Dæmið hann samt! Hann er jú karlmaður!

Nú verður allt vitlaust, femínistarnir munu krefjast aftöku án dóms og laga eins og fyrri daginn.

"Hann er karlmaður. Sama hvort hann gerði þetta eða ekki.  Hann hefði gert þetta ef hann hefði fengið tækifæri til þess." 

Kveðja,

Björn bóndi.

 


mbl.is Sýknaður af ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þótt menn eru ekki dæmdir, að þá þýðir það ekki að þeir séu saklausir."

Jú, víst. 

123 (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 21:14

2 identicon

Einar: Það einfaldlega skiptir engu máli. Er það hlutverk almenninegs að dæma þennan mann vegna þess að dómsstólar komust að annari niðurstöðu?

Það sem hann er að benda á er að nánast undantekningalaust er gagnrýnt það þegar menn eru sýknaðir í kynferðisbrotamálum, þar eru feministar mest áberandi. Þeir hafa það viðhorf að maðurinn þurfi að sanna sakleysi sitt en ekki að það þurfi að sanna sekt eins og gengur og gerist í okkar réttarkerfi.

Að saklausir menn séu sakaðir um kynferðisafbrot er langt frá því að vera sjaldgæft, en vandamálið er einmitt það að feministar og meirihluti almennings virðast telja það stjarnfræðilega ólíklegt. Það er eðlilegt að gera miklar kröfur til sönnunargagna í svona alvarlegum málum en ekki bara dæma um leið og grátandi stúlka bendir fingrinum.

Geiri (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 21:23

3 identicon

Mikið verð ég að vera sammála ykkur hérna. Um leið og ég sá þessa frétt fyrr í dag sá ég alveg fyrir mér her af feministum að ofsækja greiið SAKLAUSA manninn.

Vælið yfir refsingum, það finnst mér í fínu lagi og mætti alveg auka þær verulega í sumum tilfellum. En mér finnst það jaðra við algjört hugsunarleysi að væla yfir því að fólk er fundið saklaust. Ef þú veist svona svakalega vel að maðurinn er sekur, ÞÁ ÆTTIR ÞÚ AÐ VERA Í VITNASTÚKUNNI AÐ HJÁLPA TIL VIÐ AÐ SAKFELLA HANN!

Það er auðvitað tvíeggjað sverð að það þurfi að sýna fram á sekt með óhyggjandi máta. Það veldur því að orð á móti orði er oftast einfaldlega ekki nóg. En á móti kemur að það verndar okkur líka, það getur ekki hver sem er borið á okkur sakir sem við könnumst ekkert við.

Í þessu máli er augljóslega misræmi á milli framburða vitna og þau þar af leiðandi talin ótrúverðug og eftir stendur málsburður stúlkunar sem virðist einnig vera götóttur, hvað er þá eftir? Engin haldbær sönnunargögn. Eigum við samt að krossfesta hann?

Saklaus uns sekt er SÖNNUÐ.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 21:42

4 identicon

"Þetta réttarkerfi hérna á Íslandi er vægast sagt athyglisvert."


Rétt er það, ég sagði aldrei að það væri fullkomið.

"Menn dæmdir í fangelsi fyrir að stela sér til matar en svona kónar eru sýknaðir."

Ég sé ekkert að því að menn fái dóma fyrir að stela, eða jafnvel sendir í fangelsi (fer þó eftir alvarleika málsins). En eins og í öllum öðrum málum þá þarf að sanna sekt. Yfirleitt eru þetta frekar einföld mál þegar menn eru böstaðir við þjófnað. En ímyndaðu þér hversu erfitt það væri að fá dóm yfir manni fyrir að hafa stolið úr matvöruverslun fyrir mörgum árum eingöngu með vitnisburð að vopni.  Finnst þér að það eigi að vera auðveldara að fá dóm eftir því hversu alvarlegt meinta afbrot var?

"Ætli stúlkan hafi verið að kæra manninn sér til skemtunar? Hún hefur kannski ekki haft neitt betra að gera?"

Eða í öðrum orðum, það á að dæma sjálfkrafa vegna þess að þér finnst það ólíklegt að einhver fari að kæra af ástæðulausu?

Veistu ég get alveg tekið undir það að mjög líklega er hann sekur, en sem betur fer eru menn ekki dæmdir í fangelsi svo auðveldlega að tilfinning dómarans sé nóg.

Geiri (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 21:44

5 identicon

Einar: "Mér sýnist nú á framburði allra að maðurinn braut gegn barninu" sagðir þú í athugasemd nr 1 og í nr 10 segir þú "Voðalega er verið að mistúlka orð mín". Ég kæri mig ekkert um að mistúlka orð þín, en ég held að það geti varla verið að þú hafir lesið dóminn ( http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200800035&Domur=5&type=1&Serial=1&Words=) áður en þú skrifaðir nr. 1. Þar eru allir vitnisburðir raktir og þar stangast hvað á annars horn í framburði vitna og meints brotaþola. Á þeim grundvelli er sýknað eins og eðlilegt verður að teljast. Það verður að sanna að afbrot hafi átt sér stað, en því er ekki að heilsa hér. Ég vona að þú teljir mig ekki vera að mistúlka orð þín.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 22:54

6 identicon

skjóta hann bara fæ ógeð að heyra að svona vibbar komist upp með svona

Gugga (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 23:00

7 identicon

Gugga: Það á frekar að skjóta fólk sem krefst dauðadóms yfir þeim sem eru saklausir.

 Eða kannski bara skjóta engann, held að það sé best.

Geiri (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 10:00

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Gugga!!

Þeir í suðurríkjum Bandaríkjanna eru sammála þér að vissu leiti.  Þar var það svo, að ef negri var ákærður í rétti fyrir að hafa stolið peningum eða mat, nauðgað eða flautað á eftir hvítri stúlku, eða bara horft á eftir henni, en fundinn saklaus, þá var hann hengdur eða settur í rafmagnsstólinn til vara, bara til að vera viss um að hann kæmist ekki upp með þetta.

Hjá þér er sá ákærði karlmaður og fundinn saklaus, þá bara skjóta hann til vara, til að vera viss um að hann kæmist ekki upp með þetta.  Var það Jenný Anna sem kenndi þér stafrófið?

Kveðja,

Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 23.6.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband