ráðast inn í Íran, í ofánálag við innrásina í Írak og Afganistan, þá fá þeir allan Íslamstrúarheiminn á móti sér og ekki bara, heldur á allan hinn Vestræna heim, (því múhameðstrúarmenn í Asíu gera ekki mikinn mun á Evrópu og Norður-Ameriku) og því höfum við ekki efni á. Kínverjar og Rússar sem hafa hatað hinn Vestræna heim mestan hluta síðustu aldar og til dagsins í dag.
Nostradamus spáði því að herir austurlanda munu flæða yfir þann menningarheim sem þá var þekktur og þótti siðaður (og meira til því Nostradamus spáði fyrir um stórveldi í Vestri (USA?)).
Má segja ljótt eins og að það þyrfti að koma Bandaríkja- og Ísraelsstjórnum fyrir kattarnef og það sem fyst?
Kær kveðja,
Björn bóndi.
Stríð mun reyna á herinn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)