Með illu skal illt út reka - án lyfja.

´  

Systir mín, dagreykingamanneskja (2-3 pk á dag) kunni ráð við þessari minningu um "Marlborough ilminn".  Áður en hún hætti að reykja endanlega, safnaði hún saman sígarettustubbunum sem hún hafði drepið í í nokkra daga og setti í glekrukku með loftþéttu loki. (Að horfa á glerkrukkuna var eins og að horfa ofaní öskubakka eftir fjölmennt partí.)  Síðan rann stóra stundin upp, dagurinn sem átti að hætta að reykja.  Þá var sett vatn, t.d., 1/2 vatnsglas í stubbakrukkuna.  Síðan var, á hverjum morgni áður en tennurnar voru burstaðar, (því það var tími fyrstu morgunsígarettunnar) lokið tekið af krukkunni og þefað sterklega af ófögnuðinum.  Og aftur þegar komið var heim úr vinnunni.  Svona endurtekið alla daga vikunnar.  "Með illu skal illt út reka!"

Henni tókst þetta stelpunni!

Með kveðju,

Björn bóndi.

´


mbl.is Nikótínlyfið Champix: Sofna við stýrið og keyra út af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já, þetta var eitt af "gömlu" góðu ráðunum sem við notuðum á reykleysisnámskeiðunum hjá Krabbó í den! Þrælvirkar fyrir marga!

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.5.2008 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband