Kennum öllum öðrum um - ekki okkur sjálfum....!

“Ég sem fór í banka og fékk gjaldeyris “körfulán” í Japönskum jenum, Evrum og Svissnenskum frönkum í bland. Ég keypti mér íbúð og rosalega flottan amerískan pallbíl því á var tollurinn á þeim svo “lágur”. Að vísu eyðir hann rúmlega 20 lítrum á hundraðið. Svo notaði ég restina til að fá mér sjnóvarpsgræjur með risa-flatskjá, sem er “must” á hverju heimili ens og ísskápur og frystikista er. Nú er ég að tapa öllu, því lánin hafa hækkað svo voða mikið að þau eru komin langt yfir það sem bíllinn, íbúðin og græjurnar kostuðu. Þetta er allt þessum helvítis glæpamönnum sem voru með útrásina í gangi og tóku sér himinhá laun í engu samhengi við raunveruleikann. Aldrei hefði ég gert svoleiðis” Svona sögur og álíka heyri ég oft hjá viðskiptavinum mínum.

Í uppeldinu var mér kennt að ef ég kæmi mér í vandræði, þá væri það mér sjálfum að kenna.  Ef ég drekk brennivín og verð fullur og vitlaus, síðan timbraður og í fráhvörfum daginn eftir, þá er það ekki eftirfarandi að kenna; 1. Barþjóninum sem seldi mér brennivínið. 2. Framleiðendum bjórsins og brennivínsins sem ég drakk. 3. Vinnuveitandanum sem greiddi mér launin sem ég notaði til að kaupa mér brennivínið. 4. Stelpunni sem mig langaði til að ganga í augun á en þorði ekki ófullur. 5. Hinir á barnum sem voru við drykkju og ég tók til fyrirmyndar. 6. Mömmu minni sem varaði mig ekki við brennivínsdrykkju, því hún hafði aldrei smakkað vín á ævinni. 7. ….svo allir hinir……o.s.frv. Ég valdi að drekka brennivínið sjálfur. 

Útrásarvíkingarnir, Björgólfarnir sem fluttu til útlanda afdankaða bjórverksmiðju frá Akureyri og fluttu til Rússlands, seldu hana og keyptu Landsbankann, Atlanta og fleira og fleira, Bónus-, Hagkaups- og Baugshetjurnar, Íslandsbankahetjurnar (sem síðar varð Glitnir), Kaupþingshetjurnar, FL-Group hetjurnar, Eimskiphetjurnar, o.s.frv., o.s.frv., og græddu milljarða sem var upphafið á ennþá meiri og betri frægðarferli, allir vildu þekkja þá, láta taka mynd af sér með þeim, mæta í veislurnar þeirra. Allir vildu “Lilju” kveðið hafa.

Feðgarnir Jóhannes Jónsson kenndur við “Bónus” og Jón Ásgeir kenndur við “Baug” sem eru sekir um að reka lágvöruverslanir sem hafa lækkað verð nauðsynjavöru með slíkum einsdæmum, að öll verk verkalýðsfélaga hafa ekki aukið kaupmátt í líkingu við þessi verk frá upphafi, að verkalýðsfélögunum ólöstuðum, því þau hafa komið ýmsu nauðsynlegu í verk, svo sem vökulögin o.fl., o.fl. Og… verkalýðsfélögin og Neytendasamtökin / Neytendastofa hata Bónus og Hagkaup samsteypuna mest!

Síðan ríður yfir holskefla ótíðinda frá umheiminum sem eru efnahagslegar hamfarir og Ísland verður eitt fyrst allra ríkja fyrir barðinu. Þá snýst við dæmið og núna skríða undan steinum úrtölumenn og neikvæðissinnar og segja: “I tod you so!” (Ég sagði að þetta myndi gerast!). T.d., Ástþór Magnússon fyrrverandi forsetaframbjóðandi segir í heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu nú um helgina að hann hafi sagt fyrir um þetta fyrir 13 árum síðan!! Flestir Vinstri Grænir og Femínistarnir segjast hafa séð þetta fyrir!! Fíflið hann Egill Helgason í “Silfri Egils” leitar nú logandi ljósi að einhverjum til að hengja. Og halda ekki vatni yfir gleði og tillhlökkun yfir því hvernig fór.

Hvað ef holskeflan efnahagslega hefði ekki riðið yfir? Þá væri allt í himna lagi og “business as usual”. Og enginn segði neitt nema e.t.v.: “Áfram útrás, áfram útrás!”

“Army of evil forces can only get victory in battle when good men stand by and do nothing.” Þessi orð eiga við forsvarsmenn íslenska ríkisins þegar þeir standa hjá aðgerðarlausir þegar forsætisráðhenna Stóra Bretlands, aðalmiðstöðvar fjármálaflæðis hins vestræna heims, kemur stærsta fyrirtæki Íslands, Kaupþingi á hausinn, með alhæfingum um að Ísland allt sé það sem kom fyrir hjá Landsbankanum einum í Bretlandi.  Þarna standa þessir aumingjar, forsætisráðhennann, utanríkisráðherrann, fjármálaráðherrann og mótmæla ekki umsvifalaust með þeim hætti sem hægt er, hjá Nató og Evrópubandalaginu.  Þarna voru Bretar að hefna sín, sætum hefndum, eftir ófarirnar í Þorskastríðunum á áttunda áratug síðustu aldar.  Við skulum ekki gleyma því að það voru þessir andskotar sem gerðu hernaðarinnrás inn í Ísland 10. maí, 1940 og tóku Ísland hernámi, nákvæmlega eins og Nazistar Þýskalands gerðu t.d., við Noreg og allir eru sammála um að hefði verið hinn versti glæpur.

Fyrirgefið mér tilvist mína og skoðanir.

Kveðja, Björn bóndi.


mbl.is Krónan stærsta vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ef einhver hefði sagt þér að þú yrðir ekki þunnur af brennivíninu ,og að daman mundi taka eftir þér,, hvað þá....

Res (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband