40-50 stjórnleysingjar og atvinnu mótmælendur.

Það þarf að taka hart á þessu fólki strax, áður en þetta fólk fær að eyðileggja meira.  Hvað er gert við óknytta stráka sem brjóta rúður í strætisvagnaskýlum?  Þetta fólk telur sig geta skemmt "löglega" af því þau eru að "mótmæla" kerfinu.  Einnig því að fjölmiðlar standa í því að æsa þetta upp í þeim.  Hvar er sjónvarpsfréttakonan sem vildi hvetja til eggjakasts mótmælenda í lögregluna í vörubílamótmælendunum?  Þar var hún "óvart" í opinni útsendingu og því rekin.  Hvað þyrfti að reka marga fréttamenn í dag sem hafa bara ekki nást í?

Kveðja, Björn bóndi.   Smile 

 


mbl.is Rúður brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nonni

Björn bóndi tekur lyf til að geta haldið áfram að sofa. Hann hefur engann áhuga á að vakna, heldur vill hann frekar skrifa á blekpenna og úthúða útlendingum.

Nonni, 18.12.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Púkinn

Það eina sem svona aðgerðir leiða af sér er að þær gefa stjórnvöldum afsökun til að kalla mótmælendur "skríl" og taka ekkert mark á þeim.

Púkinn, 18.12.2008 kl. 11:36

3 identicon

Þarna var enginn stjórnlaus. Þetta var mjög rólegt og yfirvegað. Reyndar kenni ég mig sjálf við anarkisma eða stjórnvaldsleysi, en sú stefna á ekkert skylt við upplausn eða ringulreið eins og margir halda.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eru blindur Júlíus? Að brjóta gegn ótvíræðum vilja þjóðarinnar er brot gegn lýðræðinu og hrein fásinna að halda öðru fram.

"Atvinnu"mótmælendur Björn bóndi? Ekki minnist ég þess að hafa séð auglýsingu með fyrirsögn á borð við: "Mótmælandi óskast, góð laun í boði". En fyrst þú heldur því fram að slíkt starf sé til þá máttu gjarnan upplýsa hvar hægt sé að sækja um það, ég er nefninlega atvinnulaus... En fyrst þú þykist hafa efni á svona fullyrðingum, viltu þá ekki upplýsa okkur um það í leiðinni hver það er sem borgar launin fyrir þessi mótmæla"störf"? Er það kannski Jón Gerald Sullenberger? Ef svo er hvað er þá símanúmerið hjá honum?

P.S. Ég hef tekið þátt í mótmælaaðgerðumsjálfur, en er ég þá eki bara sjálkrafa "stjórnleysingi"? Hlýt ég kannski líka að tilheyra ungliðahreyfingu VG, burtséð frá því hversu illa það myndi samræmast hugmyndafræði einstaklingsfrelsis (anarkisma)? Hið sanna er að ég er þrítugur háskólamenntaður þriggja barna faðir, og var meira að segja í Flokknum alveg þangað til nýlega...

Guðmundur Ásgeirsson, 18.12.2008 kl. 12:36

5 identicon

Hvernig veistu að þetta séu atvinnumótmælendur og stjórnleysingjar? Fyrir hvern vinna þeir?

Arnar Már (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:37

6 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Eva segir: "Þarna var enginn stjórnlaus. Þetta var mjög rólegt og yfirvegað."

Það er semsagt ætlun skrílsins að skemma og eyðileggja. Þetta fólk, samkvæmt því sem Eva er að segja, fer á staðinn með það í huga að valda skemmdum. Það er í mínum huga ekki mótmæli heldur skipulögð skemmdarverk.

Aðalsteinn Baldursson, 18.12.2008 kl. 16:14

7 identicon

Mér finnst þetta vera miklar hetjur sem standa að þessum mótmælum og vil ég hvetja þau til enn frekari dáða.  Þau mættu alveg færa sig upp á skaftið og vera með fleiri og róttækari aðgerðir.  Fjárhagslegt tjón af þessum aðgerðum er mjög lítið, einhverjir þúsundkallar.  Ætli við séum ekki að borga allt að milljarð á viku í vexti af þeim lánum sem þurfti að taka vegna hrunsins.

<>Þau þurfa að passa sig að valda engum líkamlegum skaða, það gæti verið óheppilegt fyrir málstaðinn.   

Þetta eru hetjur Íslands.

Fannar (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 16:28

8 identicon

Takk Fannar :) Gott að fá smá pepp þegar mikill hluti íslendinga virðist enn sofa værum svefni og ekki gera sér neina grein fyrir alvöru málsins....sorglegt, en satt! Held að fleiri séu þó að vakna af þyrnirósar-blundinum...loksins!

Heiða (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband