Allir milliríkjasamningar endilega á ENSKU??

Venjulega þegar fyrirtæki frá sitthvoru ríki eru að semja, er oftast notað 3ja tungumálið til að fyrirbyggja yfirburði hins.  T.d., er oft notuð enska á milli ríkja sem nota ekki ensku að móðurmáli. 

Það er ekki sjálfsagt að Bretar hafi þá yfirburði eða öllu heldur forréttindi að geta notað sitt eigið móðurmál sem tungumál við samningagerðir við aðrar þjóðir með annað móðurmál. 

Við Íslendingar höfum alltaf verið undirlægjur við t.d., aðrar Norðurlandaþjóðir að nota þeirra tungumál, svo ekki sé minnst á dönsku við Dani. Nú skal því hætt vonandi. Hvaða tungumál nota t.d., Noregur og Svíþjóð á milli sín?  Eða Svíþjóð og Danmörk?  Varla dönsku einhliða!!!!! - svo ég taki dæmi til skoðunar og viðmiðunar.

Ef ekki er hægt að nota þriðja tungumálvið Breta, t.d. frönsku sem er mjög viðurkennt tungumál í alþjóðasamningum og diplómatískum samskiptum í svona flóknum samningum, þá er eina lausnin að hvor þjóðin fyrir sig noti eigið tungumál og allt heila klabbið sé þýtt yfir á hitt af löggiltum skjalaþýðendum sem kostar bæði tíma, peninga og fyrirhöfn. 

Þótt það þurfi að þýða úr frönsku yfir á bæði tungumálin og kostnaður af þýðingum því óhjákvæmilegur, þá er verið að forða okkur frá þessum yfirburðum Breta að geta notað sitt eigið tungumál einhliða, og hvað þá forna lagamálaensku eins og Þór Saari bendir réttilega á
Við verðum einfaldlega að vanda okkur við þessa samninga, það eru afkomendur okkar sem þurfa að standa við framkvæmd þeirra í framtíðinni.

Þegar Svavar Gestsson var viðskiptamálaráðherra á sínum tíma í hörmulegri vinstristjórn fyrir mörgum árum síðan, þá vildi hann leysa "heimabruggsvandamálið" með þvi að ÁTVR hefði einokunarsölu og dreifingu á perlu- og pressugeri til baksturs, til að hafa stjórn á heimabrugginu. Þessi maður er að leiða ICESAVE Samningana.

Kveðja, Björn bóndi Smile 

 


mbl.is Svavar fullkomlega vanhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Velkomin aftur til byggða Björn bóndi. Ég hélt að göngurnar yrðu ekki fyrr en í haust. En þú hefur ákveðið að taka fjallið snemma í ár og vera ekki með seinni skipunum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2009 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband