27.2.2009 | 16:46
Okkur vantar skipstjórann í brúna, þennan sem við öll þekkjum!!
Bara til að geta sofið rólegur á nóttunni og vitað að þjóðarskútan á sjéns.
Sjálfur er ég að komast í þunglyndiskast að sjá Steingrím J, Ögmund, Kolbrúnu Halldórsdóttur og þeirra kóna við stjórnvölinn, því þessir öfgasinnar eru þeir sem stjórna ferðinni og Samfylkingin er teymd á asnaeyrunum í langri þrá að fá að vera í ríkisstjórn, "sama hvað það kostar". Svo er talað um að ekki megi kaupa vændi. Þá ætti að stinga VG í steininn fyrir vændiskaup. Að draga Samfylkinguna uppí til sín undir sæng fyrir forsætisráðherrastól.
Ég er ekki að reyna að vera fyndinn.
Kær kvaðja, Björn bóndi
![]() |
Davíð í framboð á Suðurlandi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.2.2009 | 11:38
Oscar Pistorius er "full frískur".
Í fréttinni er skrifað: "Munaði minnstu að hann væri meðal keppenda á Ólympíuleikunum sjálfum meðal full frískra í Peking á síðasta ári."
Enn einu sinni kemur þessi hvimleiði misskilningur fjölmiðamanns um að fötlun sé sama og sjúkdómur. Þó það vanti fingur á vinstri eða hægri hendimanns, þá er hann ekki veikur. Þó hann vanti báða fæturna, þá er hann ekki sjúklingur, sérstaklega ef hann er kominn á stjá og farinn að keppa á Ólympíuleikunum. Bara rétt eftir slys, meðan verið er að ná sér.
Ég veit að þetta fer óskaplega fyrir brjóstið á þeim mörgu fötluðu sem lifa ákaflega heilbrigðu og góðu lífi með fötlun sinni sem getur verið allavegana. Hinsvegar veit ég fyllilega hvað blaðamaðurinn hefur átt við, en því miður komst hann "thorkell@mbl.is" ekki betur að orði, en svona er það þegar menn vanda sig ekki með fréttaskrifin. Thorkell: Fötlun er ekki sjúkdómur. Sýndu nú fötluðum skilning ásamt stuðningi og biddu þá afsökunar.
Annars tel ég það að vera fjölmiðlamaður sama og hafa sjúkdóm. Það er, að miðla neikvæðum og slæmum fréttum til almennings, nánast eingöngu. Það hlýtur að vera einhver geðveiki í því.
Kær kveðja, Björn bóndi
![]() |
Hlaupagarpurinn Oscar Pistorius ætti að ná sér að fullu eftir bátsslys |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.2.2009 | 23:22
Eða bara "tæknileg" misktök!!!
![]() |
Björn Jörundur viðurkennir mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.2.2009 | 01:37
Aðgangur að sundlaugum ókeypis í Kreppunni??!!
Það yrði áreiðanlega fyrirbyggjandi heilsuátak fyrir andlegt, sálarlegt, líkamlegt og félagslegt ástand atvinnulaustra og fjölskyldur þeirra, ef aðgangur að sundlaugum sveitarfélaganna yrði hafður ókeypis og opnunartími lengdur þar sem hann er í styttra lagi, til að koma heilsuástandi heilu fjölskyldnanna í gott lag. Sundlaugaheimsóknir hafa, svo sannað er, mjög heilsubætandi líkamleg, félagsleg og sálarleg áhrif á fólk í erfiðleikum og fjölskyldur þeirra.
Þetta yrði einnig ódýrasta og einfaldasta aðgerð sem hægt er að koma á fyrir alla, því það þarf enga sérkunnáttu að fara í heitupottana og grunnulaugina. Svo kemur hitt allt að sjálfu sér.
Kveðja, Björn bóndi.
![]() |
Heitt vatn eykur heilbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2009 | 16:01
Nú er þörf á umferðarreglum í geymnum.
Á að vera hægri eða vinstri umferð? Hvað með hámarkshraða og hraðahindranir?
Kveðja, Björn bóndi
![]() |
Fjarskiptahnettir rákust saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)