Nú þarf að biðja Davíð Oddsson afsökunar.

Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra í framboð!!! 

Hann er stór sá hópur sem sat Austurvöllinn, barði trumbur úr pottum og pönnum, grímuklæddum óaldarseggjum, nornum og fjölmiðlafólki sem réðist að Alþingis- og Seðlabankahúsunum o.s.frv., sem þurfa nú að kokgleypa stóru orðin og hótanirnar.

Okkur vantar rétta manninn til að taka við stjórn þjóðarskútunnar, einhvern sem kann tökin og hefur reynsluna.

Skorum á Davíð Odsson fyrrverandi forsætisráðherra að taka við stjórnvölinum og rétta þjóðarskútuna aftur á réttan kjöl. 

Baráttukveðjur, Björn bóndi  Smile 

 


mbl.is Stefndu fjármálalífinu í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Biðja hann afsökunar fyrir að hafa ekki gert neitt í málunum?

Björgvin (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:22

2 identicon

Gerði hann ekki það sem hann gat, lét ríkisstjónina vita og hvatti hana til aðgerða.?

Palli (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:23

3 identicon

Ef seðlabankinn getur ekki verið nema sem klappstýra fyrir ríkistjórn, það höfum við nú lítið við seðlabanka að gera.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:25

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það kannast reyndar engin í ríkisstjórninni við að hafa fengið viðvaranir frá Davíð. Þetta minnisblað er af fundi Seðlabankans og bankamönnum út í London en það er ekkert um það í fréttinni allavega að einhverjir fulltrúar stjórnvalda á Íslandi hafi verið á þessum fundi.

Staðan er því enn sú að við höfum aðeins orð Davíðs sjálfs fyrir því að hann hafi varað stjórnvöld við.

Sigurður M Grétarsson, 23.3.2009 kl. 15:27

5 identicon

Þetta styður enn frekar mitt álit á Davíð Oddssyni, hann hefur ætíð verið yfirburðar maður í íslensku stjórnmálalífi og er eini maðurinn sem hefur komið fram af heiðarleika. Jafnframt kennir þetta okkur vonandi það að það er ekki takandi mark á þeim lýð sem fór fyrir hinni svokölluðu búsáhaldabyltignu á Austurvelli.

Gunnar Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:32

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það var komið illa fram við Davíð - öflugur vinstrivindur hafði kallinn undir

því hefur spilltir samfylkingarforkólfar fengið frið - þau bara voru þarna

Jón Snæbjörnsson, 23.3.2009 kl. 15:34

7 identicon

Það er ónýtt mál að ræða hvað þessi maður sagði eða sagði ekki. Hann gaf bankana, hann kom hér á sturlunarauðvaldshyggju, hann minnist aldrei á Björgólfsfeðga (les Landsbankann) sem fóru algjörlega með þjóðina til helvítis... Það er því ókurteisi við þjóðina að minnast meira á manninn! Er auk þess talinn vera versti Seðlabankastjóri sem um getur hjá skynibornu fólki, osfrv osfrv.

Auk þess: Ætlar Íslenska þjóðin aldrei að verða að manni og hætta að hugsa um pabba gamla?

Beggi (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:39

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Björgvin (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:22 &  Ragnar (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:25 & Sigurður M. Grétarsson;  Var það ekki Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi menntamálaráðherra sem sagði í sjónvarpsviðtali fyrir utan ráðherrabústaðinn á Tjarnargötunni eftir fund Davíðs Oddssonar þáverandi Seðlabankastjóra með ríkisstjórninni fyrr um daginn og hafði varað eina ferðinaenn um ástandið og ráðlagt ríkisstjórninni um ÞJÓÐSTJÓRN;

Hún sagði: "Hann (Davíð Oddsson) er opinber starfsmaður og þarf að passa sig á hvað hann segir við yfirmenn sína." (Kannski ekki alveg orðrétt, en því sem næst, allavega innihaldið).

Davíð fékk einfaldlega ekki að gera meira en að upplýsa og ráðleggja.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 23.3.2009 kl. 15:39

9 identicon

Það gæti vel verið að Davíð hafi varað við, en þegar öllu er á botninn hvolft þá var það seðlabankinn sem hafði úrræðin, bindiskyldu og fleiri, til að hægja á bönkunum.

Börkur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:40

10 identicon

Segi eins og Björgvin;

  "Biðja hann afsökunar fyrir að hafa ekki gert neitt í málunum?"

þetta er ekki spurning um minnsblöð heldur minnisglöp og spillingu !

HG (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:41

11 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Beggi (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:39;    Þessi síðaste setning þín í athugasemd þinni: "Ætlar Íslenska þjóðin aldrei að verða að manni og hætta að hugsa um pabba gamla?"  á meira við þig sjálfan en þig grunar.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 23.3.2009 kl. 15:44

12 identicon

Notaðu nú einu sinni rök til vísinda, Björn bóndi og ekki fara í gegnum sjálfan þig í sífellu... Og já auðvitað varaði Davíð við með smá pípi, en menn hætta fljótt að trúa manni sem hrópar úlfur úlfur í sífellu, þó í hans tilfelli hafi það verið Baugur, Baugur.... Og menn biðjast ekki afsökunar þegar um er að ræða pólitískan Tröllhöfða sem er löngu búinn að mála sig út í horn. Jafnvel hjá Sjálfstæðisflokknum. En endilega útskýrðu þetta fyrir okkur. Hvernig maður sem lagði grunninn að falli Íslands með því að taka tennurnar úr öllum gagnrýnisstofnunum þjóðfélagsins og byggði Ísland upp með nefapoti, einkavinavæðingu, bankagjöfum og uppfyllingu péturslögmálsins, - afhverju við ættum að biðja hann afsökunar?

Beggi (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 16:12

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

En.... fyrst Davíð er svona frábær og vissi þetta allt, afhverju þagði hann yfir því í hálft ár á meðan staðan gerði ekkert nema versna? Það er nú ekki eins og maðurinn sé vanur að eiga auðvelt með að halda kjafti...

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2009 kl. 16:25

14 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Beggi (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 16:12;     Þú klikkir í lokin út með; [.......  - afhverju við ættum að biðja hann afsökunar?

Jú Beggi minn, það er háttvísi að biðja menn afsökunar sem hafðir hafa verið fyrir rangri sök.

Kv, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 23.3.2009 kl. 16:45

15 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2009 kl. 16:25;  Davíð Oddson var Seðlabankastjóri og opinber starfsmaður en ekki stjórnmálamaður með fullan tjáningarrétt á móti ríkisstjórninni.

Hann getur nú fyrst, þegar hann er leystur frá störfum, tjáð sig opinberglega.

Svona er nú það, sama hvað þú segir bloggvinur minn Guðmundur Ásgeirson.

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 23.3.2009 kl. 16:48

16 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Steingrímur Jónsson;   Þú spyrð: "Ef að Davíð vissi í febrúar að bankarnir væru svona valtir af hverju segir hann þá þetta í viðtali við breskan fréttaskýringaþátt 3. mars, þremur vikum eftir dagsetningu þessarar skýrslu: "These banks are so sound that nothing like that is likely to ever happen. If...........o.s.frv."

Það er eðlilegt að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fer ekki að blaðra þessu minnisblaði og trúnaðarmáli í einhvern enskan fréttaskýringaþátt við einhvern enskan Egil Helgason, Sigmar eða Helga Seljan eða eitthvað þaðan af miklu verra.

Þú, Steingrímur Jónsson, þarft að vita hvað "trúnaðarmál" þýðir.  Ef þú vissir það, þá myndir þú ekki spyrja slíkrar spurningar. 

Með virðingu, Björn bóndi    

Sigurbjörn Friðriksson, 24.3.2009 kl. 01:17

17 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Vitibornir fjármálamenn reka ekki fyrirtæki á borð við heilt ríki (Ísland) í breskum fréttaskýringaþáttum. 

Þeir hafa vit á því að láta ekki yfirheyra sig í slíku bæli sem Bretland er.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 24.3.2009 kl. 22:46

18 identicon

Steingrímur; Það er auðvelt að koma með sundurskornar vitnanir. Sé viðtalið skoðað í heild segir Davíð, rétt áður en að "the banks are so sound" parti segir hann orðrétt: "I think that the CDS that is so much higher than some of these banks than of average elsewhere is not fair and should not be so high. I think it takes explanations and explaining both from the banks and from the state to get the CDS down to some ordinary thing because no bank can live forever with CDS up to 500, 600. "

Á mannamáli, ef bankarnir lækka ekki CDS hjá sér fara þeir á hausinn. Er erfitt að skilja þetta nema á einn hátt?

Hvað á maðurinn annars að gera þegar hann er spurður út í traust bankanna? Á hann að valda bankaáhlaupi með því að segja að staða þeirra sé skuggaleg? Er það það sem þú hefðir gert? Og þ.a.l. komið íslenska fjármálaklerfinu einn þíns liðs á hausinn!

Þegar svona er komið fyrir bönkunum er bindiskylda ekki að fara að bjarga þeim.

Það kemur ekki fram í minnisblaðinu að þeir séu að uppgötva slæma stöðu bankanna fyrst þá. Í minnisblaðinu kemur hinsvegar fram að grunur þeirra hefur verið staðfestur.

Hann Davíð reynist vera maður orða sinna, einu sinni enn. Það er meira en flest allir stjórnmálamenn í dag geta státað sig af.

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 09:24

19 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sástu hvernig við tókum hann Júlía?   

Kveðja, Björn bóndi.  

Sigurbjörn Friðriksson, 26.3.2009 kl. 01:49

20 identicon

Ég veit hvað skuldatryggingarálag er, kæri Steingrímur. Bankarnir féllu vegna þess að þeir gátu ekki fjármagnað sig, eins og bankar gera. Hátt skuldatryggingarálag er til marks um það að það sé erfitt að fjármagna sig. Það var raunveruleikinn sem bankarnir voru að fást við. Davíð gerði sér það ljóst og fjallaði um það. Ef bankarnir hefðu haft lágt skuldatrygginarálag hefðu þeir ekki fallið, því þá hefðu þeir getað fengið lán. Þannig rætist spá um fall banka ef nógu margir trúa henni.

Hér með vísa ég í eiginmanninn, til útskýringar á mannamáli á því hvernig bankar byggjast á fölsku trausti. Hér er svo partur II.

Góðar stundir ;)

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband