23.7.2008 | 17:18
Hvar/hvenær hafið þið séð konu vinna við vegavinnu og grafa með skóflu?
Kvenmaður og karlmaður. Konur og karlar eru bæði menn. - Samþykkt.
En, til hvers svona skilti? Hvar og hvenær hafa konur unnið við vegavinnu við uppgröft með skóflu í hönd, nema í gömlu kommúnistaríkjunum?
Kveðja, Björn bóndi J
Menn að störfum en líka konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar/hvenær hafið þið séð konu vinna við vegavinnu og grafa með skóflu?
Furðuleg spurning frá bónda. Það virðist allavega að fólk í Atlanta Georgíu í Bandaríkjunum hafi séð konu vinna vegavinnu og grafa með skóflu annars væri ekki verið að breyta skiltum. Auk þess er orðið men einungis notað fyrir karlmenn vestanhafs.
En ef maður pælir bara pínulítið í því, afhverju á ekki að nota orðið menn á Íslandi? Því þegar þú talar um karlmann þá notar þú orðið maður. Þú notar það ekki um konu. Það á að nota orðið fólk þegar talað er um bæði kynin.
KL (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 17:47
Ég geri ráð fyrir að þú hafir ekki ferðast mikið um N-Ameríku? Eitt af þeim störfum sem hér eru hluti af allri vegavinnu er það að stjórna umferðinni fram hjá vegavinnusvæðinu. Sérstaklega ef aðeins er hægt að hleypa umferðinni öðrum megin. Ég hef ferðast mikið um Bandaríkin og Kanada og þessi störf eru nær eingöngu skipuð konum. Konur í vegavinnu eru því mjög algeng sjón hér vestra.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.7.2008 kl. 18:29
Karlmaður og kvenmaður. Maður á við um bæði kynin.
B (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 18:37
KL og Kristín M. eru komin með svarið mitt á undan mér
Svo að ég tek bara undir
Sporðdrekinn, 24.7.2008 kl. 01:01
Þarft nú ekki að fara langt, ég á 2 vinkonur sem unnu við vegagerð og þá ekki í eldhúsinu sem er líklega það sem þú myndir segja.
Vildi bara fræða þig um heiminn.
Hrefna (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 11:07
Hrefna; Wow!!! Þú segir ekki? Var hún þá í malbikunarvinnu? Varð ekki blaðamál út af þessu? Ég man eftir að kona ók trukk við Kárahnjúkavirkjun og það varð langt sjóvarpsviðtal við þann furðugripinn.
Kveðja, Björn bóndi J
Sigurbjörn Friðriksson, 24.7.2008 kl. 14:29
Heidi Strand, 24.7.2008 kl. 15:13
Ég tók aldrei eftir því að Femínasnafélagið og Jafnréttisóráð kvörtuðu yfir því hvað yfirgnæfandi meirihluti verkafólks við Kárahnjúkavirkjun að vinna í erfiðisvinnu í öllum veðrum væru karlar!? Akkurrju atliaðaðsé?
Kveðja Björn bóndi LMN
Sigurbjörn Friðriksson, 24.7.2008 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.