27.1.2009 | 15:34
Álfheiður Ingadóttir VG skipuð Dómsmálaráðherra!!!
Þetta var einhver bjáni að senda mér í netpósti áðan. Ljótasti brandari ársins gengur nú fjöllunum hærra. Hefur fólk enga samúð með þjóðinni? Það er alveg óþarfi að valda fólki hjartaáfalli!!!
Kveðja, Björn bóndi
![]() |
Formlegar viðræður hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 10:35
Mótmælandi með kornabarn sitt bundið um sig að framan.
Það er allt gert til áróðursbragða. Í gærkveldi, í Kastljósinu voru sýndir mótmælendur sem voru að gera aðsúg við Stjórnarráðið. Þar var einn mótmælandi, karlmaður, með klút um andlitið og hafði hann kornabarn bundið um sig að framanverðu! með þar til gerðum "axlaböndum". Það hefði orðið ansi gott áróðursbragð um "ofbeldi lögreglunnar" ef þessum manni hefði tekist að fá lögreglumann til að stugga við sér: "Lögreglumaður ræðst á og sýnir föður með kornabarn í fanginu, ofbeldi ... o.s.frv." Það eru fleiri en Eva Norn og Helga Vala Helgadóttir fjölmiðlamaður sem otar afkvæmi sínu til áróðursbragða. Hver t.d., kom með 11 ára barn sitt í skíðagalla inná Alþingishúsgarðinn, til að geta síðan hrópað: "Ofbeldi Lögreglunnar á börnum" (það var Helga Vala fjölmiðlamaður og móðir handtekins mótmælanda (17 ára "stúlkubarns") sem hrópaði í viðtali við sjónvarpsfréttamann). Helga Vala skammaðist sín heldur ekki fyrir það að segja að: "Hún hefði alið dóttur sína upp við það hvernig ætti að mótmæla" í sjónvarpsviðtalinu. - Svei!
Kveðja, Björn bóndi
![]() |
Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.1.2009 | 17:19
Halló Kolbrún Halldórsdóttir!! Nú þykir mér týra!
Mér sýnist á myndinni að stúlkubörnin séu klædd í bleik föt og sveinbörnin í blá föt. Og það í Taívan. Það þarf eitthvað að gera í þessu á alþjóðavettvangi. Argasta kynjamismunun. Eða þannig sko.
Kveðja, Björn bóndi
![]() |
Hello Kitty spítali í Taívan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2009 | 09:55
Ekkert er svo slæmt að brennivín geri það ekki verra!
Það væri gott ef fjölmiðlar tækju að sér í sameiningu að hefja átak í forvörnum líkt og: "Mjólk er góð" að hamra á því að: "Brennivín og fíkniefni gera vont verra".
"Ekkert er svo slæmt að brennivín geri það ekki verra!"
Kær kveðja, Björn bóndi
![]() |
Kreppan gæti haft slæm áhrif á heilsuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.1.2009 | 11:11
Hver var launakostnaður Lögreglu við að komu upp um 20 lítra af Landa?
Hvað gengur að Lögreglunni? Í gær var frétt um "bruggverksmiðju" á Klapparstíg þar sem fannst ein tunna af gambra og "lítirræði" af fullunninni vöru!
Hver er munurinn á "bruggverksmiðju" og "heimabruggi" með hráefni frá Ámunni?
Hver er launakostnaður lögreglumannanna sem hafa staðið að þessarri viðamiklu rannsókn og stórkostlega árangri lögreglunnar í Landa uppgötvun?
Er ekki áfengisneysla lögleg? Er ekki heimabrugg til eigin notkunar löglegt? Þarf ekki að lækka áfengisverð í ÁTVR til að hamla við fíkniefnaneyslu sem er ódýrari en áfengiskaup nú til dags?
Kær kveðja, Björn bóndi
![]() |
Landaverksmiðju lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.1.2009 | 10:04
Þetta sama gerðist hjá Framsóknarflokknum!!!
Það geta fleiri en Framsóknarmenn talið atkvæði vitlaust eða komið atkvæðatalningunni vitlaust frá sér.
Kv, Björn bóndi
![]() |
Verðlaunuð fyrir mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 17:13
Sjálfsögð sjálfsbjargarviðsleitni.
"Neyðin kennir naktri konu að spinna" og "Blönkum þyrstum manni að brugga".
Áfengisverð er einfaldlega of hátt, það er aðeins verið að bjarga sér!
Kveðja, Björn bóndi
![]() |
Lokuðu bruggverksmiðju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.1.2009 | 21:11
Lausn fundin á árekstrum ræðumanna Austurvallar!!!!
Hide Park Speaker's Corner; Í Lundúnum, Englandi, (London U.K., svo tölvukynslóðin skilji) er stór almenningsgarður í miðri borginni. Í einu horni hans við Oxford Street er afgirt garðshorn, þar sem ríkir nánast algjört málfrelsi. Þar koma karlar og konur til að hlusta á hina og þessa ræðumenn sem eru með allskonar skoðanir á hinu og þessu. Þetta hefur viðgengst áratugum saman við góðan róm almennings Lundúnarborgar (London).
Þarna er lögreglan á vakt (óvopnaðir Bobby's ekki einu sinni með gas) til að sýnast, svo allt fari vel fram.
EN! Það má ekki hafa gjallarhorn! ("Hátalara" fyrir tölvukynslóðina). Tala bara eins hátt og ræðumenn vilja eða geta.
Ræðumenn koma með klappstóla til að standa á, eða sápukassa eins og Siggi gamli á kassanum og Hjálpræðisherinn sem prédikuðu á Lækjartorgi til forna, eða standa bara á jafnsléttu og tala.
Algjört málfrelsi (innan ramma Hryðjuverkalaganna illræmdu, svo og ekkert eggja-, ávaxta- eða annað skítkast leyft, engir líkamlegir pústrar, þá kemur löggan) og engar reglur um hve langt á að vera milli ræðumanna. Annars algjört friðsamt málfrelsi.
Þannig sting ég uppá að Austurvöllur verði gerður að slíkum vettvangi í framtíðinni. Þá geta Hörður Torfason, Ástþór Magnússon, Eva "Norn" Hauksdóttir, Haukur "Örverpið Nornarson" Evudóttir, Gylfi Magnússon dósent, Sólveig Tómasdóttir, Þorvaldur Gylfason prófessor, Stjórnleysingar, Anarkistar, Níhilistar, Klemenzsonbræður og fleiri allir talað samtímis í friði og spekt, hver á sínum sápukassa og þá sjáum við hversu marga áheyrendur hver hefur að jafnaði. Þannig verður hægt að gera vissa "skoðanakönnun" um fylgi hvers og eins o.s.frv.
Ég tek fram að Hyde Park Speaker's Corner er opið frá því snemma á morgnana langt fram yfir miðnætti alla 7 daga vikunnar allt árið um kring, vilji einhver tala, þ.e.a.s. Þetta ætti að vera einnig á Austurvelli Speaker's Corner.
Það að ekki eru leyfð gjallarhorn (hátalarar) gerir það að verkum að þessi ræðuhöld munu ekki trufla hið háa Alþingi Íslendinga við vinnu sína við að gera hin ýmsu mistök sín og vitleysur, né verður Steingrímur J. Sigfússon truflaður í að móðga aðra alþingismenn né Kolbrún Harðardóttir við að stjórna klæðalitum fólks frá vöggu til grafar eftir kynferði þeirra.
Kær kveðja, Björn bóndi
![]() |
Fjöldi manns á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.1.2009 | 17:52
Helstu forvarnarráð gegn smygli á áfengi og notkun á fíkniefnum og eiturlyfjum eru,,,,,!
Leggja niður Áfengisvarnarráð og lækka verð á löglegu áfengi.
Hversvegna eykst hérlend ólögleg innanlandsframleiðsla á LANDA, hassi og amfetamíni? Hversvegna eykst smygl á áfengi, hassi og öðrum fíkniefnum svo sem kókaíni, amfetamíni og fleiri, svo svo ekki sé talað um smygl á sterkari efnum (eiturlyfjum). Ópíum- og morfínskyld efni eru að sækja í sig veðrið. Og LANDINN selst nú sem aldrei fyrr!
Hversvegna? Vegna þess að ólöglega áfengið, vímuefnin og eiturefnin eru sannanlega ódýrari, miðað við vímuna sem fæst per kaupverð (krónutölu).
Svo eru menn að tala um forvarnir og Áfengisvarnarráð sem gerir ekkert annað en að óska eftir hækkunum á útsöluverði og hefta aðgengi á áfengi.
Áhrifaríkustu forvarnirnar væru að leggja niður Áfengisvarnarráð í núverandi mynd, auka framlag til meðferðastofnana og lækka verð á áfengi, sem er eini löglegi vímugjafinn.
En ennþá þorir enginn að taka á vandanum af hræðslu við Templara og aðrar "kerlingar" af báðum kynjum sem haga sér eins og Femínistar og VG varðandi kynferðismál þ.e., vændi og/eða nektardansstaði. BANNA! BANNA! BANNA!
Kær kveðja, Björn bóndi
![]() |
Stórfellt smygl með vörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2009 | 16:23
Ástþór "auli" Magnússon skemmir jafnt fyrir sínum skoðanabræðrum eins og Eva "norn" Hauksdóttir fyrir sínum.
Það væri flott hjónaband ef Eva "norn" Hauksdóttir og Ástþór "auli" Magnússon gengju í hjónaband. Þar væri uppvakið hjónaband Grýlu og Leppalúða og afkvæmin yrðu líklegast þau sömu, a.m.k., mjög álíka.
Kveðja, Björn bóndi
![]() |
Fundurinn ólöglegur? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)