13.9.2008 | 16:15
Vísindakirkjuna "alræmdu"?
Hvernig getur hið alræmda fréttablað "24 stundir" með sitt alræmda starfslið og sinn alræmda fréttastjóra og sinn alræmda ritstjóra svo ekki sé talað um sinn alræmda eiganda Morgunblaðið uppnefnt ein trúarbrögð eins og Vísindakirkjuna sem "alræmda"? Ég minnist þess ekki að hinn fráfallni biskup herra Sigurbjörn Einarsson hafi verið nefndur sem alræmdur biskup hinnar alræmdu íslensku ríksikirkju? Með hvaða rökum er Vísindakirkjan stimpluð sem"alræmd"?
Það er spurning hvort sömu hálfvitarnir sú notaðir á "24 stundum" sem frétta- og blaðamenn eins og eru notaðir á Mbl.is? Spyr sá er ekki veit.
Kær kveðja, Björn bóndi LN
Pink ný í Vísindakirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sennilega vegna þess að V*sindak*rkjan hermir eftir kr*stinni k*rkju og heimtar pening fyrir að segja fólki að lífið sé skítt og það þurfi að deyja til að hafa það gott, þú veist, þetta með táradalinn og allt það.
Magnús (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 16:48
Magnús (IP-tala skráð); Góður! Hehe.
Kær kveðja, Björn bóndiïJð
Sigurbjörn Friðriksson, 13.9.2008 kl. 17:10
Ég hélt að allt kirkjubatteríið, um allan heim, gengi fyrir peningum, hvaða nafni þær nefndust. Hér á landi borgum við öll rekstur kirkjunnar hvor sem við teljumst til hennar eða ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2008 kl. 19:15
Axel Jóhann; Það er rétt, nema ef þú ert skráður í annan trúflokk, þá er það lílegast eitthvað öðruvísi - en ég er ekki alveg vinn hvernig. Hinsvegar greiða þeir sem skrá sig trúlausa samskonar gjald til Háskóla Íslands - ef ég man rétt. Þetta er með fyrirvara að ég geti verið að fara eitthvað á skjön við sannleikann, en það er þá ekki gert af illkvittni.
Frjálsir bloggarar; Mér datt í hug að stigna upp á því við þá sem ofbýður ritskoðun á la Morgunblaðið, Sovíetríkin, Kúba, Kína o. fl., að við boðum fagnaðarerindið með kveðjum okkar, t.d., svona einhvernveginn;Kær kveðja, Björn bóndiïJðMunið bloggsíðuna; http://blekpennar.com
Sigurbjörn Friðriksson, 14.9.2008 kl. 17:08
Bara rétt að snarast hér inn til að knúsa Bóndann!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.9.2008 kl. 17:43
Helga Guðrún; Þú mátt sko knúsa mig eins mikið og þú vilt!
Frjálsir bloggarar; Mér datt í hug að stinga upp á því við þá sem ofbýður ritskoðun á borð við Morgunblaðið, Sovíetríkin, Kúbu, Kína o. fl., að við boðum “fagnaðarerindið” um frjálsa bloggsíðu, með kveðjum okkar; Kær kveðja, Björn bóndiïJð Munið bloggsíðuna; http://blekpenni.comSigurbjörn Friðriksson, 14.9.2008 kl. 18:31
Ég tek undir þetta með ritskoðun Mbl.
Það er kirkjugarðsgjald trúlausra sem rennur til Háskólans, ef ég man rétt. Laun presta eru greidd úr ríkissjóði. Ef einhver þarf á þjónustu presta að halda umfram þennan tæpa klukkutíma fyrir hádegi á sunnudögum þá þarf að borga sérstaklega fyrir hana. Borga góði, borga.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2008 kl. 12:43
www.blekpennar.com í fleirtölu.. hitt er ekki til :) xxx
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.9.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.