Tvískinnungur BNA er takmarkalaus.

´

"Hann [Obama] segist ætla að viðhalda viðskiptabanni á Kúbu þar til kommúnistastjórnin þar í landi ákveður að sleppa pólitískum föngum, veiti íbúunum aukið frelsi og ákveður að halda kosningar sem alþjóðasamfélagið getur fylgst með."

Síðast þegar BNA barðist fyrir því að "einræðisríki" héldi frálsar korningar sem alþjóðasamfélagið fylgdist með, þá var það í Palestínu.  En bannsettir arabarnir kusu ekki rétt, þ.e., þeir kusu HAMAS og þá dæmdu BNA menn kosningarnar ógildar.

Tvískinnungur Bandaríkjamanna er slíkur, að ég held að best sé að Ralph Nader yrði skaðlausasti forsetinn.

 

Kveðja

Björn bóndi.

´ 


mbl.is Obama heitir breyttri afstöðu gagnvart Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þeir dæmdu kosningarnar ekki ógildar, hvaða ertu að þvæla?

Gilbert (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þeir gerðu það í raun, með því að neita að ræða við Hamas-menn og þá löglegu og lýðræðislegu ríkisstjórn sem þeir fóru fyrir.

Annars fannst mér Saddam Hussein og Gaddafi góðir hér um árið, þegar var verið að telja atkvæði í Bandaríkjunum milli Bush og gore árið 2000 og allt gekk á afturfótunum. Þá buðust Saddam og Gaddafi til þess að senda kosningaeftirlitsmenn og ráðgjafa til að hjálpa Bandaríkjamönnum að framkvæma lýðræðislegar kosningar.

Vésteinn Valgarðsson, 24.5.2008 kl. 02:52

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Gilbert.  Rólegur kallinn. Hlustaðu bara á þér grandvarari menn.  Kom ég við viðkvæma taug?

Kær kveðja,

Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 24.5.2008 kl. 03:30

4 identicon

Þeir heldu því aldrei fram að kosningarnar væri ógildar. Hitt er svo annað mál við að neita að dæla peningum til hamas, eitthvað sem BNA og ESB (ásamt Japan, Kanada og fleiri ríkjum) gerðu þrátt fyrir niðurstöður kosninga sem er svosem ekki óskiljanlegt þar sem um hryðjuverkasamtök er að ræða.

Gilbert (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 03:53

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´

Gilbert.   OK.  E.t.v., ekki ógildar kosningar, heldur ómarktækar frásjónarhóli BNA manna, því palestínska þjóðin kaus ekki "rétt" samvæmt forskrift BNA manna.  Ef þú kallar HAMAS hryðjuverkasamtök, þá reka þessi samtök sjúkrahús og skóla og veita Palestínubúum annan stuðning í óþökk Zínosistanna í Ísrael og BNA manna sem halda uppi hryðjuverkastjórn Zíonistanna, fjárhagslega, með útvegu vopna og að halda hlífðarskildi yfir þeim í Öryggisráði SÞ.

Athugaðu Gilbert hvort það fáist eitthvað í Apótekinu við siðblindu, taktu svo tvöfalda skammta.

Kær kveðja,

Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 24.5.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband