Lausn fundin á árekstrum ræðumanna Austurvallar!!!!

Hide Park Speaker's Corner;  Í Lundúnum, Englandi, (London U.K., svo tölvukynslóðin skilji) er stór almenningsgarður í miðri borginni.  Í einu horni hans við Oxford Street er afgirt garðshorn, þar sem ríkir nánast algjört málfrelsi.  Þar koma karlar og konur til að hlusta á hina og þessa ræðumenn sem eru með allskonar skoðanir á hinu og þessu.  Þetta hefur viðgengst áratugum saman við góðan róm almennings Lundúnarborgar (London).

Þarna er lögreglan á vakt (óvopnaðir Bobby's ekki einu sinni með gas) til að sýnast, svo allt fari vel fram. 

EN! Það má ekki hafa gjallarhorn! ("Hátalara" fyrir tölvukynslóðina).  Tala bara eins hátt og ræðumenn vilja eða geta.  

Ræðumenn koma með klappstóla til að standa á, eða sápukassa eins og Siggi gamli á kassanum og Hjálpræðisherinn sem prédikuðu á Lækjartorgi til forna, eða standa bara á jafnsléttu og tala. 

Algjört málfrelsi (innan ramma Hryðjuverkalaganna illræmdu, svo og ekkert eggja-, ávaxta- eða annað skítkast leyft, engir líkamlegir pústrar, þá kemur löggan) og engar reglur um hve langt á að vera milli ræðumanna.  Annars algjört friðsamt málfrelsi.

Þannig sting ég uppá að Austurvöllur verði gerður að slíkum vettvangi í framtíðinni.  Þá geta Hörður Torfason, Ástþór Magnússon, Eva "Norn" Hauksdóttir, Haukur "Örverpið Nornarson" Evudóttir, Gylfi Magnússon dósent, Sólveig Tómasdóttir, Þorvaldur Gylfason prófessor, Stjórnleysingar, Anarkistar, Níhilistar, Klemenzsonbræður og fleiri allir talað samtímis í friði og spekt, hver á sínum sápukassa og þá sjáum við hversu marga áheyrendur hver hefur að jafnaði.  Þannig verður hægt að gera vissa "skoðanakönnun" um fylgi hvers og eins o.s.frv.

Ég tek fram að Hyde Park Speaker's Corner er opið frá því snemma á morgnana langt fram yfir miðnætti alla 7 daga vikunnar allt árið um kring, vilji einhver tala, þ.e.a.s.  Þetta ætti að vera einnig á Austurvelli Speaker's Corner.

Það að ekki eru leyfð gjallarhorn (hátalarar) gerir það að verkum að þessi ræðuhöld munu ekki trufla hið háa Alþingi Íslendinga við vinnu sína við að gera hin ýmsu mistök sín og vitleysur, né verður Steingrímur J. Sigfússon truflaður í að móðga aðra alþingismenn né Kolbrún Harðardóttir við að stjórna klæðalitum fólks frá vöggu til grafar eftir kynferði þeirra.

Kær kveðja, Björn bóndi Smile 


mbl.is Fjöldi manns á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr!

Júlía Helgadóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Anna Svavarsdóttir

Þetta er bara fín hugmynd.  en Ástþór karlinn hefði líka bara geta boðað fundinn kl 16 00 og þá hefði enginn sagt neitt.  Það hefði líka ábyggilega verið slangur af fólki eftir á Austurvelli til að hlíða á kappann.

Anna Svavarsdóttir, 17.1.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: dvergur

Ég skil ekki mótmælin hans Ástþórs (Ófriður 2000). Voru þetta mótmæli gegn mótmælunum? Eða hverju var hann að fara mótmæla á sama stað og nánast sömu stundu....

dvergur, 18.1.2009 kl. 00:17

4 Smámynd: Landfari

Er það ekki nokkuð ljóst hverju Ástþór er að mótmæla. Hann vill fá að tala á fundunum hjá Herði því Hörður auglýsir fundina sem raddir fólksins og Ástþór á eina síka eins og við hin en fær ekki að koma henni á framfæri þar. Þess vegna fer hann sínar eigin leiðir.

Hann var að beita seirri aðferð sem Hörður Torfason lýsti yfir að hann ætlaði að beita á þrijudaginn. Það er að segja að vera með fund á sama tíma og sama stða og annar fundur sem á að trufla í mótmælaskyni.

Landfari, 18.1.2009 kl. 02:47

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.1.2009 kl. 13:32

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Aftur er ég genginn hálfur

Sigurður Sigurðsson, 18.1.2009 kl. 16:33

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ekki fullur, bara hálfur.

og þegiðu sjálfur.

Skál fyrir Ingibjörgu Solrúnu. Hún missti vitið um leið og ég. En hún hefur þá afsökun að hafa farið í heilaaðgerð...ég datt bara í það í nóvember og er enn að.

Sigurður Sigurðsson, 18.1.2009 kl. 16:34

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sigurður Sigurðsson; Ágæti bloggvinur.  Velkominn aftur til lífsins.  Mér finnst það næg afsökun að fara á vit Óminnis Hegrans, það er bara verst með þessa iðnaðarmenn sem vinna hjá honum, aðallega kendur við timburvinsslu.

Kær kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 18.1.2009 kl. 18:15

9 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Speakers' Corner er góð hugmynd. Ég styð hana.

Vésteinn Valgarðsson, 18.1.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband