Besta kjötsúpan við hringveginn - farin. >>> Mikill söknuður.

Ég ók oft hringveginn og eftir að hafa reynt kjötsúpur (mitt uppáhald) á nokkrum stöðum þar sem þær voru fáanlegar, þá var alltaf öruggt að kjötsúpan á Brú var aldrei annað hvort brimsölt eða ofsöltuð, eins og á öðrum stöðum.  Kjötsúpan á Brú var einnig með kjötið moðsoðið í súpunni, þannig að hún var ætíð þykk og fór einstaklega vel í maga.  Svo fylgdu tvær sneiðar af fretara og smjör með - það var gott.

Kær kveðja, Björn bóndiïJð


mbl.is Brúarskáli í Hrútafirði rifinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki get ég sagt að ég sakni Staðarskála. Vondur matur á okurverði og haugskítug salernisaðstaða. Niðurrif þetta er framfaraskref mikið.

Haustmaðurinn (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Haustmaðurinn;  Það var verið að tala um niðurrifið á "Brú" en ekki "Staðarskála".  Svo borðaði ég ekki kjötsúpuna mína inni á salerninu, en meig utanhúss eins og sannkallaður Skagfirðingur - og hana nú! (sagði hænan um morguninn þegar hún vaknaði).

Kær kveðja, Björn bóndiïJð<  

Sigurbjörn Friðriksson, 22.8.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband