8.7.2008 | 14:16
Mannskemmandi hræðsluáróður.
"Tófú tengt við elliglöp." Svona hræðslufréttir hafa dunið yfir sauðsvartan almúgann frá því ég fyrst fór að lesa dagblöðin fyrir mörgum árum síðan (u.þ.b. 50 árum). Heimsendaspár á framsíðum dagblaðanna, mjólk væri hættuleg fyrir hjartað og kransæðarnar, rjómi dauðans matur og allar mjólkurafurðir stórhættulegar - til nokkurra ára. Þá, þegar íslenskir vísindamenn fundu það út að mjólk og mjólkurafurðir væri hinn besti mannamatur fyrir fólk á öllum aldri. Háir hælar orsökuðu hryggskekkju. Húla-hopp hringir orsökuðu hryggvöðvaskemmdir. Sólböð voru góð, og sóllampar keyptir í barnaskóla til að nota á börnin. Nú er sólin stórhættuleg og banna á unglingum að fara í sóllampa nema í fylgd með fullorðnum. Hafa blaðamenn ekkert betra að gera?
Það eina sem Donald Rumsfeld, fyrrum stríðsmálaráðherra BNA og fjöldamorðingi, hefur sagt af viti, var: "Hættum að lesa dagblöðin, (þá fréttum við ekkert af pyntingum á stríðsföngum)."
Kær kveðja,
Björn bóndi.
![]() |
Tófú tengt við elliglöp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Bros barns örvar ánægjustöð heila móður þess, svo taugaboðefnið dópamín losnar úr læðingi."
Þessi frétt er í rauninni stórfrétt, bara ef fólk gæti notfært sér hana. Það vantar meiri tilsögn í mannlegum samskiptum. Bros, kurteisisleg framkoma, tillitssemi o.s.frv., eru atriði sem geta örvað framleiðslu líkamans á dópamíni og endorfíni, sem kemur viðkomandi til að líða mun betur, viss róandi ánægjutilfinning hjá náunganum og svo hjá manni sjálfum.
Sérstaklega beini ég orðum mínum til fullorðinna, því börnin læra það sem haft er fyrir þeim. Það er vel þekkt hjá þeim sem hafa reynt það, að t.d., skokk, íþróttaiðkanir, sundlaugaferðir, heit böð, góðar gönguferðir, (líka að gera do-do (hittþúveist)), hlý atlot og að sýna væntumþykju, framkalla þessa sérstöku slakandi ánægjutilfinningu.
Ég veit ekki hvort hægt sé að ætlast til þess að þetta sé kennt í skólum, því ég er á þeim aldri að kennarar brostu ekki þegar ég gekk í skóla og framkoma þá var mest valdshroki (ég vona að þetta hafi breyttst). Veit einhver hvort "mannleg samskipti" séu kennslugrein í einhverjum skólum nú til dags? (Auðvitað þarf að kenna algebru, bragfræði og setningarfræði fyrst, það þarf að hafa forgangsröðunina rétta - eða þannig sko).
"Ef þú smælar framan í heiminn, smælar heimurinn framan í þig" (Megas).
Kær kveðja,
Björn bóndi.
![]() |
Barnsbros er vímugjafi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)