Þar talar sá er valdsvitið hefur.

Það er með ólíkindum hvað gott er að heyra þá tjá sig um stóra sem smáa hluti, þ.e.a.s., þá sem hafa verksvit, en mest af öllu valdsvit og eru helst valdsvanir einnig.

Dæmisaga;  Fyrir mörgum árum síðan þurfti ég að greiða víxil sem var kominn að gjalddögum  og ég átti ekki peninga fyrir upphæðinni.  Ég fór í bankann og talaði við deildarstjóra víxladeildarinnar og tjáði honum vandræði mín;  Ég þyrfti, ef hægt væri, að fá víxlinum framlengt og borga inná hann smá peningalús sem ég átti.  Deildarstjórinn hélt nú ekki, "Þú skalt greiða þennan víxil upp í topp, ellegar fer hann í innheimtu með miklum tilkostnaði fyrir þig."  Ég sagði honum að það gæti ég ekki, ég ætti ekki fyrir upphæðinni.  "Þá er það þitt mál. Þú færð enga framlengingu!"  Þar talaði sá sem réð.  ["Parkinsonslögmálið" hljómar svo: >Því minna sem valdið er, því meiri ástæða er að beita því og sýna það<] (Sbr., sundlauga- og stöðumælaverðir).

Í vandræðum mínum, ákvað ég að tala við bankastjórann, þennan sem hafði veitt mér þá góðu fyrirgreiðslu að kaupa af mér þennan víxil og útskýra fyrir honum að ég gæti ekki greitt víxilinn og biðja hann afsökunar á að bregðast þar með trausti hans.  Þegar hann hafði heyrt erindi mitt, þá sagði bankastjórinn, þessi valdsvani: "En af hverju borgar þú bara ekki inná víxilinn eins og þú getur og framlengir restinni?"

Stundum borgar sig ekki að tala við undirtyllurnar sem ofmetnast af því að naga blýanta. 

Ég hlakka til að sjá Ólaf Jóhann Jónsson í starfi stjórnarformanns Geysis Green.

Kær kveðja,  Björn bóndi.

 


mbl.is Ólafur Jóhann: Tími gífuryrða liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband