Færsluflokkur: Bloggar

Drögum einhverja til ábyrgðar!!

Á meðan við erum með nokkra blóraböggla fasta í hendi, getum við ekki kennt Davíð, Björgólfurunum, Kaupþingurunum, Glitnurunum, Bónus/Baugsurunum og þessum öllum útrásarvíkingum sem hafa verið að skemma allt fyrir okkur!? 

Ekki er það okkur að kenna að áhvílandi "gengiskörfuveðskuldir" á bílunum og jeppunum, íbúðunum, raðhúsunum og einbýlishúsunum okkar hafa hækkað uppúr skýjunum!!  Einhvernveginn verðum við að komast á milli staða! Einhverstaðar verðum við að búa!

"Ekki benda á mig segir varðstjórinn!!"

Kveðja, Björn bóndi.  Smile


mbl.is Skemmdir upp á tugi milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Allir svo vondir mið mig - aumingja ég, og ég sem hef EKKERT gert!"

“Ég sem fór í banka og fékk gjaldeyris “körfulán” í Japönskum jenum, Evrum og Svissnenskum frönkum í bland.  Ég keypti mér íbúð og rosalega flottan amerískan pallbíl því á var tollurinn á þeim svo “lágur”. Að vísu eyðir hann rúmlega 20 lítrum á hundraðið.  Svo notaði ég restina til að fá mér sjnóvarpsgræjur með risa-flatskjá, sem er  “must” á hverju heimili ens og ísskápur og frystikista er.  Nú er ég að tapa öllu, því lánin hafa hækkað svo voða mikið að þau eru komin langt yfir það sem bíllinn, íbúðin og græjurnar kostuðu.  Þetta er allt þessum helvítis glæpamönnum sem voru með útrásina í gangi og tóku sér himinhá laun í engu samhengi við raunveruleikann.  Aldrei hefði ég gert svoleiðis”   Svona sögur og álíka heyri ég oft hjá viðskiptavinum mínum.

Í uppeldinu var mér kennt að ef ég kæmi mér í vandræði, þá væri það mér sjálfum að kenna.  Ef ég drekk brennivín og verð fullur og vitlaus, síðan timbraður og í fráhvörfum daginn eftir, þá er það ekki eftirfarandi að kenna; 1. Barþjóninum sem seldi mér brennivínið. 2. Framleiðendum bjórsins og brennivínsins sem ég drakk. 3. Vinnuveitandanum sem greiddi mér launin sem ég notaði til að kaupa mér brennivínið.  4. Stelpunni sem mig langaði til að ganga í augun á en þorði ekki ófullur.  5. Hinir á barnum sem voru við drykkju og ég tók til fyrirmyndar.  6. Mömmu minni sem varaði mig ekki við brennivínsdrykkju, því hún hafði aldrei smakkað vín á ævinni. 7. ….svo allir hinir……o.s.frv.  Ég valdi að drekka brennivínið sjálfur. 

Útrásarvíkingarnir, Björgólfarnir sem fluttu til útlanda afdankaða bjórverksmiðju frá Akureyri og fluttu til Rússlands, seldu hana og keyptu Landsbankann, Atlanta og fleira og fleira, Bónus-, Hagkaups- og Baugshetjurnar, Íslandsbankahetjurnar (sem síðar varð Glitnir), Kaupþingshetjurnar, FL-Group hetjurnar, Eimskiphetjurnar, o.s.frv., o.s.frv., og græddu milljarða sem var upphafið á ennþá meiri og betri frægðarferli, allir vildu þekkja þá, láta taka mynd af sér með þeim, mæta í veislurnar þeirra. Allir vildu “Lilju” kveðið hafa. 

Feðgarnir Jóhannes  Jónsson kenndur við “Bónus” og Jón Ásgeir kenndur við “Baug” sem eru sekir um að reka lágvöruverslanir sem hafa lækkað verð nauðsynjavöru með slíkum einsdæmum, að öll verk verkalýðsfélaga hafa ekki aukið kaupmátt í líkingu við þessi verk frá upphafi, að verkalýðsfélögunum ólöstuðum, því þau hafa komið ýmsu nauðsynlegu í verk, svo sem vökulögin o.fl., o.fl.  Og… verkalýðsfélögin og Neytendasamtökin / Neytendastofa hata Bónus og Hagkaup samsteypuna mest!

Síðan ríður yfir holskefla ótíðinda frá umheiminum sem eru efnahagslegar hamfarir og Ísland verður eitt fyrst allra ríkja fyrir barðinu.  Þá snýst við dæmið og núna skríða undan steinum úrtölumenn og neikvæðissinnar og segja: “I tod you so!” (Ég sagði að þetta myndi gerast!).  T.d., Ástþór Magnússon fyrrverandi forsetaframbjóðandi segir í heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu nú um helgina að hann hafi sagt fyrir um þetta fyrir 13 árum síðan!! Flestir Vinstri Grænir og Femínistarnir segjast hafa séð þetta fyrir!! Fíflið hann Egill Helgason í “Silfri Egils” leitar nú logandi ljósi að einhverjum til að hengja.  Og halda ekki vatni yfir gleði og tillhlökkun yfir því hvernig fór. 

Hvað ef holskeflan efnahagslega hefði ekki riðið yfir?  Þá væri allt í himna lagi og “business as usual”.  Og enginn segði neitt nema e.t.v.: “Áfram útrás, áfram útrás!”

“Army of evil forces can only get victory in battle when good men stand by and do nothing.” Þessi orð eiga við forsvarsmenn íslenska ríkisins þegar þeir standa hjá aðgerðarlausir þegar forsætisráðhenna Stóra Bretlands, aðalmiðstöðvar fjármálaflæðis hins vestræna heims, kemur stærsta fyrirtæki Íslands, Kaupþingi á hausinn, með alhæfingum um að Ísland allt sé það sem kom fyrir hjá Landsbankanum einum í Bretlandi.  Þarna standa þessir aumingjar, forsætisráðhennann, utanríkisráðherrann, fjármálaráðherrann og mótmæla ekki umsvifalaust með þeim hætti sem hægt er, hjá Nató og Evrópubandalaginu.  Þarna voru Bretar að hefna sín, sætum hefndum, eftir ófarirnar í Þorskastríðunum á áttunda áratug síðustu aldar.  Við skulum ekki gleyma því að það voru þessir andskotar sem gerðu hernaðarinnrás inn í Ísland 10. maí, 1940 og tóku Ísland hernámi, nákvæmlega eins og Nazistar Þýskalands gerðu t.d., við Noreg og allir eru sammála um að hefði verið hinn versti glæpur.

Fyrirgefið mér tilvist mína og skoðanir.

Kveðja, Björn bóndi.


mbl.is Ást á milljarðamæringum kulnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensku fánalögin hindrun í notkun íslenska þjóðfánans?

Ég er ekki sérfræðingur í fánalögunum, en hinsvegar finnst mér þessi fallegi þjóðfáni okkar allt of lítið notaður.  Samanborið við Dani, Norðmenn og Svía þá er eins og við Íslendingar séum að fela fánann eða skömmumst okkar fyrir hann.  Hví ekki að flagga daglega eða a.m.k., um helgar þ.e., bæði laugardaga og sunnudaga?  

Spyr sá sem ekki veit.  Veit nokkur ástæðuna fyrir þessari tregðu?

Getur verið eitthvað í fánalögunum sem hindrar almenning og stofnanir í að flagga þegar því líður þannig?  Hvað með opinberar stofnanir, sundstaði, íþróttahús o.fl., o.fl.  Það væri gaman að taka upp þennan fallega sið að flagga sem mest, flesta daga ársins, þessum fallega þjóðfána.

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com   

Kær kveðja, Björn bóndiïJð        


mbl.is Eimskip flaggar íslenska fánanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara strax að íhuga hvort eigi e.t.v., að taka á málinu einhverntíma í náinni framtíð ef við megum vera að því.

Það þarf að stefna þeim strax, á meðan málið er í hámæli, umtalsins vegna.

Kv., Björn bóndi.


mbl.is Ríkið íhugar að fara í mál vegna Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill Helgason er með

Dónaskapur, frammígrípingar, aðdróttanir, uppspuni og oft heilber lygi.  Spyrjandi í sífellu meiðandi spurninga og leyfa viðmælanda ekki að svara nema rétt nokkur orð í fyrstu setningu, þá er gripið frammí með viðbótar aðdróttunum.

Ég ætlaði að fá að fylgjast með þættinum og því sem Jóhanna Sigurðardóttir og ÞÁ SÉRSTAKLEGA JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON hefðu til málanna að leggja, og hlusta á útskýringar þeirra á stöðunni.  Jú ég fékk að hlusta á Jóhönnu, en ekki Jón Ásgeir - Á MÁLA HJÁ HVERJUM VAR EGILL HELGASON ÞARNA?

Þegar Jón Ásgeri reyndi að útskýra á einföldu mannamáli, sem alþýðan skilur, hvernig allt er í pottinn búið, þá trylltist Egill Helgason og Jón Ásgeir fékk einfaldlega ekki að komast að....... Og nú er Egill Helgason steinhissa að hvorugur Björgólfanna vill koma til "viðtilas" við Egil Helgason, né hinir athafnamennirnir sem í dag eru uppnefndir "auðkýfingarnir" sem nú á að vera í niðrandi merkingu, sem hann taldi upp.

Hver vill láta koma svona fram við sig í beinni útsendingu?  Sama hvort um er að ræða við Helga Seljan í Kastljósi eða Egil Helgason í Silfri Egils. 

Ég settist í hádeginu fyrir framan skjáinn nákvæmlega kl 12:30 til að fylgjast með þættinum af áhuga.  Viðtalið við Jóhönnu og bankamanninn voru ágæt, þau fengu að tjá sig.  En þegar kom að Jóni Ásgeiri, þá kvað við annan tón, Jón Ásgeri komst ekkert að, hvorki til að útskýra sinn málstað né til að svara þessum aðdróttunum. --- Það var enginn annar viðmælandi til að taka tímann!!!  Þetta varð einræða Egils Helgasonar, þáttinn í gegn!!  Eintómar aðdróttanir og ásakanir um glæpi - án nokkurs frekari rökstuðnings!

Það er spurning með RÚV - Sjónvarpið sem er í ríkiseigu skuli halda úti stöð með þáttum á borð við "Silfur Egils" og "Kastljós", þar sem aðalhátíðin í hverjum þætti er einhverskonar mannorðsmorð.  Þetta er forstjóra RÚV, Páli Magnússyni og yfirmanni hans, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra til háborinnar skammar og ættu þau að losa þjóðina við þennan ófögnuð.

Sem dæmi, þá er "Ísland í dag" þátturinn eftir fréttir á Stöð2 með spyrla sem virðast hafa kurteisina og háttvísina að leiðarljósi og er oft unun að fá að fylgjast með þeim þáttum og fá að hlusta á viðmælendur oft á tíðum.

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com   

Kær kveðja, Björn bóndiïJð        


mbl.is Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má ekki hika við að kæra Breta strax! > á meðan fólk man aðförina!!

 

Það er ekkert annað að gera en að lýsa því yfir í alþjóðafjölmiðlum  að undirbúningur um málaferli á hendur Breska ríkinu sé í fullum gangi, á meðan minni fóks er ennþá með þetta í huga.  Skammtímaminni fólks á svona umrótartímum er mjög, mjög stutt.

Síðan að kæra aðför breskra yfirvalda gegn Íslandi, svo og okkur Íslendingum og íslenskum fyrirtækum staðsettum í Bretlandi á forsendum "Hryuðjuverkalaga" og stimpla Íslendinga þannig sem hryðjuverkaþjóð, fyrir Öryggisráð SÞ sem og Alþjóðadómstólinn í Haag. 

Ég held að umræður þar myndu hrista upp í þessum aumingjum.  Þá stæðu þeir með buxurnar á hælunum, kúkinn í nærunum og þá skini í berann bossann á þeim (þ.e., Brown)!  Kenna þeim aðnota ekki tímabundna erfiða fjármála- og efnahagsaðstöðu Íslendinga sér til pólitísks framdráttar.

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com   

Kær kveðja, Björn bóndiïJð


mbl.is Stefnt á fund með Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að flytja frídagana er góð - en gömul hugmynd.

Ef ég man það rétt, þá strandaði þetta áður fyrr í undirbúningsnefndum, annaðhvort á ríkiskirkjunni eða verkalýðsfélögunum.  1. maí er jú trúarbragðahátíðisdagur kommúnista og annarra rauðra vinstrisina o.s.frv.

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com    Kær kveðja, Björn bóndiïJð        

 


mbl.is Lagt til að frídagar verði fluttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En, hvar er vara ódýrust? - Það er málið!!

Hvort eitthvað hafi hækkað um svo og svo í % prósentum segir enga sögu.  Hvar er varan ódýrust eftir hækkun, um það snýst málið - þið blaðamenn Morgunblaðsins sem ekkert vitið í ykkar haus!!  Við borðum ekki prósendur % og því er þessi ekkifrétt merkingarlaus.

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com    Kær kveðja, Björn bóndiïJð        

 


mbl.is Verð hækkaði mest í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni talar enskuna með skoskum hreim.

Árni lærði sín fræði í háskóla í Skotlandi og talar því enskuna með skoskum hreim.  Það útskýrir að Enski fjármálaráðherrann vildi ekki skilja Árna.  Þegar Skoti talar ensku, er það eins og fyrir Íslendinga að heyra Íslensku talaða af Dana sem er búinn að vera búsettur hér í 20 ár.

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com    Kær kveðja, Björn bóndiïJð        

 


mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er sjálfstýring á meðan er verið að varalita sig í akstri?

Eða er skilyrði að þær séu með andlitsslæður, svo þær þurfi ekki að vera að varalita sig á meðan á akstri stendur?

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com    Kær kveðja, Björn bóndiïJð        

 


mbl.is Bifreið sem er sérhönnuð fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband