27.7.2008 | 19:28
Er réttlætanlegt að FÓRNA LÍFI KORNABARNA til að stöðva álframleiðslu?
Athugasemdir
Ég les þetta líka sem áskorun. Ég kemst alltaf meira og meira á þá niðurstöðu að þetta fólk sé meira og minna kexruglað.
Þetta lið er ungt fólk sem er að leita að athygli eins og litlu börnin að stórum hluta og finnur þess vegna málefni þar sem það fær hana bara því miður hér á Íslandi núna.
Skattborgari, 27.7.2008 kl. 19:34
Það er víst ekkert við því að gera þótt menn séu ruglaðir, vitlausir eða bullukollar, en þegar þetta allt fer saman þá heitir fyrirbærið Saving Iceland og er greinilega ekki normal.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2008 kl. 19:59
Og ég sem hélt að þetta væri bara rugl í mér, að ég hefði lesið svona vitlaust. Það væri ekkert vitlaust að fara á linkinn hennar og gefa henni álit í eyra! Við erum að tala um líf kornabarna sem henni finnst eðlilegt að sé fórnað fyrir "góðan málstað".
Kv. Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 27.7.2008 kl. 20:07
Þetta lið í Saving Iceland er kexruglað fá ekki Íslendinga til að mótmæla af því að þeir eru fylgjandi eða er sama og fá þess vegna útlendinga sem eru bara að leita eftir því að komast í fréttinar.
Skattborgari, 27.7.2008 kl. 23:32
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
"Lagði smábörn í veg vinnuvéla"
Mig langar til að vekja athygli á málflutningi mótmælenda "Saving Iceland" þar sem einn forsvarsmanna virðist vilja mana áhangendur til að leggja kornabörn sín, sem geta ekki forðað sér, fyrir vinnuvélar til að stöðva þær!
Þetta var bara að gerast rétt núna að þessi póstur kom til mín. Vinsamlega skoðið linkinn sem ég gef upp hér fyrir neðan:
http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/601346/
Þessi forsprakki heitir: Eva Hauksdóttir og hefur verið hávær að réttlæta aðgerðir "Saving Iceland" mótmælin.
Það væri gott að fá komment á þetta, hvort ég sé genginn af göflunum og lesið vitlaust.
Kær kveðja, Björn bóndi.