23.4.2008 | 15:39
Glæpamenn kalla sig "mótmælendur".
Athugasemdir
Frakkar hafa alltaf átt mína virðingu fyrir að láta ekki bjóða sér hvað sem er og eigum við þeim mikið að þakka og margt sem má af sögu þeirra gagnlegt læra...eins og að vera ekki hræddur við að mótmæla kröftulega svo eftir sé tekið og knýja fram breytingar hjá þvermóðskufullum yfirvöldum.
Borgaraleg óhlýðni lifi!
Georg P Sveinbjörnsson, 23.4.2008 kl. 20:57
Frakkar hafa reyndar mótmælt ótrúlegustu hlutum, eins og t.d. þegar þeir mótmæltu löggjöf sem gerði atvinnurekendum kleift að segja starfsmönnum upp störfum - löggjöf sem hélt atvinnuþróun í gíslingu. Þá einmitt mótmæltu þeir með að brenna bíla og berja fólk. Það er einmitt aðferðin við að koma á breytingum...
Ingvar Valgeirsson, 23.4.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Ég bjó í París/Frakklandi árið 1968 þegar frægar stúdentaóeirðir hófust. Óeirðaseggirnir sem kölluðu sig mótmælendur og "stúdenta". Ég fylgdist nokkuð mikið með þessum óeirðum, gerði mér ferð "oní bæ" til að sjá og skoða.
Þessir óerðaseggir voru í rauninni ekki að mótmæla neinu, aðeins að fá að slást, skemma og meiða. Kveiktu í bílum og brutu gluggarúður. Göturnar voru lagðar teningslöguðum steinum, um hálft til eitt kíló að þyngd. Þetta rifu þeir upp og köstuðu í lögregluna. Ég sá einn sem var með volduga teygjubyssu og skaut hann stálboltum og stálróm í lögregluna. Síðan kenndu þeir lögreglunni um allt, eins og glæpamaðurinn sem henti grjótinu í lögreglumanninn í fréttinni í dag.