17.7.2008 | 09:53
47 Afganskir borgarar myrtir af BNA mönnum - og hvað með það!?
Það er sorglegur fréttaflutningur hjá íslenskum fjölmiðlum svo og Reuters. Það er eins og að 47 börn, konur og karlar skipti litlu sem engu máli ef þeir eru myrtir hvort sem það er af Bandaríkjamönnum eins og í þessu tilfelli, eða ef tveir ísraelskir hermenn eru teknir til fanga í stríðsátökum, sem kostaði 3ja vikna árásarstyrjöld á Líbanon þar sem þúsundir barna og kvenna voru myrt af Ísraelsmönnum.
Í einu tilfelli voru 4 Ísraelar drepnir, þar af eitt barn af Arabískum stríðsmanni sem var afhentur í fangaskiptum í vikunni og það ætlaði allt um koll að keyra. Enginn hefur verið tekinn til ábyrgðar vegna fjöldamorðanna á þessum 47 Afgönum sem voru myrtir á einu bretti af BNA mönnum. Það er ekki einu sinni talið upp hve mörg börn og mæður þeirra voru í þeim hópi. - Skítt og lagó með karlpeninginn eins og endranær.
Kveðja, Björn bóndi.
Átta afganskir borgarar létust í loftárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo er það munurinn á uppreisnarmönnum og heimavarnarliði.!?
Áróðurinn teigir sig alla leið til lesenda Mbl.
helgi hauksson (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:24
Þessi maður sem var verið að sleppa myrti af ásetningi 4 manneskjur.
Þetta gerðist í stríði, og voru mistök.
Auðvitað er ég ekki að réttlæta það, þetta var hræðilegt að þetta gat átt sér stað. En auðvitað hlýtur þú að sjá muninn á ásetnings morði og síðan svona mistökum í stríði. Þótt slæm eru.
Eða ertu algjörlega blindaður af hamas sleikjuhættinum. Með fullri virðingu.
Einar (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:32
Helgi Hauksson; Georg Washington fyrsti forseti Bandaríkjanna var kallaður af Bretum uppreisnamaður og hryðjuverkamaður. Hann er í dag kallaður "A patriot" og sínum mönnum. Svo var líka um alla sem stóðu að sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjamanna á sínum tíma. Langflestir forsetar, forsætisráðherrar og þingmenn Ísraelsmanna eru fyrrverand hermdarverkamenn og fjöldamorðingjar. Nóg er að nefna Ariel Sharon sem má hafa sem samnefnara yfir forvera sína, hann sjálfan og þá sem taka við af honum. Meira að segja Mahatma Ghandi hinn friðsami var talinn uppreisnarmaður og hryðjuverkamaður (fyrir mótmæli sín) og var stungið í fangelsi um tíma. Andstæðingar Líbana og Palestínumanna, sem eru aðallega Zíonistar og BNA menn kalla andstæðinga sína "Uppreisnarmenn og Hermdarverkamenn".
Uppreisnarmenn og hryðjuverkamenn í Evrópulöndum gegn Nazistum á borð við Noreg, Holland, Belgíu, Danmörku, Frakklandi o.s.frv., o.s.frv., eru í dag kallaðir "Andspyrnumenn" og "Frelsishetjur" og það er að mínu mati réttnefni. Þeir Palestínumenn sem eru að falla þessi árin í frelsisbaráttu sinni, munu öðlast þau réttnefni og talað mun verða um Zíonista í sama mund og Nazista.
Til viðbótar þessum 47 Afgönum, konum, börnum og gamalmennum auk karlmanna sem voru myrt af Bandaríkjamöjjum á sunnudaginn var voru til viðbótar þessir 8 borgarar sem fréttin er um. Það gera samtals 55 óbreytta borgara fyrstu 3 daga vikunnar. Þessar Zíonista-sleikjur í fjölmiðlum hér á landi og annarsstaðar sem fynnst ekkert um fjöldamorð BNA manna í Afganistan því þar búa Íslamar og fjöldamorð og kúgun Ísraelsmanna á Palestínu- og Líbanonbúum af sömu trúarbragðaástæðum.
Einar (IP-tala skráð); Þú skrifar: "Þetta gerðist í stríði, og voru mistök." Ætlar þú að segja mér að BNA menn hafi framið þessi morð af mistökum? Voru Mi-Lai fjöldamorðin í Víet-Nam mistök? Eru hryðjuverk BNA manna í Afganistan og Írak hingað til allt mistök? O sei sei nei. Það er margsannað. Pyntingarnar í fangelsunum í Guantanamo á Kúbu, Abu-Grahib í Írak og Begram í Afganistan með tilheyrandi dauðsföllum vegna pyntinganna voru ekki óvart-mistök. Einu mistökin hingað til eru stríðin í Írak og Afganistan og stærstu mistökin í mið-austurlöndum hingað til voru að taka land frá Palestínumönnum og láta Gyðinga fá það. Nú er verið að súpa seyðið af því.
Einar; Hvernig getur maður frá friðsömu landi eins og Íslandi orðið Zíonismanum að bráð nema viðkomandi hafi tekið Gyðingatrú og lagst undir hnífinn til umskurðar? Svona blint hatur þekkist ekki nema hjá Zíonistum.
Kv. Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 17.7.2008 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.