Pólverjar ákjósanlegustu nýbúarnir eða/og farandverkamenn.

Ég kynntis Pólverjum fyrst fyrir mörgum árum, áður en þeir fóru að flytja hingað til að leita að vinnu og jafnvel til langdvalar.  Alltaf var þetta duglegt, harðduglegt til vinnu, löghlýðið og gott fólk, mjög líkt okkur Íslendingum í háttum.  Undantekningarlaust hötuðu þeir kommúnismann sem réði lögum og lofum í heimalandi þeirra vegna áhrifa Sovíetríkjanna. 

Það má alls ekki láta undantekningar koma illu orði á Pólverja, svo sem glæpamenn eins og þá sem reyndu að stofna til Mafíustarfsemi hér á landi eins og þeir sem misþyrmdu löndum sínum í Keilufelli.  Slíkum þarf að koma miskunnarlaust í burt. ENGA VIÐKVÆMNI.

Nú hafa Pólverjar verið hér nokkuð lengi og skilað góðu verki.  Nú þegar vinna minnkar og ekki er eins ákjósanlegt fyrir Pólverja að dvelja hér, þá fara þeir heim.  Frekar en að fara á atvinnuleaysisbætur, eins og er plága í mörgum öðrum  Evrópulöndum varðandi innfluttra útlendinga (annarra en Pólverja).  Pólverjar þurfa að fá þau skilaboð að þeir séu hér alltaf velkomnir, þegar atvinna eykst og að þeir fái þá forgang fyrir öðrum útlendingum (kallið mig rasista ef þið viljið). 

Það er gott að Pólverjar hafa vit á því að fara þegar tími er til kominn og koma frekar aftur seinna þegar betur árar, frekar en að hangsa hér sjálfum sér og öðrum til leiðinda.

&#151; Kær kveðja, Björn bóndi ïJð<


mbl.is Hópast heim til Póllands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðfiskur gerður upptækur!!

Allt í lagi að gera vígt vatn upptækt ens og eimaðan vökva eins og brennivín.  En ég sendi dóttur minni sem var búsett í Nýja-Sjálandi um árið, harðfisk ásamt Malti og Egils appelsíni, Ópal og Prins-Póló í jólasendingu (bannað að senda rjúpur í pósti núna).  Aðeins harðfiskurinn var gerður upptækur, en hann var vakkúm pakkaður (lofttæmdar umbúðir svo sveitavarguninn skilji þetta) eins og hass og e-töflur eru, þegar þeim er smyglað.

Svona er nú skrýtinn kýrhausinn.

Kær kveðja, Björn bóndiïJð<  
mbl.is Varað við vígðu vatni í handfarangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þú vilt ekki ræða við andstæðinginn, kemstu ekki að samkomulagi.

Nú vilja vestræn ríki ekki ræða við þennan andstæðing/óvin sinn.  Það er á þeirri forsendu að andstæðingurinn er svo vondur.  Hvernig á að vera hægt að komast að einhverju samkomulagi, friðarsamningum o.s.frv., ef við viljum ekki hlusta á andstæðinginn.

Hvað er búið að myrða marga í Afganistan, Írak, Guantanamó o.s.frv., í leit að þessum eina manni, Osama bin Landen?  Hver er orðinn hinn versti óvinur?  Jú, það eru BNA og þau versna með hverjum deginum.  60 börn myrt í síðustu viku, og 15 konur og 15 karlar í loftárás í Afganistan.  Og BNA menn þrættu fyrir það í byrjun.  Reyndu að klóra yfir skítinn.  Það drápust undir 3.000 manns í árásunum á tvíburaturnana, þar af engin börn.  Hefndarárásir BNA manna hafa kostað hátt í milljón manns, þar af konur og börn lífið í mið-austurlöndum!!

Ég er ekki að bera í bætifláka fyrir einn né neinn, en mér sýnist sem að BNA, Talíbanar og al-Kaída séu í keppni um "að hinir séu verri en þeir sjálfir".  Samlíking: "Róninn sem getur bent á annan sem drekkur meir en hann sjálfur, réttlætir fyrir honum að hann geti haldið áfram drykkju sjálfur.

Hver er boðskapur þeirra sem boða frið?  Jú, það að tala saman.  Orð eru til allra hluta fyrst!  Ekki veit Georg W. Bush það, né hans hyski.  Þeir vilja einfaldlega ekki hætta stríðsrekstri og núna eru Rússar farnir að feta í kjölfarið í Kákasíulöndum.  Tsjetsjeníu, Georgíu (Grúsíu), Odessíu o.fl., o.fl.

Svo eru vesturlönd að skammast út í Kína stjórn fyrir að vilja ekki tala við Tíbeta og Taiwana!!  Maður líttu þér nær!

Kveðja, Björn bóndi   LMN=  
mbl.is Norðmenn vilja ekki ræða við bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missti meira að segja af jarðarförinni.......?!!

Stundum held ég að sumu fólki sé umhugaðra um ættingja sína dauða en lifandi.  Ég þekki dæmi þess að langveikt fólk, sérstaklega gamalmenni, aldraðir á elliheimilium og sjúkrahúsum og aðrir fá ekki heimsóknir frá ættingjum og náskyldum mánuðum og jafnvel árum saman.  Svo kemur dauðinn og miskunnar sig yfir viðkonmandi og þá hálf tryllast hinir og þessir að komast í og missa alls ekki af skemmtilegri jarðarförinni og góðri erfðardrykkju með ókeypis kaffi og kruðeríi.  Mí nó fatt ðis.

Kveðja, Björn bóndi   L


mbl.is Dýr voru Ólympíugull Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

90 mann myrtir í síðustu viku - EKKI FRÉTT!!!

60 börn, 15 konur og 15 karlmenn voru myrt af Bandaríkjamönnum í síðustu viku í Afganistan - og það er varla minnst á það í fjölmiðlum.  Bandaríkjamenn þverneita með sínum alræmdu lygum um stríðsglæpi sína og segjast bara hafa drepið 30 Talibana.  BNA menn hafa síðan eitthvað dregið í land.  Nú er komið í ljós að þessi frétt er sönn og núverandi ríkisstjórn (leppstjórn BNA) hefur mótmælt þessu og vill nú viðræður við SÞ um brotthvarf erlendra herja. Þarna er leppstjórn BNA mann meira en nóg boðið.

Hvers vegna hefur ekki verið fjallað meira um þetta í fjölmiðlum, svo sem RÚV, Stöð 2, Mbl eða Fréttablaðinu og 24 stundum?  Hvað ef 90 hefðu verið myrt í Ísrael, 60 börn 3 fullorðnir af t.d., Líbönum?  Það hefði heyrst vælið í undirlægjum BNA manna og Ísraelsmanna þeim Mbl og RÚV.

Neit, þetta voru bara 90 Afganar  Og fréttin orðin gömul - frá í síðustu viku.  So? What else is new?  Verður lokað á mig bloggið fyrir þessi skrif?  Það verður fróðlegt að sjá og fylgjast með hverjir klaga!!?

Kveðja, Björn bóndi   LMN=
mbl.is 90 saklausir borgarar féllu í loftárásum í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar framættar kort til að skilja........

Nú þarf að raða þessum ættartengslum í "framættarkort" að hætti Íslendingabókar til að skilja tengsl hver er hvers og hvers er hvur fyrst allir virðast vera mæðrabræðra eða svoleiðis þannig á einhvern hátt.

Kær kveðja, Björn bóndiïJð<  
mbl.is Afi grunaður um að myrða barnabarn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásdís Rán femínasnabani - gangi henni allt í haginn!!

Mikið gleður það mitt litla hjarta hvað hú Ásdís okkar Rán fer óhemju mikið í taugarnar á þessum femínistum sem virðast hata og öfunda allt sem viðkemur velgengni hjá konum vegna fegurðar, yndisþokka og persónutöfra þeirra, atorku og eigin dugnaðar.  Aldrei hef ég, svo ég muni, heyrt né séð nöldur, neikvæðni né illmælgi hjá henni Ásdísi Rán.  Eitthvað annað en hjá femínösnunum sem virðast ganga um í andlegum klofstígvélum, kófsveittar í lopapeysum og prjónuðum síðum ullarnærbuxum illa lyktandi á góðviðrisdögum akandi hjólbörum fullum af kúaskít með heygafflal stungið í miðjuna! 

Nú er ég sjálfur farinn að hljóma eins og Jenný, þetta er að verða smitandi!! Devil 

Megi þessi ást þeirra blómgast ennþá meir með árunum.  Gangi ykkur hjónunum vel í framtíðinni Ásdís Rán og Garðar Gunnlaugsson.

Kær kveðja, Björn bóndiïJð<  
mbl.is Ásdís Rán tjáir eiginmanni sínum ást sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nixon opnaði leiðina til Kína!! Ólympíuleikarnir opnuðu leiðina ennþá meir!!

Sá umdeildi forseti BNA sem því miður hrökklaðist frá völdum vegna smá lygi (lied to the public), þótt hann hafi logið miklu minna en Georg W. Bush gerði á fyrstu tveim mánuðunum í valdatíð sinni.

Þessi annars ágæti forseti BNA opnaði leiðina til Kína, "vingaðist" við Mao Tse Tung og aðra valdamenn kommúníska Kína.  Hann hafði þá víðsýni og framtíðarsýn, að það er ekki hægt að semja við andstæðinginn nema að þeir tali saman.  Íþróttir og menning eru góður grundvöllur til að auka samskipti, skilning og mögulega vináttu.  Núna er hægt að tala um fyrir Kínverjum meir og betur en nokkru sinni fyrr.  Ástæðan er einfaldlega að þeir eru ekki einangraðir eins og fyrr.  Þetta stórveldi sem fer sístækkandi örum skrefum og vald þeirra á viðskiptasviðinu er orðið mikið en verður alltaf meira og meira hröðum skrefum.  Þá er betra að hafa þá okkar megin en ekki.

Ég er ekki á nokkurn hátt að réttlæta meðferð Kínverja á Tíbet og íbúum þess.  Ég held að nú sé meiri möguleiki á að tala um fyrir Kínverjum varðandi Tíbet og önnur af þeir 55 til 60 "ríkjum" sem tala eigin tungumál og eru undir hæl kommúnismans í svokallaðri "sameinuðu Kína".  Að ógleymdri Taiwan (Formósu). sem er sjálfstætt ríki en Kínverjar hafa hótað að ráðast á "einhverntímann".

Kær kveðja, Björn bóndiïJð<  
mbl.is Kína var rétt val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna fór hún alveg með það!

Héðan í frá tekur enginn lengur mark á þessum félagsfræðingum, sálfræðingum og geðlæknum sem vilja dópa upp blessuð börnin okkar.  Og það er bara hið besta mál!  Áfram Björgvin, áfram Ísland! Nú er bara að kíkja á gullið og sjá hvort hægt sé að ná í það.  Við unnum Frakka á síðasta Evrópumótinu - var það ekki?

Kær kveðja, Björn bóndiïJð<  

 


mbl.is Handboltinn bjargaði honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona frétt þarf að komast í hámæli öðrum til varnaðar.

Það þyrfti að birta mynd af kauða við að hreinsa veggina og birta í sem flestum dagblöðum og dreifa í skólana í upphafi skólaárs, öðrum jafnöldrum til viðvörunar.  Þetta er háalvarlegt mál hve mikil skemmdarverk eru unnin með veggjakroti og gerendurnir virðast ekki gera sér neina grein fyrir því, finnst þetta voða gaman, að komast upp með svoa hluti og geta síðan státað sig af þeim við félaga sína og kunningja.

Kveðja, Björn bóndi   L


mbl.is Hreinsar veggjakrot í hálft ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband