Aðgangur að sundlaugum ókeypis í Kreppunni??!!

Það yrði áreiðanlega fyrirbyggjandi heilsuátak fyrir andlegt, sálarlegt, líkamlegt og félagslegt ástand atvinnulaustra og fjölskyldur þeirra, ef aðgangur að sundlaugum sveitarfélaganna yrði hafður ókeypis og opnunartími lengdur þar sem hann er í styttra lagi, til að koma heilsuástandi heilu fjölskyldnanna í gott lag.  Sundlaugaheimsóknir hafa, svo sannað er, mjög heilsubætandi líkamleg, félagsleg og sálarleg áhrif á fólk í erfiðleikum og fjölskyldur þeirra. 

Þetta yrði einnig ódýrasta og einfaldasta aðgerð sem hægt er að koma á fyrir alla, því það þarf enga sérkunnáttu að fara í heitupottana og grunnulaugina.  Svo kemur hitt allt að sjálfu sér.

Kveðja, Björn bóndi.  Smile 


mbl.is Heitt vatn eykur heilbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég keypti mér sundkort í sundlaug Seltjarnarness og því var stolið af mér af World Class.  Ég fór í augnskanna sem tók myndir af augunum í mér, svo þegar ég ætla að nota kortið mitt.  Finnst ég ekki í kerfinu, ég kvartaði fyrir 2 vikum síðan en hef ekki ennþá fengið svar.  Þegar ég fór í sund um daginn með börnum mínum og þurfti ég að borga mig inn, ég sem átti inni 9 sundferðir   Ég ætla að kvarta á skrifstofu Seltjarnarness eftir helgina. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.2.2009 kl. 02:06

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Jóna vinkona, komdu sæl!  Því meiri ástæða að hafa bara opið fyrir alla ókeypis og hvetja sem flesta að fara því þetta er svo heilsusamlegt og myndi áreiðanlega minnka að sókn að rándýrum sjúkrastofnunum, ég tala nú ekki um þunglýndissjúklinga og þá sem eru félagslega einangraðir!

Kveðja, Björn bóndi

Sigurbjörn Friðriksson, 15.2.2009 kl. 02:17

3 Smámynd: Hannes

Mér finnst þetta vera góð hugmynd og gæti vel trúað því að það sem þetta kostar kæmi til baka í formi betri heilsu seinna meir.

Leiðinlegt með að kortinu hafi verið stolið af þér Jóna og sýnir það vel hvernig sumt fólk er innrætt.

Hannes, 15.2.2009 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband