Að loka þjóðvegum er ofbeldi gagnvart meðborgurum.

Ekki eru nú bílstjórarnir alveg saklausir.  Þetta sem kallað er "friðsamleg mótmæli" eru í raun ofbeldi gagnvart meðborgurum sem þurfa að komast leiðar sinnar, hvort sem er atvinnu sinnar vegna eða í eigin erindagjörðum.

Það var kannski í lagi að vekja athygli á málinu þennan fyrsta dag, en nú er nóg komið.


mbl.is Mótmælendur handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta ofbeldi. Það er verið að beita samborgar sína þvingunum með því að hefta för þeirra á almannavegum. Ef ég loka þig inni í skáp í klukkutíma er það þá ekki ofbeldi?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:10

2 identicon

Ertu eitthvað verri?

Það er enginn að klemma fólk inni. Ef þú þarft að komast ferða þinna þá ferðu bara aðra leið það er ekkert flóknara, þetta land er eyja og það er vegur hringinn.

Þetta er ekkert ofbeldi, lærið nú að sýna samstöðu hættið þessari sjálfselsku.

Og já, þetta er algert lögregluríki þar sem það einasta sem þetta land hefur með lýðveldi að gera er orðið sjálft.

Sævar (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:23

3 identicon

Ég skil sævar þannig að ef ég legg fyrir innkeyrsluna hjá þér þá er það ekki ofbeldi? Þú getur alltaf bara labbað eða tekið strætó.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:30

4 identicon

Jón Frímann - Ofbeldi þarf ekki að vera eitthvað þar sem ég buffa þig í spað, ofbeldi getur verið á margan hátt og mismunandi alvarlegt.

Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því.

Sævar - Það er auðvelt að bara kasta því fram að segja að Ísland sé orðið lögregluríki, þó að það mætti vissulega bæti margt í sambandi við löggæsluna að þá er Ísland orðið svipað mikið lögregluríki og ég er appelsína.

Og ekki er ég hringlóttur, né hrjúfur.

Þessar aðgerðir bílsjótra eru fáránlegar, Sturla er eitthvað ómálefnanlegasti náungi sem ég hef séð og mótmælin eru asnaleg.

Þau eru að koma niður á samborgurum sem hafa EKKERT með hátt bensínverð að gera, nema það að þau borga hátt bensínverð. Hvernig væri ef þessir kjöthausar sem flestir þessa bílstjóra eru fengu fólkið með sér EN EKKI Á MÓTI SÉR.

Og svo einstaka náungi sem segir "Mér finnst þetta gott hjá þeim og kúl."

Gunnar (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 13:38

5 identicon

Þið eruð greinilega ekki að ná þessu.

Vilhjálmur: Að leggja fyrir innkeyrsluna mína er að króa mig af, það eru bílstjórarnir ekki að gera. Ef þú mundir hins vegar leggja mitt á götu sem er opin í báða enda, þá ertu að gera svipað og bílstjórarnir. Farið bara aðra leið. En til að svara spurningunni þinni, þá er það ekki ofbeldi að leggja fyrir innkeyrsluna mína.

 Gunnar: þetta comment hjá þér að Ísland er svipað mikið lögregluríki og að þú værir appelsína er sennilega sú allra mesta rökleysa sem ég hef lesið í langan tíma. Þú hefur akkúrat engin rök né sannarnir fyrir að þetta sé ekki satt. Ég hef aftur á móti video klippur af mbl.is og visir.is sem sýnir lögregluna sprauta piparúða á mannfjölda sem stendur og talar.

Sævar (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband