12.10.2008 | 21:36
Egill Helgason er með
Dónaskapur, frammígrípingar, aðdróttanir, uppspuni og oft heilber lygi. Spyrjandi í sífellu meiðandi spurninga og leyfa viðmælanda ekki að svara nema rétt nokkur orð í fyrstu setningu, þá er gripið frammí með viðbótar aðdróttunum.
Ég ætlaði að fá að fylgjast með þættinum og því sem Jóhanna Sigurðardóttir og ÞÁ SÉRSTAKLEGA JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON hefðu til málanna að leggja, og hlusta á útskýringar þeirra á stöðunni. Jú ég fékk að hlusta á Jóhönnu, en ekki Jón Ásgeir - Á MÁLA HJÁ HVERJUM VAR EGILL HELGASON ÞARNA?
Þegar Jón Ásgeri reyndi að útskýra á einföldu mannamáli, sem alþýðan skilur, hvernig allt er í pottinn búið, þá trylltist Egill Helgason og Jón Ásgeir fékk einfaldlega ekki að komast að....... Og nú er Egill Helgason steinhissa að hvorugur Björgólfanna vill koma til "viðtilas" við Egil Helgason, né hinir athafnamennirnir sem í dag eru uppnefndir "auðkýfingarnir" sem nú á að vera í niðrandi merkingu, sem hann taldi upp.
Hver vill láta koma svona fram við sig í beinni útsendingu? Sama hvort um er að ræða við Helga Seljan í Kastljósi eða Egil Helgason í Silfri Egils.
Ég settist í hádeginu fyrir framan skjáinn nákvæmlega kl 12:30 til að fylgjast með þættinum af áhuga. Viðtalið við Jóhönnu og bankamanninn voru ágæt, þau fengu að tjá sig. En þegar kom að Jóni Ásgeiri, þá kvað við annan tón, Jón Ásgeri komst ekkert að, hvorki til að útskýra sinn málstað né til að svara þessum aðdróttunum. --- Það var enginn annar viðmælandi til að taka tímann!!! Þetta varð einræða Egils Helgasonar, þáttinn í gegn!! Eintómar aðdróttanir og ásakanir um glæpi - án nokkurs frekari rökstuðnings!
Það er spurning með RÚV - Sjónvarpið sem er í ríkiseigu skuli halda úti stöð með þáttum á borð við "Silfur Egils" og "Kastljós", þar sem aðalhátíðin í hverjum þætti er einhverskonar mannorðsmorð. Þetta er forstjóra RÚV, Páli Magnússyni og yfirmanni hans, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra til háborinnar skammar og ættu þau að losa þjóðina við þennan ófögnuð.
Sem dæmi, þá er "Ísland í dag" þátturinn eftir fréttir á Stöð2 með spyrla sem virðast hafa kurteisina og háttvísina að leiðarljósi og er oft unun að fá að fylgjast með þeim þáttum og fá að hlusta á viðmælendur oft á tíðum.
Munið frjálsu bloggsíðuna; http://blekpennar.comKær kveðja, Björn bóndiïJð
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála þér með frammíköllin, viðtalið var af allt öðrum toga en við hina tvo á undan. Samt sem áður var Egill að bera fram margar spurningar sem margir á Íslandi hafa velt fyrir sér. Það er samt alveg lágmark að leyfa mönnum að komast að, þótt menn séu "ekki sammála".
Garðar Valur Hallfreðsson, 12.10.2008 kl. 22:11
Egill spurði bara að því sem langflestir Íslendingar spyrja að núna. Gott hjá honum!
Anna (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:44
Anna; Það er rétt, hann var bara að spurja spurninga sem margir vildu spurja. - En, Anna. Heldur þú að langflestir Íslendingar hefðu ekki viljað fá að heyra svörin líka? Ha? Þessi sem ekki fékkst leyfi til að heyra fyrir frammígrípingum? Hvað segir þú um það Anna?
Kv., Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 12.10.2008 kl. 23:23
Jón Ásgeir slapp létt frá þessu
því hann þurfti ekki að útskýra neitt.
Hann fékk aldrei orðið.
Og þurfti ekkert að segja.
Þetta viðtal var draumasending fyrir auðkýfinginn.
MOJO (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:19
MOJO (IP-tala skráð); Rétt hjá þér! Segðu Agli frá þessu. Kannski var Egill að bjarga Jóni Ásgeiri á sinn lymskulega hátt?
Spurðu Egil !?
Kk, Bb.
Sigurbjörn Friðriksson, 13.10.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.