Að þvo sér vel um hendur...vegna svínainflúensunnar....??!!

Hvers vegna að þvo sér svona mikið um hendurnar vegna svínainflúensunnar? 

Þetta minnir mig á útskýringar ljósmóður einnar úti í sveit í gamla daga sem var spurð mörgum árum seinna í útvarpsviðtali, af því: "Hvers vegna eru feðurnir sendir til að sjóða vatn, meira og meira soðið vatn, eins mikið soðið vatn og þú getur soðið!!!???" 

Gamla ljósmóðirin svaraði af bragði: "Jú, tilgangurinn er tvennur.  Í fyrsta lagi, til að faðirinn hafi eitthvað fyrir stafni, sé einhversstaðar annarsstaðar en í kringum tilvonandi móðurina og flækist ekki fyrir.  Í öðru lagi, til þess að honum finnist að hann spili einhverja rullu varðandi barnsfæðinguna og finnist hann vera ómissandi." 

Svo brosti kerlingin sínu blíðasta og geislaði af manngæsku lýsti útvarpsþulurinn.

Kær kveðja, Björn bóndi  Smile


mbl.is „Skrítnasta helgi lífs míns“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hefur allt sinn tilgang, greinilega.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.4.2009 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband