16.10.2008 | 11:32
Íslensku fánalögin hindrun í notkun íslenska þjóðfánans?
Ég er ekki sérfræðingur í fánalögunum, en hinsvegar finnst mér þessi fallegi þjóðfáni okkar allt of lítið notaður. Samanborið við Dani, Norðmenn og Svía þá er eins og við Íslendingar séum að fela fánann eða skömmumst okkar fyrir hann. Hví ekki að flagga daglega eða a.m.k., um helgar þ.e., bæði laugardaga og sunnudaga?
Spyr sá sem ekki veit. Veit nokkur ástæðuna fyrir þessari tregðu?
Getur verið eitthvað í fánalögunum sem hindrar almenning og stofnanir í að flagga þegar því líður þannig? Hvað með opinberar stofnanir, sundstaði, íþróttahús o.fl., o.fl. Það væri gaman að taka upp þennan fallega sið að flagga sem mest, flesta daga ársins, þessum fallega þjóðfána.
Munið frjálsu bloggsíðuna; http://blekpennar.comKær kveðja, Björn bóndiïJð
Eimskip flaggar íslenska fánanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki þekki eg fánalögin. Það hanga jú fánar við mörg hótel alla daga ársins?????
Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:16
Nei, Björn minn, það er ekkert sem bannar þér að flagga á hverjum degi og ekkert sem gæti komið í veg fyrir að við sýndum fánanum okkar sömu ást og virðingu og nágrannaþjóðir okkar. Skotar eru t.a.m. líka mjög duglegir að flagga þjóðfánanum sínum.
Sjálfur er ég með fánastöng í mínum garði og hef fyrir sið að flagga alltaf á sunnudögum, svo famarlega sem ég er heima, auk lögboðinna fánadaga. Það geri ég bara vegna þess að ég er fullur föðurlandsástar og stoltur af landi mínu og þjóð.
Auðvitað fer ég eftir fánalögum, sem mæla fyrir um að fáni skuli ekki blakta lengur en til sólarlags o.sv.fr. Tel ég það engan veginn eftir mér og tel enda sjálfsagt að einhverjar reglur gildi um meðferð slíks tákns sem fáninn okkar er. Þær eru ekki svo flóknar.
Emil Örn Kristjánsson, 16.10.2008 kl. 14:04
Emil Örn; Þetta var gott að heyra! Það ætti að hvetja flestar stofnanir sem og einstaklinga að flagga við minnstu tækifæri. Þakk góða og jákvæða ábendingu.
Munið frjálsu bloggsíðuna; http://blekpennar.com Kær kveðja, Björn bóndiïJðSigurbjörn Friðriksson, 16.10.2008 kl. 18:22
Það hafði verið gott að flagga svolítið oftar á þessum dapurlegu tímum.
Heidi Strand, 19.10.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.