Sólböð, líkamsrækt, tannréttingar, hárgreiðsla, andlitsförðun, líkamsþvottur, tískuklæðnaður, snyrtimennska, mannrækt o.s.frv., allt eru þetta lýtaaðgerðir. Hvað er að lýtaaðgerðum?

Þegar ég var um þrítugt fékk ég svo slæma lófakreppu að ég gat ekki heilsað með handarbandi nema með þrem fingrun, vísifingri og löngutöng ásamt þumalputta.  Hinir voru krepptir inn í lófann.  Ég fór í lýtaaðgerð sem tókst vel.  Um 15 árum síðar kom þetta aftur og hálfu verra og nú á báðum höndum.  Aftur fór ég í lýtaaðgerð og er með báðar hendur sléttar og tiltölulega fínar.  Um fermingu hafði ég farið í tannréttingar (lýtaaðgerð á tönnum), því að ég var með skögultennur í efri góm og ég leit út eins og erfingi Drakúla greifa.  Ég stunda sund daglega og er því með ljómandi ljósbrúnan hörundslit sem margir virðast öfunda mig af.  Einnig er ég þess vegna þokkalega vel útlítandi líkamlega og er hraustur og heilsugóður sem er ómetanlegt.  Ég drakk of mikið brennivín á árum áður og fór í meðferð til að hætta þeim andskota.  Ég læt klippa hár mitt reglulega til að hafa fallega snyrt hár og greiði það nokkrum sinnum á dag.  Ég fór á námskeið í mannlegum samskiptum og einnig í framsögn til að bæta úr því sem þar var ábótavant.  Ég geng í snyrtilegum og hreinum fötum.  Fer með fötin í hreinsun þegar með þarf.  Mannasiðir, borðsiðir, almenn kurteisi og háttvísi eru í fyrirrúmi hjá mér og hef ég lagt mig fram um að læra slíkt þar sem það var hægt. Ég lít á allt þetta sem lýtaaðgerðir, ef ég hefði ekki gert í þessu, liti ég út eins og Femínasni í skítugum illa förnum karlmannsfötum.

Fyrirsætan Dita Von Teese er kona að mínu skapi.  Hún vill ekki líta út eða haga sér eins og Femínasni og lætur laga það sem hún sjálf á ekki auðvelt með að gera hjálparlaust.  Ef brjóstin hennar mættu líta betur út, lætur hún laga þau.  HVAÐ ER AÐ ÞVÍ??

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com    Kær kveðja, Björn bóndiïJð        

 


mbl.is Skammast sín ekki fyrir lýtaaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þú ert laaaaaaaangflottastur!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.10.2008 kl. 14:41

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hættttusssusssu!!!   Ég roðna bar og svo er ég feiminn!!!!  (Svo gleymdir þú að segja frá því hvað ég er sætur líka!!!!).

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com   

Kær kveðja, Björn bóndiïJðY –  

Sigurbjörn Friðriksson, 1.10.2008 kl. 16:32

3 Smámynd: Skattborgari

Það er nú allt í lagi að fara í lýtaaðgerð ef eitthvað er að. Það er bara allt of mikið af fólki sem heldur að það að fara í lýtaaðgerð lagi sálarlífið sem er rangt.

Kveðja Skattborgari,

Skattborgari, 1.10.2008 kl. 20:41

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þú ert laaaaaaangsætastur líka!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.10.2008 kl. 10:09

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Hvar finn ég svona líka fínan mann???? Er búin að leita lengi en finn bara gallagripi sem hafa ekki farið í lýtaaðgerðir.

Marta Gunnarsdóttir, 4.10.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Nú roðna ég alveg niðurí hársrætur.   

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com    Kær kveðja, Björn bóndiïJð        

Sigurbjörn Friðriksson, 5.10.2008 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband