29.12.2008 | 10:12
Tökum Jón Ásgeir til fyrirmyndar og förum að vinna.
Hvernig væri nú að fara að vinna og bjarga því sem bjargað verður, frekar en að vera eins og ræsisrottur að leita að einhverjum til að hengja á fótunum. Jón Ásgeir, Jóhannes Jónsson og Bónusverslanirnar gerðu það að verkum að ég átti fyrir nægum mat til að duga yfir Jólin og mun duga vel fram yfir áramótin.
Mótmælendurnir 500 sem mættu á Austurvöll á laugardag (rúmlega 0,1% þjóðarinnar) eru áreiðanlega ekki í Landsliðinu sem nú er í dag að vinna að því að rétta þjóðarskútuna við.
Áður var þörf, en nú er nauðsyn að Íslendingar standi saman við að bjarga því sem bjargað verður. Þeir sem ennþá hafa vinnu, nýti sér það til fullnustu, hinir haldi áfram að leita sér að vinnu. Atvinnumótmælendur hætti að rífa það niður sem vinnandi fólk er að gera til uppbyggingar.
Með bjartsýni og jákvæðni að vopni. Bíta á jaxlinn og kreista fram bros og axla það ok sem þarf til að koma Þjóðarskútunni aftur á skrið. Íslendingum er í blóð borið að eiga við áföll í gegnum aldirnar frá þeim tíma um árin 1350 þegar "Litla ísöldin" hófst með "Hinum dimmu miðöldum", harðæri, Móðuharðindin, Svarti-Dauði, Stóra-Bóla, Ríkiskirkjan, niðurlæging Einokunarverslunar Dana, hungurdauði sem var daglegt brauð, Stórbændaveldið, Framsóknarflokkurinn, Átthagafjötrar og síðast en ekki síst fordómar okkar á sjálfa okkur eins og tröllríður nú íslensku þjóðfélagi, með eyðileggingaröflum atvinnumótmælenda, kommúnista, anarkista, níhílista og annarra stjórnleysingja, karlhaturshreyfinga ("niður með feðraveldið"), Jón Gerald Sullumborgari, hommafrontinn sem skipuleggjur óeirðirnar því þeir fengu ekki næga sjálfsauglýsingu á "Hinsegin dögum" og síðast en ekki síst; fjölmiðlar svo sem "Kastljós" og "Silfur Egils" sem eru óvinveittir uppbyggingu og leita að blórabögglum til að sjá blóð renna.
Með baráttukveðjum, Björn bóndi
Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ekki vanur að kommentra á blogg, en þegar ég sé fólk sem telur Jón Ásgeir og co. vera saklausa og bjargvætta þá langar mig til að æla í sex metra langan boga, því frá mínu sjónarhorni eru þeir frá mínu sjónarhorni rót alls ills og gæti ég farið með mörg orð því til staðhæfingar, en það geri ég ekki þar sem slíkt mun ekki bera árangur þegar skoðanir fólks eru jafn brenglaðar og raun ber vitni
Einar (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 10:52
Margt gott hjá þér í þessari færslu Björn bóndi og það sem þeir feðgar hafa gert fyrir okkur hér innanlands með Bónusverslunum hefur hjálpað mörgum fjölskyldum við að hafa mat í sig.
Ég hef ekki fengið aðra betri kjarabót í gegn um tíðina.
Stefán Stefánsson, 29.12.2008 kl. 11:49
Einar (IP-tala skráð); Hversvegna er það að yfirgnæfandi fjöldi þeirra sem er með þennan hatursáróður gegn uppbyggingaröflunum á Íslandi er með hinum ýmsu mannanöfnum og alltaf (IP-tala skráð)?
Er möguleiki að þið séuð á mála hjá Norninni á Vesturgötu, Herði homma, og Magnúsi Ástþórssyni fyrrverandi tilvonandi forseta Íslands, að pikka inn hin og þessi mismunandi nöfn á hinum og þessum mismunandi skilaboðim á hinum og þessum bloggsíðum til að þykjast að vera fjöldahreyfing? Þið eruð aðeins nafnlausir aumingjar sem skriðuð undir steina til að fela ykkur og kasta þaðan grjóti og svívirðingum úr felum svo þið þekkist ekki. Þið þorið ekki að sýna andlit ykkar, því þið skammist ykkar fyrir það sem þið eruð að skrifa.
Alveg eins og óþjóðalýðurinn sem réðist inn á Alþingi Íslendinga og á Fjármálaeftirlitið með rúðubrotum og eyðileggingum, falin bakvið klúta svo almenningur og ættingjar og forráðamenn þekki ykkur ekki, því þið skammist ykkar fyrir ykkur sjálfa, félaga ykkar og því sem þið þykist standa fyrir.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 29.12.2008 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.