19.7.2008 | 15:26
Þarf að hækka verð á Hassi og Maríjúana.
Eina leiðin til að halda "seifingæsland" rumpulýðnum frá landinu. Þá kannski fara þeir þá til Hollands og mótmæla "Hlýnun Jarðar" og mannréttindabrotum í Afríku og Jamaíku þanað?
Kv. Björn bóndi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.7.2008 | 15:04
"Sölumennska" er ekki afgreiðslustörf eða kassaafgreiðsla.
Sölumennska er eitt, afgreiðsla er annað og kassadömu/setjípokastarf er hið þriðja.
1. "Kassa/setjípoka"-daman er í það fyrsta ekki til að taka við kvörtunum, né fá þig þið að kaupa meira, bara taka við peningum - skítt og lagó hvað þér finnst. 2. Afgreisðumaðurinn (kona/karl) á að taka við kvörtunum með auðmýkt en ákveðni og vera lipur og kurteis, helst brosgjarn (ekki glotta) og sýna mikla þjónustulund, því þá er allt fyrirgefið. 3. Sölumaðurinn (karl eða kona) á helst ekki að vera falleg(ur) miðað við fegurðarsamkeppni, því þeim er hættara á að lenda á kjaftatörn við viðskiptavin sem vill endilega komast í nánari kynni og kaupir þá ekki neitt. Söluaðillinn sem á að fá viðskiptavin til að kaupa vöru og helst fleiri vörur, þarf að hafa bros. Því meira heillandi og útgeislandi sem brosið er, sérstaklega ef það kemur einnig úr augunum, ég tala ekki nú um lipurð að auki, getur komið bjánanum mér til að kaupa nánast hvað sem er, og ég hænist að slíku starfsfólki og hef tilhneygingu til að koma aftur og leita viðkomandi sölumann uppi til að fá áframhaldandi góða þjónustu. Hver þekkir ekki það að nota alltaf sama rakarann eða bensínstöðina o.s.frv. (Sölumennska er ekki: "Að geta selt Eskimóa ísskáp", heldur að geta útvegað viðskiptavininum það sem hann/hún þarfnast og gera viðkomandi viðskiðtavin ánægðan.)
Sjáðu bara myndina af mér - ég er sölumaður. Sel hvað sem er, hvenær sem er. Svo er ég ekkert fallegur (bara pínu sætur).
Annars hef ég ekkert vit á þessu.
Með kærri kveðju, Björn bóndi.
![]() |
Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 14:09
Námskeið í masókisma?
Ég hef heyrt um hjón sem taka slíkt að sér fyrir ekki neitt!!!!
Kv. Björn bóndi.
![]() |
Án svefns í 36 stundir í æfingaskyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2008 | 13:56
Vér mótmælum mannréttindabrotum í Afríku og Jamaíka!!!
laugardaginn 19. júlí, 2008.
Hvers vegna á Íslandi !!?? Er hassið ódýrara hér??
Kveðja, Börn bóndi. J
![]() |
Mótmæli í Helguvík friðsamleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2008 | 13:17
Nú líkar mér við Bubba Mortens!!!
Loksins, íslenskur listamaður sem er ekki haldinn "náttúruverndar-" og niðurrifsræpu og segir það sem segja þarf!! Minn maður Bubbi!
Bubbi Mortens hætti í dópinu og er farinn aðhugsa skýrt. Þar mættu þessar mótmælendabullur taka hann sér til fyrirmyndar.
"En Björk er ekki í dópinu!!" segir þá einhver... En þá segir hinn: "Það er rétt, en hún er skyld pabba sínum niðurrifsmanninum og það er ólæknandi!!."
Kveðja, Björn bóndi.
![]() |
Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2008 | 11:17
Hvað er að þessu fólki? Hvað er að orðinu "negri"?
Þegar ég var í barna- og gagnfræðaskóla í gamladaga, þá var kennt að í Afríku voru: "Negrar", í Evrópu: "Eranar", í Asíu: "Mongólar, í Ameríku "Indíánar", í Ástralíu: "Ástralíu frumbyggjar", á Nýja-Sjálandi og mörgum Kyrrahafseyjum: "Maóríar", í Grænlandi og Kanada: "Eskimóar", á norður Skandinavíuskaganum er landsvæði sem heitir Lappland og þar voru: "Lappar" o.s.frv., o.s.frv.
Yfir svart fólk (í Afríku, Ástralíu og jafnvel hluta Indlands) voru stundum kallaðir "Svertingjar" og stundum "Blámenn". "Blámenn" aðallega í skáld- og ænintýrasögum. Nú eru þetta orðin skammaryrði að heita "Negri" og orðin sem hafa komið upp í staðinn eru óteljandi. "Eranar" má ekki segja lengur því neo-nazistar (nýnasistar) hafa eignað sér það orð að miklum hlut. "Mongólar" má nota ennþá, því Mongólía og Ytr-Mongólía eru til, en menn tipla á tánum við að nota "Mongóli. Heilkennið: "mongólismi" má ekki nota lengur (þykir skammaryrði?!?) og heitir nú "Downs heilkenni". "Indíánar" heita nú í Bandaríkjunum: "Original Americans" Veit ekki með Kanada og Suður- og Mið-Ameríku. "Eskimói" heitir nú "Inúíti" á Grænlandi en í Kanada kalla þeir sig sjálfir "Eskimóa" að sögn kunningja míns frá Kanada sem er Eskimói. "Ástralíu-frumbyggjar" heita í Ástralíu "Aboriginals", ég veit ekki um neitt feluorð fyrir þá. "Maórítar" ég veit ekki um þá notkun núna hvort þeir hafi feluorð. "Lappar" heita nú "Samar".
Í íþróttinni "ruðningi" (amerískur fótbolti) þá er á milli strákanna skammaryrði mikið sem heitir "girls". "Comon you girls, let's win the game!" (Jæja aumingjar, förum og vinnum leikinn).
Íslenskar Rauðsokkur fundu upp orðasamhengið "bara húsmóðir" (niðrandi mjög) og "eldhúsmella" (ennþá meira niðrandi). Nútíma Femínistar eru að gera nafnorðið "kona" að skammaryrði, og eru komnar vel á leið með það.
Kveðja, Björn bóndi.
![]() |
Jackson notaði N-orðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
17.7.2008 | 09:53
47 Afganskir borgarar myrtir af BNA mönnum - og hvað með það!?
Það er sorglegur fréttaflutningur hjá íslenskum fjölmiðlum svo og Reuters. Það er eins og að 47 börn, konur og karlar skipti litlu sem engu máli ef þeir eru myrtir hvort sem það er af Bandaríkjamönnum eins og í þessu tilfelli, eða ef tveir ísraelskir hermenn eru teknir til fanga í stríðsátökum, sem kostaði 3ja vikna árásarstyrjöld á Líbanon þar sem þúsundir barna og kvenna voru myrt af Ísraelsmönnum.
Í einu tilfelli voru 4 Ísraelar drepnir, þar af eitt barn af Arabískum stríðsmanni sem var afhentur í fangaskiptum í vikunni og það ætlaði allt um koll að keyra. Enginn hefur verið tekinn til ábyrgðar vegna fjöldamorðanna á þessum 47 Afgönum sem voru myrtir á einu bretti af BNA mönnum. Það er ekki einu sinni talið upp hve mörg börn og mæður þeirra voru í þeim hópi. - Skítt og lagó með karlpeninginn eins og endranær.
Kveðja, Björn bóndi.
![]() |
Átta afganskir borgarar létust í loftárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.7.2008 | 16:23
Meira látið með tvo Ísraela í fréttum en hundruðum Líbana.
Í annarri frétt og mörgum öðrum um hvort líkin tvö af Ísraelunum séu raunverulega af þessum tveim Ísraelsmönnum sem voru teknir til fanga af Líbönum og átylla Ísraelsmanna til að heyja árásarstyrjöld á Líbanon sem stóð yfir í 3 vikur og voru ljótur blettur á Ísraelsmenn eins og allir hinir ljótu blettitnir. Ekki var minnst á þessa tvöhundruð sem var skilað hvort þeir væru þeir réttu. Ekki er DNA rannsókn nema á Ísraelunum. Tugþúsundir Líbana fórust og ennþá eru börn í Líbanon að deyja við að finna "klasasperngjur" í felulíki leikfanga sem Ísraelsmenn dreyfðu úr flugvélum eru enn að springa í höndunum á börnunum sem finna sprengjurnar og telja þau vera leikföng.
Kveðja, Björn bóndi.
![]() |
Fagnað sem þjóðhetjum í Líbanon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2008 | 14:08
Breyttir stjórnarhættir í Rússíá??
".............er talið til marks um stjórnarhætti Dimitrís Medvedevs, forseta Rússlands, en hann er sagður vilja hlíta lögum í einu og öllu."
Ég hélt að Dimitrí Medvedev hinn nýi forseti Rússlands væri strengjabrúða Pútíns fyrrum forseta!? Að fara að hlíta lögum í Rússlandi? Það er nú eitthvað alveg nýtt!
Kveðja, Björn bóndi.
![]() |
Farið fram á að Khodorkovskí verði veitt reynslulausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 14:00
Nú fara femínasnarnir aftur af stað........
Þá má ekki birtast svona frátt, þá tryllast femínistarnir íslensku. Staðreyndin er sú að ef það má falbjóða sig (draga mann (karl eða konu) á tálar) en viðskiptavinurinn má ekki kaupa, en lætur e.t.v., tilleiðast samt, þá er opin leið fyrir óprúttið vændisfólk að stunda fjárkúgun í stórum stíl. Jafnvel, þótt sá "kúgaði" hafi ekki greitt fyrir greiðann, bara fengið drátt.
Við sjáum gott dæmi um stúlkuna sem kærði nauðgun um daginn, en vegna þess að kunningi hennar og hins meinta "nauðgara" hafði tekið myndir af samförunum, að í ljós kom að um falsa ákæru - að um meinsæri - var að ræða.
En hvað? Þarf hún, sú sem bar fram falsa ákæru, að standa fyrir máli sínu? Ekki hefur heyrst neitt frá því. Hvar er rannsóknarblaðamennskan núna?
Kveðja, Björn bóndi.
![]() |
Svíar herða aðgerðir gegn vændi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)