20.8.2008 | 14:55
Besta kjötsúpan við hringveginn - farin. >>> Mikill söknuður.
Ég ók oft hringveginn og eftir að hafa reynt kjötsúpur (mitt uppáhald) á nokkrum stöðum þar sem þær voru fáanlegar, þá var alltaf öruggt að kjötsúpan á Brú var aldrei annað hvort brimsölt eða ofsöltuð, eins og á öðrum stöðum. Kjötsúpan á Brú var einnig með kjötið moðsoðið í súpunni, þannig að hún var ætíð þykk og fór einstaklega vel í maga. Svo fylgdu tvær sneiðar af fretara og smjör með - það var gott.
Kær kveðja, Björn bóndiïJð
![]() |
Brúarskáli í Hrútafirði rifinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2008 | 19:17
Varðveislutími "lyfja" eða "lyfjaneyslu" ??
Er ekki munur á "varðveislu (geymsluþoli)) lyfja" og "varðveislu upplýsinga um lyfjaneyslu"??
Á hvaða geymsluþoli lyfja var blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina?
Kæk kveðja, Björn bóndi
![]() |
Lög um varðveislutíma lyfja ekki á réttum forsendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2008 | 16:45
Hreinsa Ísland af Könum og Rússum til að forða innrás.
Bandaríkjamenn haf gert þetta, Bretar hafa gert þetta, Sovétmenn gerðu þetta, Rússar hafa gert þetta og eru núna að gera þetta, að gera innrás inn í sjálfstæð lönd "til að vernda (hagsmuni) ríksborgara landa sinna, sem eru staddir í viðkomandi landi".
Ráðast Pólverjar inn í Ísland til að vernda pólska ríkisborgara sem starfa hér? (Sagt í gríni - en öllu gríni fylgir alvara).
Kær kveðja, Björn bóndi J
![]() |
Rök Rússa sömu og Hitlers" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.8.2008 | 18:01
Grúsía > Georgía ?
Hvenær var nafni Grúsíu (á mörkum A-Evrópu og SV-Asíu við eða á Kákasussvæðinu) breytt yfir í Georgíu á íslensku? Veit nokkur??
Fróðir menn (karlar og konur) Veit nokkur svar við þessu?? Spyr sá sem ekkert veit!!!
Kær kveðja, Björn bóndi J
![]() |
Reynt að stuðla að friði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
7.8.2008 | 17:01
Ekki trufla óvin þinn þegar hann er að gera mistök!
Hversvegna fer Ólafur F borgarstjóri svona í taugarnar á andstæðingum sínum??
Napóleon Bónaparte hershöfðingi og síðar keisari skrifaði eitt sinn: "Ekki trufla óvin þinn þegar hann er að gera mistök."
Hamagangurinn og hávaðinn í andstæðingum Ólafs F borgarstjóra, illindin, upphrópanirnar og hatursáróðurinn ásamt hótunum um málsókn o.s.frv., o.s.frv., sýnir okkur einfaldlega að Ólafur F er að gera eitthvað mjög rétt, sem andstæðingarnir sjá, þola svo ekki og öfunda hann útaf. Vilja koma í veg fyrir að hann framkvæmi það, svo það geri ekki veg núverandi borgarstjóra sem glæsilegastan, þannig að hanns verði minnst í lok kjörtímabils, sem frækilegs stjórnmálamanns, hugrakks manns sem þorir að taka ákvarðanir, sama hvað aðrir segja. Fylgir eigin hugsjónum og skoðunum. - Svona til tilbreytinga frá öðrum stjórnmálamönnum.
Ég sjálfur er ekki skoðanabróðir Ólafs F borgarstjóra, en þegar ég sé hugrakkan stjórnmálamann og heiðarlegan, þá vil ég sýna honum fulla virðingu.
Kær kveðja, Björn bóndi Kær kveðja, Björn bóndiïJð<
![]() |
Skipt um fulltrúa í skipulagsráði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.8.2008 | 10:14
Hraðbáturinn fór hratt yfir!
Helga sagði að hraðbáturinn sem hún var í hafi farið mjög hratt yfir og það hefði verið óþægilegt.
Til hvers ætlast hún af hraðbát?
Kær kveðja, Björn bóndi ïJð
![]() |
Farþegar fengu ekki björgunarvesti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Engar nauðganir tilkynntar í Vestmannaeyjum. Þeir þurfa að gera betur næst. Hvernig væri að endurnýja Þórsmerkurlagið: "Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér, María María, síðan ætl'ég að sofa hjá þér, María María,........"
Kær kveðja, Björn bóndi ïJð<
![]() |
Kjálkabrotinn í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.8.2008 | 16:34
Bandaríkjamenn ruglaðir sauðir.
Eftir 2 kjörtímabil G.W.Bush virðast ríkisborgarar BNA ekki hafa lært neitt. Nú er helmingur kosningabærra manna tilbúinn að kjósa sem eftirmann G.W.Bush, John McCain sem hefur lýst sig reiðubúinn að taka upp gunnfána Bush stjórnarinnar og halda brjálæðinu áfram, Ísraelskum og Bandarískum Zíonistum til mikillar ánægju.
Bandaríkjamenn sem þjóð, er ákaflega óábyrg og mynnir mig á sauðféð í skáldsögu Geors Orwell "Animal Farm" (Dýragarðurinn) þar sem kindurnar jörmuðu slagorðin sem svínin (nýju húsbændurnir) höfðu kennt þeim. ("Four legs are good, two legs are bad").
Kveðja, LMN=
![]() |
Mega haldleggja fartölvur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.8.2008 | 15:58
Bandaríkjamenn eru sauðfé Georgs Orwells (í Animal Farm).
Eftir 2 kjörtímabil G.W.Bush virðast ríkisborgarar BNA ekki hafa lært neitt. Nú er helmingur kosningabærra manna tilbúinn að kjósa sem eftirmann G.W.Bush, John McCain sem hefur lýst sig reiðubúinn að taka upp gunnfána Bush stjórnarinnar og halda brjálæðinu áfram, Ísraelskum og Bandarískum Zíonistum til mikillar ánægju.
Bandaríkjamenn sem þjóð, er ákaflega óábyrg og mynnir mig á sauðféð í skáldsögu Geors Orwell "Animal Farm" (Dýragarðurinn) þar sem kindurnar jörmuðu slagorðin sem svínin (nýju húsbændurnir) höfðu kennt þeim. ("Four legs are good, two legs are bad").
Kveðja, LMN=
![]() |
Frambjóðendur hnífjafnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2008 | 17:58
Íslendingar afkomendur írskra þræla - heimtum bætur!!
Normenn sem fluttu sig frá Noregi til Íslands (sbr., Ingólfur Arnarson og Hjörleifur fóstbróðir hans og síðar fleiri í kjölfarið) komu við á Írlandi og tóku sér þar þræla, mestmegnis konur. Talið er af vísindamönnum að um 33% til 35% af blóði Íslendinga sé keltnenskt (írskt).
Hvort förum við í mál við hinn norsk-/íslenska Geir H. Haarde eða norska ríkið með olíuauð sinn og heimtum bætur! Ef svertingjarnir í BNA geta það mörgum árum eftir dauða þrælanna, forfeðra sinna, þá getum við Íslendingar gert það.
Kveðja, Björn bóndi ïJð<
![]() |
Obama andvígur greiðslu bóta vegna þrælahalds |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)