19.1.2009 | 11:11
Hver var launakostnaður Lögreglu við að komu upp um 20 lítra af Landa?
Hvað gengur að Lögreglunni? Í gær var frétt um "bruggverksmiðju" á Klapparstíg þar sem fannst ein tunna af gambra og "lítirræði" af fullunninni vöru!
Hver er munurinn á "bruggverksmiðju" og "heimabruggi" með hráefni frá Ámunni?
Hver er launakostnaður lögreglumannanna sem hafa staðið að þessarri viðamiklu rannsókn og stórkostlega árangri lögreglunnar í Landa uppgötvun?
Er ekki áfengisneysla lögleg? Er ekki heimabrugg til eigin notkunar löglegt? Þarf ekki að lækka áfengisverð í ÁTVR til að hamla við fíkniefnaneyslu sem er ódýrari en áfengiskaup nú til dags?
Kær kveðja, Björn bóndi
![]() |
Landaverksmiðju lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Styrkjum sprotafyrirtækin
.
Hörður B Hjartarson, 19.1.2009 kl. 11:21
Svo er þetta andstyggileg árás á bændur.
Jóhannes Ragnarsson, 19.1.2009 kl. 11:33
Það er ekkert að gera á Íslandi, engin spilling og allt í sólblóma. Löggan þarf að finna sér eitthvað að gera.
Villi Asgeirsson, 19.1.2009 kl. 12:23
Nú þegar sökudólgarnir hafa verið gómaðir getur Hörður Torfa tekið það rólega á laugardaginn og leyft Shrek Stefánssyni
og Ruslagám jólasveini
að halda ræður fyrir hvorn annan á auðum Austurvelli.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 19.1.2009 kl. 19:23
Vér mótmælum öll!!! Heimilisiðnaður hefur alltaf verið í hávegum hafður hérna á Íslandi!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.1.2009 kl. 03:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.