"Sölumennska" er ekki afgreiðslustörf eða kassaafgreiðsla.

Sölumennska er eitt, afgreiðsla er annað og kassadömu/setjípokastarf er hið þriðja.

1. "Kassa/setjípoka"-daman er í það fyrsta ekki til að taka við kvörtunum, né fá þig þið að kaupa meira, bara taka við peningum - skítt og lagó hvað þér finnst.  2. Afgreisðumaðurinn (kona/karl) á að taka við kvörtunum með auðmýkt en ákveðni og vera lipur og kurteis, helst brosgjarn (ekki glotta) og sýna mikla þjónustulund, því þá er allt fyrirgefið.  3. Sölumaðurinn (karl eða kona) á helst ekki að vera falleg(ur) miðað við fegurðarsamkeppni, því þeim er hættara á að lenda á kjaftatörn við viðskiptavin sem vill endilega komast í nánari kynni og kaupir þá ekki neitt.  Söluaðillinn sem á að fá viðskiptavin til að kaupa vöru og helst fleiri vörur, þarf að hafa bros.  Því meira heillandi og útgeislandi sem brosið er, sérstaklega ef það kemur einnig úr augunum, ég tala ekki nú um lipurð að auki, getur komið bjánanum mér til að kaupa nánast hvað sem er, og ég hænist að slíku starfsfólki og hef tilhneygingu til að koma aftur og leita viðkomandi sölumann uppi til að fá áframhaldandi góða þjónustu.  Hver þekkir ekki það að nota alltaf sama rakarann eða bensínstöðina o.s.frv.  (Sölumennska er ekki: "Að geta selt Eskimóa ísskáp", heldur að geta útvegað viðskiptavininum það sem hann/hún þarfnast og gera viðkomandi viðskiðtavin ánægðan.)

Sjáðu bara myndina af mér - ég er sölumaður.  Sel hvað sem er, hvenær sem er.  Svo er ég ekkert fallegur (bara pínu sætur). 

Annars hef ég ekkert vit á þessu.

Með kærri kveðju, Björn bóndi.


mbl.is Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband