Rétti staðurinn.

Nú get ég stutt mótmæli vörubílstjóranna.  Þarna er rétti staðurinn til að mótmæla.  Ekki að mótmæla á þjóðbrautum og brjóta á samborgurum sem hafa sínum hnöppum að hneppa.

Kær kveðja, Björn bóndi.


mbl.is Mótmælunum hvergi nærri lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stoð undir kenningu.

Í kjölfarið af upplýsingum um meðferð fanga í Guantanamo fangelsinu á Kúbu, fangelsi sem BNA menn eiga, svo og Abu-Grahíb og fleisum fangelsum í Írak, að ógleymdum nokkrum fangelsum í Afganistan sem ég man ekki nöfnin á, þá komu fram kenningar um að BNA menn (og í sumum tilfellum Bretar og jafnvel Danir!) væru að framleiða tilvonandi Al-Kaída meðlimi og sjálfvígsmenn sem væru af eðlilegum ástæðum með eld í æðum af hatri til kvalara sinna.

Er einhver hissa? 

Kveðja, Björn bóndi.


mbl.is Fyrrum fangi í Guantanamo framdi sjálfsvígsárás í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband