Munaðarlausa eiginkonu - eða - vera einhleypur.

´  

Ég hef í öll þessi ár verið að leita mér að munaðarlausri stúlku fyrir eiginkonu.  Það þýðir það, að ég þarf aldrei að sitja í andstyggilegum ættarboðum, hlusta á nöldrandi tengdamóður sem vill ráða öllu og þykjast vita allt, tengdapabba sem þykist þekkja tímana tvenna og vera því alvitur, eyða jólum, nýárskvöldum, páskum, hvítasunnum o.s.frv., o.s.frv., hjá ættingjum konunnar sem undantekningarlaust verða hundleiðinlegt pakk, fyrir það eitt að vera skyldmenni.  Það eru álög, ekki bara á Íslandi, heldur út um allan heim, hjá öllum þjóðflokkum. 

Svona eiginkonu er erfitt að finna eða ég hef bara verið óheppinn. 

Kveðja,

Björn bóndi.

´


mbl.is Karlar kjósa fremur einlífi en slæmt hjónaband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

... mjög praktískt.

Gísli Hjálmar , 4.6.2008 kl. 18:03

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

Ef þú finnur eina láttu mig þá vita hvort hún á ekki systur. Aldur er afstæður í mínum huga.

Gísli Hjálmar , 4.6.2008 kl. 18:04

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Einu sinni heyrði ég kynbótadóm um stóðhest sem þótti ýmsum góðum kostum búinn, til að gagnast merunum vel, til að geta getið af sér góð og mörg afkvæmi.  Þar kom m.a. fram; hann hefur reistan makka, er hágengur og viljugur og svo kom eitthvað....bla, bla, bla, sem ég man ekki og síðan kom...... og er vel graður. 

Ef einhver, bara einhver góð kona sem ég hef einhverntíma sængað hjá gæfi mér slíka einkunn, þótt ekki væri nema síðasta hlutann, þá mynduð þið sjá glæsilegt karlmenni tárast fögrum tárum......

Ég er nefnilega kominn á þann aldurinn, að hver og einn drá.... nú ekki bara getur verið sá síðasti, heldur verður sá síðasti bráðlega. 

Bless, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 5.6.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband