Enginn morgunmatur?

´

Eftir minni reynslu af þýskum ferðamönnum, bæði hér á landi og erlendis, þá er mjög líklegt að ef um morgunverðar "hlaðborð" hafi verið að ræða, þá hafi blessaður bretinn ekki fengið neitt í gogginn.  Þjóðvarjar tæma yfirleitt morgunverðarborðinn í töskurnar sínar, til að fá ókeypis að borða yfir daginn.

 Kær kveðja

Björn bóndi.


mbl.is Fær bætur vegna of margra Þjóðverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu það að þetta er gömul luma hjá þér Þjóðverjar er ekki svangir lengur og að deyja úr sulti einsvog eftir stríð en það er betra að vera á sama hóteli og ströndum og þeir meira hreinlæti og betri þjónusta og þeir láta ekki spanjóla vaða yfir sig 

adolf (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 11:21

2 identicon

Þjóðverjar eru þekktir fyrir þessa "nýtni" sína alls staðar sem þeir koma. Ég bý í Svíþjóð og þekki aðeins til í Danmörku og á Spáni og alls staðar hafa Þjóðverjarnir sama orðspor - blóðmjólka morgunverðarhlaðborðin og endalaust að reyna að komast hjá því að borga nokkuð, allt sem er frítt sitja þýskir um eins og mý á mykjuskán. Þjóðverjar eru annars fínasta fólk ef þú getur komist hjá því að gera nokkuð sem kostar peninga með þeim eða krefst smá skipulags - í báðum tilvikum verða þeir með eindæmum erfiðir í umgengni, eyða miklum tíma og orku í að spara smáaura og yfirskipuleggja sig.

Gulli (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 17:03

3 identicon

Jebbs er sammála seinasta ræðu manni var framkvæmdarstjóri yfir nokkrum gistiheimilum hér í RVK og maður þurfti að vakta hlaðborðinn til að þjóðverjar og aðrar þjóðir þar a meðal myndu ekki stela öllum matnum.

Jón P'álsson (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 19:21

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Já, ég þekki nú ekki til Þjóðverja á hótelum hér á landi. Hins vegar þekki ég vel til þeirra í Þýskalandi eftir 12 ára dvöl þar og verð að bera þeim vel söguna. Margfalt frekar myndi ég vilja eyða fríinu mínu með Þjóðverjum en "sauðdrukknum" Bretum, þar sem allt er í drullu og skít (enn ein staðalímyndin).

Ég vil leyfa mér að taka upp hanskann fyrir Þjóðverjana. Sparsamir eru þeir og ég lærði ýmislegt af þeim í þeim efnum, en nú er ég búinn að vera hér heima í 10 ár og búinn að festa mig í sama bruðlinu og aðrir Íslendingar. Þjóðverjar eru upp til hópa ekki nískir, heldur frekar sparsamir og nýtið fólk og það er kostur en ekki löstur.

Varðandi morgunverðarborðið, þá hef ég mikla reynslu af þýskum morgunverðarhlaðborðum, þar sem ég vegna vinnu minnar eyddi mörgum nóttum á góðum þýskum hótelum, með morgunverðarhlaðborð, sem ég óska að íslensk hótel biðu upp á. Það er mjög eðlilegt á þýskum hótelum að fólk smyrji sér brauð, taki með sér einn jógúrt eða ávöxt þegar morgunverðarborðið er yfirgefið og enginn segir neitt við því. Það eru nefnilega misjafn siður í hverju landi og því gleyma mínir ágætu landar.

Móðir míns, sem vann lengi á hóteli, sagði mér að Bandaríkjamenn gengu afskaplega illa um hótelherbergin sín. Sennilega líta Bandaríkjamenn svo á hlutina að það sé hlutverk starfsfólks á hótelum að þrífa eftir þá skítinn Hugsanlega er hérna líka aðeins um enn eina staðalímyndina að ræða.

Ég hef orðið að kasta nokkrum svona staðalímyndum eftir að hafa eytt tíma einhversstaðar erlendis í lengri eða skemmri tíma, t.d. í Japan, Ísrael, Frakklandi og svona mætti lengi telja.

Kveðja, 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.6.2008 kl. 20:22

5 identicon

Vissuð þið það að garðbæingar eru verri en allt sem annað sem upp hefur verið talið?

Stína litla (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 21:23

6 Smámynd: Heidi Strand

De rasjonerte frokosten der hvor vi spiste i Tysklandi. Det sto merkelapper på maten hvor det sto hvor mye man måtte ta av hver ting. F.eks to stk. brød, et glass juice osv. Egg og youghurt var med prislapp. Dette var ikke billig.
I et offentlig bygg i Reykjavik, tar tyskerne med seg dassrullene etter besøk på wc. vaktmesteren fortalte meg det.

Heidi Strand, 3.6.2008 kl. 20:49

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Heidi Strand.  Ég veit að í Litlu Kaffistofunni í Svínahrauni (áleiðis til Hveragerðis) kvað svo rammt að því að ferðalangar komu við, án þess að kaupa neitt, "bara til að nota toilettið hjá ykkur" og svo var klósettpappóirsrúllunni stolið .  Þetta var fyrir mörgun árum, og þá voru aðrir eigendur.  Þeir hófu sölu á WC rúllum og settu auglýsingu um það fyrir ofan hvert klósettrúlluhengi á kamrinum!!   Þetta voru ekki þjóðverjar sem stálu rúllunum......  Skamm dig islendingernenene!!!

Bless Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 5.6.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband