Þessi auglýsing SÍMANS á 3-D farsímanum er að mínu mati, bæði sniðug og skemmtileg. Ef kaþólikkar eru fúlir út í þessa auglýsingu, þá geta allir þeir sem eru andfúlir vera illir út í Ópal augýsinguna og hóta að kaupa aldrei vörur frá Ópal framleiðendunum o.s.frv.
Hinsvegar þá virðist hún vera alltof dýr, allt of margir leikarar, það vantar bara Charlton Heston ameríska (Biblíu-kvikmynd-leikarann sem var aðalstjarnarn í öllum stóru Biblíusögumyndunum, [það var hann sem virtist alltaf vera að rembast við að kúka]) til að gera útslagið með þá vitleysu.
Það er bara eitt, auglýsingin er sýnd alltof oft, sama hvað hún er sniðug og skemmtileg, þá er hún leiðigjörn eftir skamman tíma.
Bestu, skemmtilegustu, ódýrustu og minnst leiðigjörnu auglýsingarnar, sem hægt er að horfa á aftur og aftur - og skila sér sem söluauglýsingar - tel ég vera; THULE, FLÜGGER, ÓPAL, FETA, nokkrar mjólkurafurða-auglýsingar frá MJÓLKURSAMSÖLUNNI, og svo örfáar aðrar sem ég man ekki í fljótu bragði.
Mér datt þetta sisona í hug.
Bless, Björn bóndi.
Athugasemdir
Ég ELSKA Flugger auglýsinguna
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 23:51
FETA auglýsingin með gríska gaurnum er gargandi snilld! Ligg bókstaflega afvelta af hlátri yfir þeirri
kiza, 7.6.2008 kl. 13:42
Öööö, nei.
Ég hef alla vegna ekki fengið leið á þessari auglýsingu sjálfur. Ég er kannski hættur að hlæja upphátt, en ég brosi enn í hvert skipti sem ég sé hana. Það er hugsanlegt að ég verði ekki eins mikið fyrir barðinu á auglýsingunni og flest aðrir, því eftir að ég fór að nota PVR til sjónvarpsáhorfs hefur það verið hið minnsta mál að sleppa auglýsingahléum.
Annars er verið að auglýsa 3G síma, ekki 3-D.
Freyr Bergsteinsson, 12.6.2008 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.