18.1.2009 | 17:13
Sjálfsögð sjálfsbjargarviðsleitni.
"Neyðin kennir naktri konu að spinna" og "Blönkum þyrstum manni að brugga".
Áfengisverð er einfaldlega of hátt, það er aðeins verið að bjarga sér!
Kveðja, Björn bóndi
![]() |
Lokuðu bruggverksmiðju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er full ástæða til að sækja "græjurnar" inn í skáp og þurrka af þeim rykið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.1.2009 kl. 18:07
Systir mín sem bjó í einbýlishúsi úti í sveit bruggaði rabbarbaravín. Fyrir utan hvað liturinn af því var fallegur, sem er nú aukaatriði, þá var það á þeim tíma, besta "léttvín" sem ég hef nokkurtima bragðað. Hinsvegar náði hún því uppí 15% - 16% að styrkleika.
Það þarf ekki að vaða lækinn til að sækja sér hráefnin.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 18.1.2009 kl. 18:22
Þegar ég var í Noregi brugguðu menn í hverju húsi og þótti sjálfsagður liður í heimilishaldinu. Hvað hefði gerst ef stjórnin hefði bannað fólki að brugga? Þá hefði orðið bylting. Reyndar er ekki auðvelt að brugga góðan mjöð. Einfaldast er að brugga fyrst og eima svo. Þeir sem vilja geta síðan bætt í kryddum og bragðefnum ýmiskonar. Það er forræðishyggja af verstu sort að amast við heimabruggun.
Baldur Hermannsson, 18.1.2009 kl. 18:39
Að kalla svona heimabrugg með einni tunnu "bruggverksmiðju", sýnir að við erum að fara nokkuð marga áratugi til baka. Að þetta skuli verða Morgunblaðsfrétt er á mörkunum.
Hvernig væri að fara yfir bókhald Ámunnar, bruggefnaverslunarinnar, finna út hverjir viðsiptavinirnir eru og eru að reka bruggverksmiðjur niðrí þvottahúsi eða í gamla kyndiklefanum hjá silfurskottunum heima hjá sér. Þá væri kannski hægt að taka nokkrar húsmæður og hafa ástæðu til að stækka Kvennafangelsið!?
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 18.1.2009 kl. 18:55
Þú þarft stærðar kerald þegar þú ert að brugga. Við strákarnir vorum með svona stóreflis glerkút og svo eimuðum við. Æðislegt að setja glasið undir pípuna og drekka tárhreinan spírann beint af kúnni. Svo endaði þetta allt í ferlegum slagsmálum en það er önnur saga.
Baldur Hermannsson, 18.1.2009 kl. 19:39
Mikið er ég sammála öllum hér að ofan
Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:29
Það er nú bara af því að þú ert svo gáfuð



Baldur Hermannsson, 18.1.2009 kl. 20:34
Mér finnst það ekki skrýtið þó að margir fari að brugga heima núna og mér finnst það allt í lagi svo lengi sem það er til einkanota.
Hannes, 18.1.2009 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.