30.8.2008 | 18:19
Pólverjar ákjósanlegustu nýbúarnir eða/og farandverkamenn.
Ég kynntis Pólverjum fyrst fyrir mörgum árum, áður en þeir fóru að flytja hingað til að leita að vinnu og jafnvel til langdvalar. Alltaf var þetta duglegt, harðduglegt til vinnu, löghlýðið og gott fólk, mjög líkt okkur Íslendingum í háttum. Undantekningarlaust hötuðu þeir kommúnismann sem réði lögum og lofum í heimalandi þeirra vegna áhrifa Sovíetríkjanna.
Það má alls ekki láta undantekningar koma illu orði á Pólverja, svo sem glæpamenn eins og þá sem reyndu að stofna til Mafíustarfsemi hér á landi eins og þeir sem misþyrmdu löndum sínum í Keilufelli. Slíkum þarf að koma miskunnarlaust í burt. ENGA VIÐKVÆMNI.
Nú hafa Pólverjar verið hér nokkuð lengi og skilað góðu verki. Nú þegar vinna minnkar og ekki er eins ákjósanlegt fyrir Pólverja að dvelja hér, þá fara þeir heim. Frekar en að fara á atvinnuleaysisbætur, eins og er plága í mörgum öðrum Evrópulöndum varðandi innfluttra útlendinga (annarra en Pólverja). Pólverjar þurfa að fá þau skilaboð að þeir séu hér alltaf velkomnir, þegar atvinna eykst og að þeir fái þá forgang fyrir öðrum útlendingum (kallið mig rasista ef þið viljið).
Það er gott að Pólverjar hafa vit á því að fara þegar tími er til kominn og koma frekar aftur seinna þegar betur árar, frekar en að hangsa hér sjálfum sér og öðrum til leiðinda.
— Kær kveðja, Björn bóndi ïJð<
Hópast heim til Póllands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt!
Jón Bragi (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:18
Takk og bless!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.8.2008 kl. 12:48
Takk fyrir góðar undirtektir.
Kær kveðja, Björn bóndiïJð<
Sigurbjörn Friðriksson, 1.9.2008 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.