Ríkinu hefur aldrei verið treystandi í neinum málum, nema að klúðra þeim.

´

Eins og ég þekki persónulegatil ríkisrekstrar, þá hefur þeim sem sækjast eftir störfum hjá ríkinu, sérstaklega í yfirmannastöður, sama hvar er í ríkisgeiranum, tekist að verða dragbítar og hrokagikkir sem ekki þola neina gagnrýni, hvorki beina gagnrýni, né jákvæða, vel meinta og uppbyggilega gagnrýni.

Égmaneftir því, þegarég vann sem sendill hjáinnflutnings- og heildverslunarfyrirtæki, þá var ég sífellt á þönum til hinna og þessa yfirmanna ríkisstofnana með gjafir, stundum jólagjafir, stundum bara reglubundnar gjafir í form vöru og stundum peninga í umslagi.  Stundum var starfsmaður frá gamla Verðlagseftirlitinu til að sækja árlegu jólagjöfina handa starfsfólkinu, svo dæmi sé tekið.  Ríkisstarfsmenn telja sig svo örugga með sitt, að þeir geta gert eins og þeim sýnist. Ég tala nú ekki um, þegar upplýsingar voru látnar leka, varðandi útboð/tilboð.

Ég held að einkarekstur (ekki endilega einkavæðing) ásjúkrastofnunum bjóði uppá meira aðhald, þar sem einkareksturinn þarf og verður að sýna meiri þjónustulund og trúnað, þ.e.a.s., að standa sig betur í stykkinu en keppinauturinn, þegarkemur til næsta útboðs.

Kær kveðja,

Björn bóndi.

´


mbl.is Bannað að miðla upplýsingum um sjúkling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég ætlaði nú bara að læðast inn og þakka þér samstöðuna Björn minn, bóndi, en mikið rosalega get ég tekið undir orð þín hér að ofan. Algerlega hverju orði sannara!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.5.2008 kl. 04:19

2 Smámynd: Halla Rut

Heyrðu góði

Ég er búin að svara þér á mínu bloggi og bið þig um að mæta þangað án tafar. Þú ert að rakka niður mitt motto og mér er mikið niðri fyrir þar sem ég er mikil prisipmanneskja og trúi meira en allt á frelsi og þar er með talið ritfrelsi. úffff. 

Halla Rut , 24.5.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Halla Rut

Og. sammála þér hér að ofan en maður þorir varla að segja það svo hjartnæmt er þetta sjúkrahúsamál fyrir fólki. Vandræðagangurinn og óskipulagið í heilbrigðisgeiranum er með ólíkindum sama hvar er litið. Peningaaustur í öllum hornum.

Halla Rut , 24.5.2008 kl. 11:23

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Helga Guðrún. Ég hef fylgst dálítið með pistlunum þínum og umræðunum sem spinnast út af þeim.  Einstaklega skemmtilegir og opnir, og laða að mestu skemmtilega bloggara til að tjá sig..  Þú heyrir vonandi oftar frá mér, mér líkar best hjá skemmtilegu fólki.  Líkur sækir líkan heim kannski?  - Ég meinti ekki í útliti, sko.

Halla Rut.  Já góða .  Ég var að koma heim efir annasamann dag og var þess vegna rétt að komast á netið núna.  Nú skal ég skammast mín og mæta á bloggið þitt án frekari tafa.

Kær kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 24.5.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband