10.7.2008 | 20:06
Takmarkalaust hatur í garð Baugsmanna - Hugleiðingar mínar.
Mér finnst rétt að koma með hugleiðingar mínar vegna takmarklauss haturs á mönnum sem eru fyrrverandi viðskiptavinir mínir, og sem ég ber ákaflega mikla virðingu fyrir vegna dugnaðar, ósérhlífni, útsjónasemi, flotts frama sem er (á jákvæðan hátt) öfundsverður, en hafa orðið fyrir takmarkalausum árásum og þá frá ýmsum sem síst skyldi. Þetta er komment mitt við færslu Heimis L Hjaltested frá 6. júlí 2008, kl. 21:46 og ég ráðlegg hverjum sem hefur áhuga á málinu að skoða þær færslur. Kær kveðja, Björn bóndi.
Færsla Heimis L Hjaltested frá 6.7.2008 | 21:46Jóhannes oft kenndur við Hagkaup stóryrtur í garð nafngreindra manna. Athugasemd mín (Björn bóndi) nr. 9.:"..........ég tala sem fyrrverandi formaður Félags matvöruverzlana en ekki af pólitískum metnaði! [Tilvitnun úr athugasemd þinni Heimir, nr. 8, hér að ofan] Nú skil ég þig betur Heimir. Þegar ég var unglingur og vann sem sölumaður hjá heildverslun sem flutti inn, dreifði og seldi bæði matvörur og aðra hluti sem bæði sér-matvöruverslanir eins og fiskbúðir, kjötverslanir, svo og nýlenduvöruverslanir sem seldu bland af allskonar matvörum, sem hafði samnenfi og var kallað: "Kaupmaðurinn á horninu". Einnig seldi ég vörur í allskonar aðrar verslanir svo sem fataverslanir, hannyrðaverslanir o.fl., o.fl. Þá tók ég eftir ýmsu: Þegar Hagkaup hóf rekstur í gamla fjósinu við Miklatorg og var þá með allskonar vörur mikið ódýrari, og þótti ekki "fín" verslun. Húsmæðurnar gengu þá nánast með hauspoka þegar þær gengu þar inn og út og þóttust ekki versla þar. Kaupmenn í almennum verslunum sáu ofsjónum yfir þessu strax í byrjun. Síðan stækkaði Hagkaup og fleiri stórmarkaðir fóru af stað, flestir hættir í dag. Þá fóru "Kaupmönnunum á Horninu" að fækka, þeir sem veittu mjög góða þjóustu til nágranna í hverfinu, sem ekki áttu bíla og höfðu ekki tök á að komast til stórverslana. Hatrið á Pálma í Hagkaup varð nánast takmarkalaust. Hann jók kaupmátt almennings meir og lagaði kjör almennings, almennt, meir en Verkalýðsfélögin höfðu nokkurtíma getað gert til þess tíma, þó verkalýðsfélögin eigi heiður skilið fyrir ýmis góð verk eins og vökulögin o.f.l, o.fl., sem aldrei verður frá þeim tekið. Ég er bara að benda á sögulegar staðreyndir.[Til að gera langa sögu stutta, sleppi ég nokkrum árum......] Síðan byrjaði Jóhannes og litli guttinn sem enginn þekkti, þessi Jón Ásgeir, með Bónus, eina smáverslun í iðnaðarhverfi við Skútuvoginn. Það þekkja allir þá sögu. Bónus og Hagkaup áttu í stríði saman, en sameinuðust síðar undir nafninu BAUGUR. - Ennþá bötnuðu kjör almennings og kaupmáttur, án þess að Verkalýðsfélögin né Neytendasamtökin kæmu neinstaðar nálægt. Hefðbundin matvöruverslun; "Kaupmaðurinn á Horninu" lagðist nánast algjörlega af, þeir gátu ekki barist við lágu útsöluverðin.Hatur fyrrverandi verslanaeigenda sem gáfust upp fyrir Hagkaup/Bónus sem var orðið stórveldi, sem með útsjónasemi, dugnaði, áræði, atorku og hugrekki eigendanna tókst jafnvel að græða peninga á öllu saman, sem hvorki vitleysingjunum í Neytendasamtökunum eða ýmsum Verslanasamtökum, hvað þá íslenskum stjórnvöldum með Davíð Oddson í fararbroddi og hans kónum, gátu skilið. "Það hlaut að vera einhver maðkur í mysunni" sögðu menn sem ekki skyldu málið. "Við skulum bara finna maðkinn, þótt við dettum niður dauðir við það!" Og nú eru uppi KROSSRIDDARAR á borð við þig Heimir, fyrrverandi formaður Félags matvöruverslana sem farin eru á hausinn eða lokuðu bara, sumir eigendur og rekendur annarra verslana sem líkt er komið fyrir, Davíð Oddson fyrrverandi forsætisráðherra, Ríkislögreglustjóraembættið, Neytendasamtökin, Ríkissaksóknaraembættið og ýmsa ónafngreindra sjálfboðaliða sem skipta tugum ef ekki hundruðum sem í ólýsanlegu hatri og öfund reyna að sanna að það sem Baugsmenn eru að gera; geti ekki verið hægt að gera. KROSSRIDDARARNIR eru hér til að sanna það!!Annars hef ég ekkert vit á þessu. Mér datt þetta bara svona í hug þegar ég las pistlana þína og síðustu athugasemd nr. 8.Með elskulegri kveðju,Björn bóndi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2008 | 12:23
Það þvælist ekki fyrir samkiptum ESB og Breta að þeir myrða múslima...!?
Að hlusta á þennan þvætting í Náttúruverndarsinnum að reyna sífellt að koma í veg fyrir eðlilega þróun í atvinnulífi Íslendinga svo sem virkjanir, svo og t.d., hvalveiðum sem er hluti af menningu okkar Íslendinga að nýta sjávarafurðir á sem eðlilegastan hátt.
Kkv, Björn bóndi.
![]() |
ESB: Hvalveiðar þvælast fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)