15.2.2009 | 01:37
Aðgangur að sundlaugum ókeypis í Kreppunni??!!
Það yrði áreiðanlega fyrirbyggjandi heilsuátak fyrir andlegt, sálarlegt, líkamlegt og félagslegt ástand atvinnulaustra og fjölskyldur þeirra, ef aðgangur að sundlaugum sveitarfélaganna yrði hafður ókeypis og opnunartími lengdur þar sem hann er í styttra lagi, til að koma heilsuástandi heilu fjölskyldnanna í gott lag. Sundlaugaheimsóknir hafa, svo sannað er, mjög heilsubætandi líkamleg, félagsleg og sálarleg áhrif á fólk í erfiðleikum og fjölskyldur þeirra.
Þetta yrði einnig ódýrasta og einfaldasta aðgerð sem hægt er að koma á fyrir alla, því það þarf enga sérkunnáttu að fara í heitupottana og grunnulaugina. Svo kemur hitt allt að sjálfu sér.
Kveðja, Björn bóndi.
![]() |
Heitt vatn eykur heilbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)