Mannskemmandi hræðsluáróður.

"Tófú tengt við elliglöp."  Svona hræðslufréttir hafa dunið yfir sauðsvartan almúgann frá því ég fyrst fór að lesa dagblöðin fyrir mörgum árum síðan (u.þ.b. 50 árum).  Heimsendaspár á framsíðum dagblaðanna, mjólk væri hættuleg fyrir hjartað og kransæðarnar, rjómi dauðans matur og allar mjólkurafurðir stórhættulegar - til nokkurra ára.  Þá, þegar íslenskir vísindamenn fundu það út að mjólk og mjólkurafurðir væri hinn besti mannamatur fyrir fólk á öllum aldri.  Háir hælar orsökuðu hryggskekkju.  Húla-hopp hringir orsökuðu hryggvöðvaskemmdir.  Sólböð voru góð, og sóllampar keyptir í barnaskóla til að nota á börnin.  Nú er sólin stórhættuleg og banna á unglingum að fara í sóllampa nema í fylgd með fullorðnum.  Hafa blaðamenn ekkert betra að gera?

Það eina sem Donald Rumsfeld, fyrrum stríðsmálaráðherra BNA og fjöldamorðingi, hefur sagt af viti, var: "Hættum að lesa dagblöðin, (þá fréttum við ekkert af pyntingum á stríðsföngum)."

Kær kveðja,

Björn bóndi.

 


mbl.is Tófú tengt við elliglöp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ kíkið á fyrstu bloggfærsluna með þessari frétt. Þar kemur margt forvitnlegt í ljós.

The population-based study based in Indonesia found that high consumption of tofu was associated with worse memory, while high consumption of tempe (a fermented soy product) was linked to better memory, according to results published in the journal Dementia and Geriatric Cognitive Disorders.

Snarað á auðvelda Íslensku hljómar þetta svona. Rannsókninn í Indónesíu leiddi í ljós að mikil neysla á Tófu var tengt við minnisglöp. Á meðan mikil neysla á gerjuðu Tófu (Tempeh) var tengt "BETRA MINNI"

MBL.IS Er ekki að hjálpa fólki með svona misvísandi frétt. Vonandi vanda þeir sig betur í frammtíðinni. En endilega gott fólk kíkið á rannsóknina á Ensku og fræðist sjálf. Ekkert er verra en að vera fórnarlamb lélegra upplýsinga.

Þar er jafnframt leitt líkum af því að geymsluefnið "formaldehyde" sem er í ógerjuðu Tofu sé orsakavaldur elliglapana en ekki Tofuið sjálft ;)

Linkur um þetta allt: http://www.foodqualitynews.com/news/ng.asp?n=86342-soy-tofu-dementia

Lélegar upplýsingar um heilsu. (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband