25.12.2008 | 15:01
Til hamingju Guðjón og Gleðilega Jólahátíð.
Allir eiga rétt á að fá smá jólagjöf og nýtt tækifæri í lífinu. Út á þetta snýst þetta allt saman.
Íslenska þjóðin er nú að fá nýtt tækifæri sjálf og þarf að grafa sig út úr nokkurra ára peninga- og eyðslufylliríi og þarf að læra að kasta grjóti úr glerhúsi og sífellt að kenna öðrum um.
Til hamingju Guðjón og gakktu í Guðs friði inn í flotta framtíð!!!
Gleðilega Jólahátíð
Kveðja, Björn bóndi
![]() |
Guðjón hentaði okkur best |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.12.2008 | 14:17
"TRÖLLI" stal ekki Jólunum,.... heldur KIRKJAN.......
Það var nú ekki "Trölli" sem stal Jólunum. Það var Hin Kristna Kirkja nokkur hundruð árum eftir dauða Krists sem stal Jólunum og kallaði hátíðina "Krists Messu" (Christmas).
Áður fyrr, í margar aldir voru hátiðir haldnar, um hin fjögur mismunandi "sólhvörf" eða "sólstöður". "Sumarsólstöður" (enska; Summer Solstice eða Mid Summer (sjá Shakespeare; Mid-Somer Night's Dream)) og Þjóðhátíðardagur Grænlendinga (sjá þjóðfána þeirra). Um 21-22 Júni er hátíð haldin nálægt þeirri dagsentingu, "vor- og haust- jafndægri" (equinox) 21. sept og 21. mars og síðan og ekki síst "vetrarsólstöður" 21-22 des (fór eftir hlaupári) (enska; Winter Solstice) og í heiðni voru miklar hátíðir á þessum tímum og eftir sögubókum, var mesta hátíðin við "vetrarsólstöður". Á nokkrum germönskum tungum heitir þetta Jól, Jul, Jule, (enska: Yule Tide og am mörgum talið koma af orðinu "hjól" eða "hringur") og svo hin ýmsu nöfn. Þá var haldin hátíð til dýrðar rísandi sól, þegar áhringurinn var búinn og nýtt "sólár" að byrja. Þetta var rosa hátið um allan heim norðan miðbaugs skv., mannkynssögubólum og fleiri menningarritum, þótt margir menningarheimar hafi ekki vitað að hinum, þá áttu þeir þetta oft sameiginlegt.
Kristna kirkjan þurfti að hafa hátíð og því ekki að "stela" henni. Þá var gerður sá tilbúningur að Jesús Kristur hafi fæðst 25. desember (ekki 1. jan skv. upphafi tímatalsins ("eftir Krists burð")). Síðan er búið að ljúga því að okkur að þessi hátíð sé "heilög". Á Íslandi er hú svo "heilög" að allar verslanir, sjoppur, skemmtistaðir, pöbbar o.s.frv., o.s.frv., eru lokaðir og ef einhver dirfist að opna, þá kemur Lögreglan, lokar með valdi og eigandinn sektaður um stóran pening, missir líklega rekstrarleyfið og lögum samkvæmt má stinga honunm í Svartholið! Nú er talið skv., visindarannsónum að dæðingardagurinn hafi átt sér stað um 17. júní!!
GLEÐILEG JÓL!!!!
Kær kveðja, Björn bóndi
![]() |
Heiðarlegur prestur eyðilagði jólin fyrir börnunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)