Færsluflokkur: Bloggar
2.7.2008 | 12:42
Öðruvísi mér áður brá.
"Grunur er um að maðurinn hafi aðeins bragðað áfengi en ekki var þó talin ástæða til að gera á honum blóðrannsókn."
Hvenær eru það orðnar vinnureglur hjá lögreglu að sé um árekstur að ræða þar sem aðilar þurfa að fara á slysavarðstofu (sem tekur yfirleitt einnig blóðsýni), og grunur leikur á áfengisneyslu hjá manni sem ógnar með hnífi, að ekki sé ástæða til blóðrannsóknar?
Kær kveðja,
Björn bóndi.
Ógnaði ökumanni eftir árekstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2008 | 12:21
Hlustum á boðskap Bjarkar Guðmundsdóttur!!!!!
Í sjónvarpsspjallþætti einum bandarískum var Íslandi lýst m.a., á þann hátt að þar væru íbúar meira eða minna stórskrýtnir, með eftirfarandi hætti: ".....and Iceland is the only country in the world, where Björk is considered normal!" ["....og Ísland er eina landið í heminum þar sem Björk er talin eðlileg!"]
Þeir minntust ekkert á pabba hennar.
Bless,
Björn Bóndi.
Björk aflýsir tónleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2008 | 14:55
Sendi eiginkonuna til Pakistan til að skilja við (drepa) hana.
Þetta hljómar eins og í ódýrri glæpasögu. Eiginkonan er send til Asíu þar sem er horft framjá sæmdarmorðum. Nú er eiginmaðurinn orðinn ekkill og getur fengið sér nýja eiginkonu.
Án þess að vera rasisti; er hægt að ímynda sér að rétt sé að hafa einhvern aðskilnað á milli menningarheima?
Það þarf að gera mun á því að; a) að fara í heimsókn til annarra menningarheima sem ferðamaður og/eða könnuður eða b) að flytjast búferlum með sig, menningu sína, fjölskyldu (og síðan stórfjölskyldu, þ.e., afa, ömmur, frændur og frænkur).
Kveðja,
Björn bóndi.
Reiði í Danmörku vegna sæmdarmorðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
eins og við gerum um Íslendinga. Aumingja ég er alver snarruglaður þegar í sífellu er talað um Clinton hitt og Clinton þetta, en veit illa hvenær er verið að tala um Hillari, Bill eða dóttur þeirra, hana "hvað hún nú heitir aftur".
Aumingja ég
Björn bóndi.
Bill Clinton sættist við Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2008 | 11:40
En hver er ennþá ódýrust?
Það er eins og verðlagseftirlit ASÍ éti prósentur í hverja máltíð.
Það sem við almúgurinn þurfum að vita er nákvæmlega, hvar er ódýrast að kaupa inn í krónum talið ekki í prósentum (%).
Skrifa svo um það sem skiptir máli, og hananú!.
Kv.
Björn bóndi.
Bónus hækkar mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.6.2008 | 18:14
Hundruð milljarða - hvað?
Ónákvæmur fréttaflutningur. Sagt er: "Það verður auðvitað ekki heimsendir þegar kveikt verður á hraðlinum, segir Lyn Evans, stjórnandi verkefnisins, sem staðið hefur yfir í mörg ár og kostað sem svarar hundruðum milljarða."
Eru það Ísl. kr.? US$? vrur? Bresk pund? Munurinn gæti verið 162 faldur ef miðað er við muninn á Ísl. kr. og Bresk Pund. Ef miðað er vi vru, þá héti þessi kafli fréttarinnar: "tugum þúsunda milljarða."
Klaufaskapur. Bless.
Björn bóndi.
Ekki hætta á ragnarökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.6.2008 | 18:29
Ekki gerð refsing fyrir símaupptökur af nakinni stúlku.
´
Í Mbl.is í dag föstudaginn 27. júní 2008 kl. 15:15 er frétt með þessari fyrirsögn. Niðurlag fréttarinnar var aðalmálið. Stúlkan ætlaði að kæra nauðgun, en gat það ekki vegna sannana úr farsímamyndavél. Þá kærir stúlkan þann sem tók myndirnar og eyðilagði fyrir henni nauðgunarákæruna. Sá sem var með sönnunargögnin í höndunum var dæmdur (að vísu var ákvörðun refsingar frestað um eitt ár) en ákærandinn með fölsku áæruna slapp!!! STIKK FRÍ !!!
Hér er niðurlag fréttarinnar: [..........] "Tvö myndskeiðanna sýndu stúlkuna og félagann í samförum í heitum potti en það þriðja mynd af stúlkunni liggjandi í rúmi og manninn hreyfa fingur inn og út úr kynfærum hennar.
Segir í dómsniðurstöðu að við ákvörðun refsingar hafi verið haft í huga ástæðu þess að maðurinn sendi umrætt myndbrot. Stúlkan hafði borið vin hans sökum um nauðgun og hófst lögreglurannsókn af því tilefni.
Upptökur mannsins leiddu hins vegar í ljós að sakargiftir stúlkunnar gagnvart vininum áttu ekki við rök að styðjast og björguðu honum eins og hann komst að orði fyrir dómi." (Undirstrikanir og leturbreytingar mínar, Björn bóndi.)
Ef sannarnirnar með tilkomu myndavélarinnar hefðu ekki verið til staðar og maðurinn fundinn sekur um nauðgun - hvað hefði hann þá fengið langan fangelsisdóm? Hvað hefðu FEMÍNISTAR með sínum upphrópunum og ókvæðisorðum í garð karlmanna almennt, krafist langrar refsingar fyrir meinta nauðgun?
Maður, af hvoru kyninu sem er, kærir ósanna nauðgun og ber ljúgvitni (er sek(ur) um meinsæri) gegn alsaklausum manni. Gerir kröfur til þess að fá; a) Peningagreiðslur í skaða- og miskabætur uppá hundruðir þúsunda ef ekki yfir milljónir sem ríkið greiðir síðan að fullu eða að mestu leyti og ríkið á svo endurkröfu á þann dæmda hvort sem hann er bogunarmaður fyrir því eða ekki. b) Fangelsisvist fyrir saklausan mann uppá nokkur ár, stimplaðan sem nauðgara og misyndismann uppá lífstíð. - Framavonir engar, eyðilögð framtíð.
Hver er rétt refsing fyrir slíkan glæp? Er rétt að ákærandi með flalska ákæru, ljúgvitni og meinsæri fái sama dóm og sá ákærði hefði fengið, ef hann/hún hefði verið fundin sek(ur) um nauðgun?
Er rétt að hvetja vergjarnar og lauslátar stelpugæsir að reyna nauðgunarákærur til að fá peninga < ef þeim tekst > og sleppa með skrekkinn ef þeim tekst ekki?
Þess ber að geta að fréttin fjallaði ekki um falska nauðgunarákæru. Það er aukamál sem FEMÍNISTUM myndi fynnast eðlilegur gangur mála. Fórnarlambið var ekki kvenmaður!! Eða er gæsin fórnarlambið í augum femínista? Nú væri spennandi að heyra í þeirra álit.
Kær kveðja,
Björn bóndi.
´
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.6.2008 | 16:32
Ekkert um þetta á forsíðum Morgunblaðsins né Fréttablaðsins.
Það er ábyrgðarhluti að láta þessa stórfrétt fara framhjá svo mörgum.
Kv. Björn bóndi.
Jolie áhugalaus um Black | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þegar Grænfriðungar (Greenpeace) og aðrir hvalafriðunnarsinnar sýndu ljós- og kvikmyndir af hvalveiðum og sýndu síðan hvernig skrokkarnir litu út eftir að búið var að drepa hvalina með iðrin úti og flá þá, sem er nauðsynlegt til að verka kjötið. Þá gerði obbi almennings sér ljóst hversu "ómannúðlegar" aðfarir þetta voru og urðu fráhverfir hvalveiðum - af hreinum viðbjóði.
Þá kom upp sú spurning: "Hversvegna eru aldrei sýndar ljós- og/eða kvikmyndir úr sláturhúsum þar sem nautgripum, svínum og sauðfé er slátrað, flegin, skorin, blóðið látið leka úr þeim á meðan dýrin sparka og kippast sundur og saman í dauðateygjunum?" "Hversvegna fáum við ekki að sjá þegar iðrin eru skorin út úr þessum skepnum þegar þær eru loksins dauðar og búið er að flá þær? Hversvegna fáum við ekki að sjá þegar dýrin eru flegin og skorin í búta?"
SVAR: "Það einfaldlega vegna þess að a.m.k., í Bandaríkjunum, Kanada, og Evrópubandalaginu, svo og líklega flestum öðrum "siðmenntuðum" þjóðum í hinum vestræna heimi, þá er það bannað að taka myndir (ljós- eða kvik-) til að sýna í fjölmiðlum blöðum og sjónvarpi til að fólk missi ekki lyst á kjötvöru af hreinum viðbjóði!!"
Þetta er allt spurning um viðskipti - peninga. (It's all about business honey!!).
Kær kveðja,
Björn bóndi.
Blaðamannafélagið ályktar um ísbjarnarmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 18:23
I told you so! (É saðði ða!)
Mikið er ég feginn að þetta var ekki eigandi hundsins sem fór þannig með hann, eins og ég bloggaði um í gær og hafði blessunarlega rétt fyrir mér. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur manneskja, hversu illa innrætt sem hún er, gæti hafa tengst tilfinningaböndum við tyggasta vin mannsins og farið síðan með hann svona. Ég gæti betur trúað handrukkurum eða slíkum rumpulýð til þess.
Að eigandinn tilkynnti ekki um hvarf hundsins, getur haft margar útskýringar. Hversu margir kettir hverfa oft tímabundið heiman frá sér? Hversu margir hundar hverfa tímabundið heiman frá sér? Ég man þegar ég var í sveit í Skagafirðinum, þá hvarf hundskvikindið yfirleitt í nokkra daga og kom svo aftur, kaldur hungraður og skjálfandi. Bóndinn sagði mér að hann hefði verið í "tíkarstandi". Það skildi ég ekki að nokkur maður eða hundur fari að leggja slíkt á sig fyrir eina tík, mannlega eða hundslega. - Að vísu skildi ég það nokkrum árum síðar, þegar ég fór á "tíkarstand" sjálfur. (Og rosa var það gaman þá.)
Auðvitað hefur tíkin ekki verið í "tíkarstandi", en hún gæti hafið verið á sínu fyrsta "lóðaríi" og eins og svo margar 12-16 ára stelpur sem hverfa í nokkra daga á sínum lóðarríum, eins og við heyrum í fréttunum þegar verið er að auglýsa eftir þeim, því þá ekki hvolpstíkin?
Spyrjum lögregluna eftir hve mörgum köttum og hundum er auglýst eftir eða tilkynnt um brotthlaup á mánuði. Spurjum þá síðan hver svör þeirra eru til eigendanna? Líklega: "Bíddu í nokkra daga, dýrin skila sér ef þau eru lifandi."
Ef eigandinn hefði auglýst eftir tíkinni, hefði hún þá fundist fyrr í gjótunni? Hugsum örlítið áður en við notum stóru orðin.....
Kær kveðja, Björn bóndi.
Hvolpurinn afhentur eigandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)