30.6.2008 | 11:40
En hver er ennþá ódýrust?
Það er eins og verðlagseftirlit ASÍ éti prósentur í hverja máltíð.
Það sem við almúgurinn þurfum að vita er nákvæmlega, hvar er ódýrast að kaupa inn í krónum talið ekki í prósentum (%).
Skrifa svo um það sem skiptir máli, og hananú!.
Kv.
Björn bóndi.
Bónus hækkar mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skiptir þá engu ef verðið tvöfaldast, bara versla í Bónus.
Hugsaðu hálfviti
Ónefndur auli (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:21
Merkilegt samt að sjá hvernig Hagar færa álagninguna frá Hagkaup og 10-11 yfir á Bónus.
Eða eru þeir bara að auka álagningu í Bónus í skjóli einokunar?
Aðalsteinn (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 12:43
Er krónan ekki núna í samráði við bónus og þannig hafi þeir feðgar einokað lágvörumarkaðinn og drottna þar yfir öllu?
Fannar frá Rifi, 30.6.2008 kl. 14:20
Þessi ónefndi auli mætti nú temja sér almenna kurteisi í samskiptum, jafnvel á bloggi. Kurteisi kostar jú ekkert.
Öryrkinn (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 17:39
"Ónefndur auli" Já, ef það er ódýrast þar í krónuverði, þá versla ég í Bónus aulinn þinn.
"Aðalsteinn" Ég held að þú hljótir að vera með hálskólagráðu í hagfræði. Þú átt að vinna í Seðlabankanum með Davíð og þeim vitleysingunum. Hvernig reiknaðir þú þetta út Sólon Íslandus?
"Fannar frá Rifi" Er það að einoka lágvöruverslunarmarkaðinn með því að vera alltaf með lægstu og hagkvæmustu verðin? Er DÚX í menntaskóla, "einokari, óheiðarlegur og vitleysingur" af því að vera alltaf með hæstu einkunnirnar?
"Öryrkinn" Viltu gjöra svo vel að vera ekki svona háfleygur í skrifum þínum. Ónefndi aulinn veit hvorki hvað "almenn kursteisi" né "mannleg samskipti" þýða, né veit hann hvernig á að skrifa það. Hinsvegar, af því þú segir að: "Kurteisi kosti ekki neitt", þá átt þú eftir að sjá "Ónefnda aulann" á morgun niðri í Bónus að leita að "ókeypis kurteisinni", til að fá eitthvað gratís.
Bless,
Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 30.6.2008 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.