Gamalt húsráð varðandi "vonda stráka".

Ég las fyrir mörgum árum, fyrir tíð sjónvarpsins, um hvaða reynslu væri gott fyrir háttvísar, penar, sætar og kvenlegar stúlkur að hafa, sem vildu finna sér gott eiginmannsefni, trygglyndan, heiðarlegan og eftirsóknarverðan til að halda í fyrir lífstíð.  Góða og harðduglega fyrirvinnu og góðan barnsföður.   Og haldið ykkur nú....!

Hún þyrfti að hafa upplifað að verða hrifin af og hafa gefið sig að minnsta kosti einum karlmanni sem hafði það til að bera að vera: flagari, drullusokkur, aumingi, afæta, ótraustverðugur og ótrygglyndur aumingi (vondan strák) sem yfirgæfi hana þegar ástarbrimi hennar væri sem hæstur(!!!!!). 

Og hvað hafði þetta með það að gera að geta náð sér í:  "...gott eiginmannsefni, trygglyndan, heiðarlegan og eftirsóknarverðan til að halda í fyrir lífstíð.  Góða og harðduglega fyrirvinnu, góðan barnsföður." ?????

Jú, dömur mínar sem lesið þetta alveg agndofa; þetta var talið vera nauðsynlegt til að venja stelputíkina af því að vera að abbast uppá hina og þessa karlmenn (vonda stráka) í tíma og ótíma eftir giftingu og kunna að meta góðan tryggan eiginmann.  - Og hana nú!

Annars hef ég ekkert vit á þessu,

Bless, Björn bóndi.


mbl.is Vondu strákarnir sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband