Sigurbjörn Friðriksson
Björn bóndi.
Vitur og mér betri maður kenndi mér að virða eftirfarandi;
Aldrei, undir neinum kringumstæðum, að treysta eftirfarandi aðilum:
1. Aldrei að treysta Bakkusi.
2. Aldrei að treysta stjórnmálamönnum.
3. Aldrei að treysta opinberum starfsmönnum.
4. Aldrei að treysta fjölmiðlamönnum.
5. Aldrei að treysta Femínistum.
Dæmisögur Esóps; Sögupersónur; Úlfurinn = Ísrael og Lambið = Palestínía.
Einu sinni var Lambið að drekka úr læk. Þá kemur Úlfurinn og tyllir sér ofan lækjar og áður en hann fer að drekka segir Úlfuninn við Lambið: "Ef þú gruggar fyrir mér vatnið í læknum á meðan ég er að drekka, þá drep ég þig og ét þig." Lambið sem var neðan lækjar og gat því ekki gruggað vatnið fyrir Úlfinum sagði: "Ég skal ekki grugga fyrir þér vatnið."
Nú fór Úlfinum að leiðast að hafa þetta Lamb drekkandi sífellt úr læknum sem hann þóttist eiga. Þá voru góð ráð dýr. Úlfinum datt þá eitt þjóðráð í hug! Úlfurinn gruggaði upp vatnið hjá sér sjálfur og hrópaði á Lambið: "Sjáðu hvað þú hefur gert! Þú hefur gruggað fyrir mér vatnið mitt! Nú ætla ég að drepa þig og éta, til að hefna mín, ég var fyrir löngu búinn að vara þig við!" Síðan réðst Úlfurinn á Lambið, drap það og át."
Það var gert við mikla hrifningu Bandaríkjamanna og Evrópusambandsríkin stóðu stutt frá og klöppuðu Úlfinum lof í lófa, því nú væri loksins komin friður á í kringum lækinn.
Endursagt og staðfært af Birni bónda