24.6.2008 | 18:23
I told you so! (É saðði ða!)
Mikið er ég feginn að þetta var ekki eigandi hundsins sem fór þannig með hann, eins og ég bloggaði um í gær og hafði blessunarlega rétt fyrir mér. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur manneskja, hversu illa innrætt sem hún er, gæti hafa tengst tilfinningaböndum við tyggasta vin mannsins og farið síðan með hann svona. Ég gæti betur trúað handrukkurum eða slíkum rumpulýð til þess.
Að eigandinn tilkynnti ekki um hvarf hundsins, getur haft margar útskýringar. Hversu margir kettir hverfa oft tímabundið heiman frá sér? Hversu margir hundar hverfa tímabundið heiman frá sér? Ég man þegar ég var í sveit í Skagafirðinum, þá hvarf hundskvikindið yfirleitt í nokkra daga og kom svo aftur, kaldur hungraður og skjálfandi. Bóndinn sagði mér að hann hefði verið í "tíkarstandi". Það skildi ég ekki að nokkur maður eða hundur fari að leggja slíkt á sig fyrir eina tík, mannlega eða hundslega. - Að vísu skildi ég það nokkrum árum síðar, þegar ég fór á "tíkarstand" sjálfur. (Og rosa var það gaman þá.)
Auðvitað hefur tíkin ekki verið í "tíkarstandi", en hún gæti hafið verið á sínu fyrsta "lóðaríi" og eins og svo margar 12-16 ára stelpur sem hverfa í nokkra daga á sínum lóðarríum, eins og við heyrum í fréttunum þegar verið er að auglýsa eftir þeim, því þá ekki hvolpstíkin?
Spyrjum lögregluna eftir hve mörgum köttum og hundum er auglýst eftir eða tilkynnt um brotthlaup á mánuði. Spurjum þá síðan hver svör þeirra eru til eigendanna? Líklega: "Bíddu í nokkra daga, dýrin skila sér ef þau eru lifandi."
Ef eigandinn hefði auglýst eftir tíkinni, hefði hún þá fundist fyrr í gjótunni? Hugsum örlítið áður en við notum stóru orðin.....
Kær kveðja, Björn bóndi.
Hvolpurinn afhentur eigandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það bara ég eða hefur fréttum þar sem lögreglan "telur einhvern trúverðugan" en svo kemur á daginn að sá aðili hafði rangt fyrir sér eða laug fjölgað?
Örn (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 18:34
Þetta litla grey var allt of ungt til að vera á lóðaríi. Fjögurra mánaða hvolpur er ekki kynþroska svo að það er önnur skýring á hvarfinu. Peace.
Coca-Loca, 24.6.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.