Barnabros er vímugjafi - Nauðsyn að kenna örvun dópamíns og endorfíns.

"Bros barns örvar ánægjustöð heila móður þess, svo taugaboðefnið dópamín losnar úr læðingi."

Þessi frétt er í rauninni stórfrétt, bara ef fólk gæti notfært sér hana.  Það vantar meiri tilsögn í mannlegum samskiptum.  Bros, kurteisisleg framkoma, tillitssemi o.s.frv., eru atriði sem geta örvað framleiðslu líkamans á dópamíni og endorfíni, sem kemur viðkomandi til að líða mun betur, viss róandi ánægjutilfinning hjá náunganum og svo hjá manni sjálfum.

Sérstaklega beini ég orðum mínum til fullorðinna, því börnin læra það sem haft er fyrir þeim.  Það er vel þekkt hjá þeim sem hafa reynt það, að t.d., skokk, íþróttaiðkanir, sundlaugaferðir, heit böð, góðar gönguferðir, (líka að gera do-do (hittþúveist)), hlý atlot og að sýna væntumþykju, framkalla þessa sérstöku slakandi ánægjutilfinningu.

Ég veit ekki hvort hægt sé að ætlast til þess að þetta sé kennt í skólum, því ég er á þeim aldri að kennarar brostu ekki þegar ég gekk í skóla og framkoma þá var mest valdshroki (ég vona að þetta hafi breyttst). Veit einhver hvort "mannleg samskipti" séu kennslugrein í einhverjum skólum nú til dags?  (Auðvitað þarf að kenna algebru, bragfræði og setningarfræði fyrst, það þarf að hafa forgangsröðunina rétta - eða þannig sko).

"Ef þú smælar framan í heiminn, smælar heimurinn framan í þig" (Megas).

Það er ekki amalegt að fá svona bros frá barni

Kær kveðja,

Björn bóndi.


mbl.is Barnsbros er vímugjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband