17.7.2008 | 11:17
Hvað er að þessu fólki? Hvað er að orðinu "negri"?
Þegar ég var í barna- og gagnfræðaskóla í gamladaga, þá var kennt að í Afríku voru: "Negrar", í Evrópu: "Eranar", í Asíu: "Mongólar, í Ameríku "Indíánar", í Ástralíu: "Ástralíu frumbyggjar", á Nýja-Sjálandi og mörgum Kyrrahafseyjum: "Maóríar", í Grænlandi og Kanada: "Eskimóar", á norður Skandinavíuskaganum er landsvæði sem heitir Lappland og þar voru: "Lappar" o.s.frv., o.s.frv.
Yfir svart fólk (í Afríku, Ástralíu og jafnvel hluta Indlands) voru stundum kallaðir "Svertingjar" og stundum "Blámenn". "Blámenn" aðallega í skáld- og ænintýrasögum. Nú eru þetta orðin skammaryrði að heita "Negri" og orðin sem hafa komið upp í staðinn eru óteljandi. "Eranar" má ekki segja lengur því neo-nazistar (nýnasistar) hafa eignað sér það orð að miklum hlut. "Mongólar" má nota ennþá, því Mongólía og Ytr-Mongólía eru til, en menn tipla á tánum við að nota "Mongóli. Heilkennið: "mongólismi" má ekki nota lengur (þykir skammaryrði?!?) og heitir nú "Downs heilkenni". "Indíánar" heita nú í Bandaríkjunum: "Original Americans" Veit ekki með Kanada og Suður- og Mið-Ameríku. "Eskimói" heitir nú "Inúíti" á Grænlandi en í Kanada kalla þeir sig sjálfir "Eskimóa" að sögn kunningja míns frá Kanada sem er Eskimói. "Ástralíu-frumbyggjar" heita í Ástralíu "Aboriginals", ég veit ekki um neitt feluorð fyrir þá. "Maórítar" ég veit ekki um þá notkun núna hvort þeir hafi feluorð. "Lappar" heita nú "Samar".
Í íþróttinni "ruðningi" (amerískur fótbolti) þá er á milli strákanna skammaryrði mikið sem heitir "girls". "Comon you girls, let's win the game!" (Jæja aumingjar, förum og vinnum leikinn).
Íslenskar Rauðsokkur fundu upp orðasamhengið "bara húsmóðir" (niðrandi mjög) og "eldhúsmella" (ennþá meira niðrandi). Nútíma Femínistar eru að gera nafnorðið "kona" að skammaryrði, og eru komnar vel á leið með það.
Kveðja, Björn bóndi.
![]() |
Jackson notaði N-orðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
17.7.2008 | 09:53
47 Afganskir borgarar myrtir af BNA mönnum - og hvað með það!?
Það er sorglegur fréttaflutningur hjá íslenskum fjölmiðlum svo og Reuters. Það er eins og að 47 börn, konur og karlar skipti litlu sem engu máli ef þeir eru myrtir hvort sem það er af Bandaríkjamönnum eins og í þessu tilfelli, eða ef tveir ísraelskir hermenn eru teknir til fanga í stríðsátökum, sem kostaði 3ja vikna árásarstyrjöld á Líbanon þar sem þúsundir barna og kvenna voru myrt af Ísraelsmönnum.
Í einu tilfelli voru 4 Ísraelar drepnir, þar af eitt barn af Arabískum stríðsmanni sem var afhentur í fangaskiptum í vikunni og það ætlaði allt um koll að keyra. Enginn hefur verið tekinn til ábyrgðar vegna fjöldamorðanna á þessum 47 Afgönum sem voru myrtir á einu bretti af BNA mönnum. Það er ekki einu sinni talið upp hve mörg börn og mæður þeirra voru í þeim hópi. - Skítt og lagó með karlpeninginn eins og endranær.
Kveðja, Björn bóndi.
![]() |
Átta afganskir borgarar létust í loftárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)